Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 23
Skáldsaga eftír Magneu frá Kleifum HOLD OG HJARTA NÍUNDI HLUTI: Þegar ég kom fram í snyrtinguna nokkru seinna, var hún þar, og ég heyrði að hún var að tala um einhverja gálu og segja hneykslissögur af henni í hálfum hljóð- um. Það var ekki fyrr en hún sagði, að hún væri þess fullviss, að það væri satt, að Bjöm hefði gifzt henni vegna peninganna, að ég áttaði mig á, að hún var að tala um mig. Heimurinn hmndi í rúst á einu andartaki. Það var þá svona, sem talað var um læknisfrúna í Álftafirði. Ég reyndi að þoka mér til baka, en komst þó ekki hjá að heyra aðra segja, að þar hefði farið góður biti í hunds- kjaft. Það væri þó undarlegt, að hann Björn skyldi fara að giftast þessari stelpu, hann sem aldrei hefði litið á kvenmann, síðan Dóra fór svona illa. En sennilega hefði hann verið á heljarþröminni, það hefði víst kostað skild- inginn ferðin hennar Dóru út, og stelpan átti bæði hús og eflaust mikla peninga, þar sem hún var einbirni. Ég ákvað allt í einu að laumast ekki burt. Þær skyldu fá að vita, að ég hefði heyrt til þeirra! Ákveðin gekk ég inn og bar höfuðið hátt. Þær þögnuðu allar í einu, það varð dauðahljóð nokk- ur andartök, síðan hurfu þær fram hver af annarri, sum- ar rjóðar og skömmustulegar, en aðrar sigri hrósandi, eins og vildu þær segja, að þessu hefði ég gott af. Allar hlutu þær að vita, að ég hefði heyrt til þeirra. Eins og í draumi, slæmum draumi, geklc ég fram og út, en mundi þá eftir kápunni minni. En það varð að hafa það. Hanna yrði að sækja hana, ef hún tæki hana ekki með sér, þegar hún færi heim og sæi, að ég væri farin. Ég var ekki kominn langt, þegar ég heyrði hratt fóta- tak að baki mér, sem nálgaðist. Ég vildi við engan tala og hljóp því út af veginum og inn með sjónum, en fótatakið nálgaðist mig jafnt og þétt. Hver gat þetta verið? Ég fór að hlaupa við fót og smáherti á mér, svo að síðast hljóp ég í dauðans of- boði og hugsaði ekki um neitt nema losna við þetta hraða fótatak. Loks þorði ég að líta við. Það var engan mann að sjá. Ég vafði peysunni fastar að mér og gekk áfram enn lengra eftir svörtum, rökum sandinum. Nú var hvergi Ijós að sjá, nema eina tíru langt hinum megin fjarðar- ins. Ég var alein úti í hálfdimmri nóttunni. Loks settist ég á stein í flæðarmálinu og ætlaði að taka sjálfa mig í gegn og reyna að komast að því, hvers konar mann- eskja ég eiginlega væri. En það var eins og þegar ég ætlaði að einbeita mér að einhverju, hugurinn flaug sitt á hvað, og ég komst ekki til botns í neinu. Ekki veit ég, hve lengi ég hafði setið þama, er ég varð þess vör, að ég var ekki ein. Stutt frá mér sat maður á öðrum steini. Áður en ég vissi af, var ég rokin af stað, um leið og sagan af stráknum með götóttu prjónahúfuna og mó- rauða trefilinn kom fram í hug minn. Hann átti ein- mitt að hafa rekið á land einhvers staðar þarna á sand- inum og hélt þar til síðan, gerði karlmönnum sjaldan neitt, en kvenfólki ýmsar glennur, svo þær þorðu fáar að ganga einsamlar á þessum slóðum, eftir að birm tók að bregða. „Sóley,“ heyrði ég kallað rétt fyrir aftan mig, og um leið var þrifið í öxlina á mér, og það ekki neitt blíð- lega. Ég ætlaði að hrópa á hjálp, en það varð aldrei neitt úr því, ég hafði þekkt manninn. „Hans!“ stundi ég upp. „Hvers vegna gerðirðu mig svona hrædda!“ Hann hló háðslega og sagði, að ég væri orðin hug- laus og hjartveik, síðan ég hefði gift mig, áður hefði mér brugðið við fátt. Hann fór úr jakkanum og klæddi mig í hann. Nú var hann aftur gamli félaginn, sem gat komið mér til Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.