Heima er bezt - 01.08.1963, Page 13

Heima er bezt - 01.08.1963, Page 13
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI: Frá Noréurnjara (Framhald.) Naustavík. Leiðin frá Vargsnesi til Naustavíkur er nálega 3 km löng, bein lína, en erfið og torsótt um hamrakleifar og sjávarbása. Þar er Skálavík mest, og þarf oft að krækja hátt til fjalls fyrir víkina vegna hálku og harðfennis á veturna. Umhverfi Naustavík- ur er ekki mjög brattlent, og allt grasi vafið, þótt víða standi stórgrýti upp úr grassverði. Þar er lækur við læk, allir tærir og fossandi. Smári er þar mikill og blómstóð í lægðum, en lyng á hæðum, og má segja að landið hljómi og ilmi á vorin. Kristjdn Sigurjónsson og Fanney Friðbjarnardóttir. Bærinn stendur við breiða vík. Þar er sandfjara og góð lending. Gott var undir landbú, engjar nokkrar og heygóðar, beit kjamgóð og málnyta ágæt. Rekþari var óbrigðull, væri ís ekki landfastur. Efalaust er Naustavík jörð hins fyrsta landnáms- manns. Svo segir Landnáma um Garðar: „Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá hon- um mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík.“ Varla er önnur lending eðlilegri fyrir bát, sem sleit frá Húsavík, en í Naustavík. Sennilegt er og hitt, að Náttfara þætti fýsilegt að dvelja í Reykjadal (en þá hét Reykjadalur allt til sjávar), við veiðar við Laxá og stöðuvötnin. Náttfari hefur haft það skap, sem engin styrjöld fylgdi. Þegar ríkir og liðsterkir landnáms- menn stugguðu við honum, hvarf hann aftur til sinnar fyrstu lendingar, og hlýtur Naustavík að vera sá stað- ur, sem Landnáma nefnir Náttfaravík. Það nafn er nú einvörðungu þekkt í fleirtölu og haft um allt landsvæð- ið milli Haugs og Bakranga. Hugurinn hvarflar að því, að varla hafi Náttfara ver- ið óljúft að verða eftir í landinu. Líklegt er, að hann hafi verið frjáls maður, en með honum var þræll og ambátt. Konur voru sjaldan á víkingaskipum og efa- lítið eftirsóttar af skipverjum. Garðar hefur átt starfs- orku ambáttarinnar, en vel gat Náttfari átt hug henn- ar. Tiginborin og glæsileg gat hún verið svo sem Mel- korka, og efalaust var hún hertekin. Sennilega voru það samantekin ráð þeirra Náttfara að verða eftir og nema þetta friðsæla land á þeirri öld, þegar vígaferli voru at- burðir daglega lífsins. — Saga þeirra hefur ekki verið skráð. Efalaust eru þau þó fyrstu landnemarnir og eiga sennilega engu færri niðja en Ingólfur og Hallveig. Fátt er síðan vitað um byggðarsögu Naustavíkur fyrr en um 1700. Þorkell Jóhannesson prófessor hefur bent á, að hin mikla hnignun, sem varð á landbúnaði íslend- inga fyrir siðaskiptin, muni að miklu leyti hafa stafað af breyttum markaði fyrir íslenzkar vörur. Vaðmálin og feldirnir féllu í verði, en eftirsókn eftir harðfiski óx mjög mikið, og verðið hækkaði. Ekki voru öll eyðibýli 15. aldar að kenna Svartadauða. — Þá sem nú flutti fólk úr sveitum til sjávar til að afla markaðsvöru. Sagnir eru um margar verstöðvar í öðrum landshlut- um frá þeim tíma. Engar sagnir höfum við þó frá Naustavík. En verkin tala enn með rústum og garð- brotum. Kringum túnið í Naustavík sér ennþá brot fjögurra lítilla bæja. Þar eru nefnd Samtún þrjú og Finnsbær. Allt er þetta fornlegt og með líkum svip og rústir þeirra bæja, sem taldar eru úr kaþólsku. Hugsa má sér, að þarna hafi verið vísir að sjávarþorpi á 15. öld. Naustavík var í byggð við manntalið 1703, en fór í auðn í bólunni 1707 og var enn ekki byggð 1712, þá er rituð var hér jarðabók. Margt segir hún fróðlegt um búnað, og er langt frá, að sagnfræðingar okkar hafi hagrætt því öllu sem skyldi, almenningi til glöggvun- ar. Á eitt skal bent: Jarðarafgjöld skyldi gjalda „í fiskatali í kaupstað“ af langflestum jörðum Suður-Þingeyjarsýslu, jafnvel þeim sem lengst lágu frá sjó, svo sem Mýri í Bárðardal. Þetta Heima er bezt 273

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.