Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 14
þýðir, að leggja skyldi inn í kaupstað hálfu fleiri fiska,
en landskuld var í álnum. Jarðabókin getur fiskafla,
sem verið hafi „á vetrum“, en þá sé dvínandi. Hvar var
þessa fisks aflað, í afgjöld og til neyzlu? Það segir
Jarðabókin einnig. Hún getur þess um flestar sjávar-
jarðir sýslunnar, að þær hafi annað hvort „heimræði“,
eða að þaðan sé róið úr lendingum næstu jarða. „Heim-
ræði“ er sagt frá Sandi og Sílalæk og lending sæmileg
talin á Björgum, þótt sldpum sé ekki óhætt í uppsátri
fyrir grjóthruni. Auk þessa „heimræðis“ voru á mörg-
um sjávarjörðum „inntökuskip“ þ. e.: landbændur áttu
skip, sem þeir héldu út um vertíð (framan af vetri) frá
þeim stöðum, þar sem bezt var aflavon. Jarðirnar, sem
höfðu „inntöku-skip“, voru flestar á útnesjum, megin-
sjósóknin var þá frá þeim norðurhjara, sem nú er í eyði
fallinn.
Jarðabókin getur um inntöku-skip á þessum jörðum:
Grímsnesi 6, Látrum 6 (stundum mörg), Botni 4, Flat-
ey 7, Brettingsstöðum 6, Naustavík 30, Húsavík 4,
Héðinshöfða 12. Naustavík var þá langstærsta útgerð-
arstöðin, þaðan gekk þá meira en þriðjungur skipanna.
Verstöðvar voru þrjár í Naustavíkurlandi: Heimalend-
ingin, Skálavík og Rauðavík, og sér enn votta fyrir
verbúðatóttum á þeim stöðum öllum. Hvergi getur
þess í Jarðabókinni, hve stór skipin hafi verið. Senni-
legast er, að þau hafi ýmist verið fjórróin eða sexróin,
og hefur þá hátt á annað hundrað manns haft aðsetur
í Naustavík á vertíðinni.
Fastar reglur giltu um kjör verkamanna hjá heima-
bónda: Þeir áttu frjálst uppsátur. Þeir máttu fá grjót og
torf til búðargerðar og rekamor og kvist til eldsneytis.
Fyrir þetta áttu þeir að gjalda „einn fisk úr róðri“. Sums
staðar er tekið fram: „vænsta fisk úr róðri“.
Jarðabókin getur skipa, „sem gengið hafi“, en alls
staðar tekið fram, að sjávarsókn sé að hnigna og afli að
dvína. Svo mun hafa verið alla 18. öldina. Eftir alda-
mótin 1800 er svo komið, að áreiðanlegar sagnir eru
um, að farnar væru héðan úr sýslunni lestaferðir til
Suðurnesja til skreiðarkaupa ....
Ekki höfum við sagnir um, hvenær Naustavík byggð-
ist eftir auðnina, sem þar var 1712. Sennilega hefur það
orðið fljótlega.
Vigfús Þorsteinsson var þar orðinn bóndi, gróinn að
efnum, þegar hungurvofa Móðuharðindanna fór um
sveitir vorið 1784. Vigfúsi fórst þá sem búhöldunum á
Flatevjardal, að hann bjargaði mörgum mönnum frá
hungurdauða, bæði með fyrningum skreiðar og dugn-
aði við sjósókn. Indriði Þorkelsson fræðimaður telur,
að Vigfús hafi verið „þjóðhagasmiður, gildur bóndi og
merkismaður í hvívetna“. Sören skáld á Geirbjarnar-
stöðum segir um hann í sóknarvísum ortum 1802:
Naustvíkingur, nettur, slyngur
nafn-mildingur frí við spé,
verksnillingur, varla ringur,
\ Vigfús fingur ber á tré.
Kirkjubækur Þóroddsstaða-prestakalls eru fyrst varð-
veittar frá árinu 1785, — árinu eftir Dauðavorið. Þá er
heimili Vigfúsar hið langfjölmennasta í prestakallinu,
milli 20 og 30 manns, og heimafólkið ennþá efalaust
sumt af því, sem Vigfús bjargaði vorið áður.
Vigfús bjó í Naustavík til 1810, en þá tók við búi
hans Einar Jónasson frá Yztafelli. Hann átti Sigríði Vig-
fúsdóttur, og bjuggu þau í Naustavík til 1832 og flutt-
ust þá í Saltvík. Þar var Einar hreppstjóri langa hríð.
Margt er þeirra niðja. Dóttir þeirra var Sigríður, móð-
ir Þórhalls biskups og amma frú Dóru á Bessastöðum.
Önnur dóttir þeirra var Agata, amma Jóhanns Skapta-
sonar sýslumanns Þingeyinga. Karl Einarsson í Túns-
bergi á Húsavtk var frá Einari í Saltvík í beinan karl-
legg-
Margar sagnir gengu af Einari. Hann var stórbrotinn
um dugnað og áræði. Þeir tengdafeðgar héldu Nausta-
vík meira en hálfa öld með hinni mestu reisn á þeim
tíma, sem þjóðin varð lægst að lúta.
Nú munum við ekkert fróðlegt að segja frá Naust-
víltingum um tólf ára skeið. Árið 1844 flytur að Nausta-
vík Jóhannes Þorsteinsson og býr þar til 1860.
Jóhannes á margt niðja. Sonur hans var Benedikt
póstur, víðkunnur dugnaðarmaður. Ein dætra hans var
Jakobína, kona Björns bónda í Barnafelli. Jóhannes
þótti greindur maður og góður bóndi. Bræður hans
voru Kristján, sem kallaður var „ofurhugi“ og hrap-
aði til bana fram af sjávarhömrum norðan við Nausta-
vík 1861, og Þorsteinn móðurfaðir Steingríms skálds í
Nesi og þeirra systkina.
Friðbjörn Jónatansson frá Hofi á Flateyjardal bjó í
Naustavík í 5 ár eftir Jóhannes Þorsteinsson.
Árið 1865 kom Baldvin Sigurðsson að Naustavík.
Hann var sonur Sigurðar Kristjánssonar frá Illugastöð-
um. Kona hans var ættuð sunnan úr Hreppum. Baldvin
var hæglátur maður, en hygginn, mjög glettinn og
gamansamur. Þau hjón áttu aðeins eitt barn, Baldvin
oddvita, er síðast bjó á Ófeigsstöðum, föður Baldurs,
er þar býr nú.
Baldvin bjó ágætu búi í Naustavík og stundaði mjög
sjávargagnið. Hann var um skeið hæstur gjaldandi í
Ljósavatnshreppi og skákaði þá hinum stóru sauða-
bændum í Bárðardal.
Árið 1886 fluttist Baldvin frá Naustavík og í Grana-
staði. Þá flutti í Naustavík sá ættstofn, sem þar hélt
velli þar til byggð lauk í Náttfaravíkum. Verður hér
gerð nokkur grein þeirrar ættar, sem lengst hélt við
byggð á býli hins fyrsta landnámsmanns.
Þorleifur prófastur Skaftason í Múla var frægastur
lderkur Þingeyinga á fyrri hluta 18. aldar. Hann var
talinn afarmenni að karlmennsku og hvers konar at-
gjörvi, kenndur við galdra og þótti öllum fremri að
setja niður reimleika. Sviplíkar eru frásagnir um hans
nánustu forfeður. Fjöldi manna er frá honum runninn.
Ein dætra hans hét Jórunn. Hún var móðir Ara á
Skútustöðum. Tvennum sögum fer um faðernið. Sumir
telja hann son Skúla fógeta, en aðrir Ólafsson, svo sem
274 Heima. er bezt