Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 21
og smátt varð Rauður rólegri. Hann titraði minna og fór að nasa ofan í mosaþúfumar. Ég stóð enn hjá hon- um, lagði annan handlegginn yfir herðakambinn og strauk honum um brjóstið og bógana, og þá fór hann að hreyfa fæturna, mjög varlega, og fetaði sig af stað á leið heim að bænum. Hann fór ákaflega hægt og rið- aði í hverju spori. Hann stanzaði oft og nasaði ofan í gróðurlausar mosaþúfurnar, en á því var lítið að græða. / Ferðin gekk ákaflega hægt, en alltaf þokaðist í átt- ina. En nú sá fólkið heima, að eitthvað myndi vera að, og komu bræður mínir, sem heima voru, hlaupandi á móti mér. Þeir voru alveg undrandi að sjá hestinn svona útlítandi, en ég sagði þeim, hvað skeð hafði. Einn þeirra hljóp heim eftir töðutuggu og vatni í fötu. Þegar Rauð- ur hafði gripið í töðuna og drukkið úr fötunni, var eins og í hann færðist nýtt líf. Gangurinn varð hrað- ari og öruggari, og eftir litla stund var hann kominn inn í hlýtt hesthús og stóð nú við troðfullan stallinn af grænu, ilmandi valllendisheyi með vatnsfötuna við hlið sér.------ Rauður hresstist undra fljótt, en aldrei held ég að fjör hans og skap hafi orðið aftur líkt og áður var. Hann hafði aldrei verið viðbrigðinn eða fælinn, sem svo er nefnt, en nú brá svo við, að hann varð mjög varasamur, — viðbrigðinn og fælinn. Vitanlega var hest- urinn allur marinn og bólginn eftir leguna í móunum, en allt batnaði þetta, nema mar á annarri síðunni, rétt aftan við herðakambinn. Þar hafði verið undir klaka- hnjótur og allstór blettur marinn og dauður. — Um vorið datt þama upp úr allstórt stykki og opið sárið stóð eftir. Það skinnaði fljótt, en aldrei holdfylltist það alveg. Seinna var þarna hvít skella. Rauður varð ekki gamall hestur og aldrei var lagður á hann reiðingur, eins og stundum var gert með gamla reiðhesta. Hann var felldur í fullu fjöri innan við tví- tugt. Hann náði aldrei aftur sinni léttu lund og varð keppinn og stífur í samreið, en ekki fjörléttur eins og fyrr. Hinar löngu nætur, afvelta, skorðaður í skorn- ingi milli klakaþúfna höfðu sett mark sitt á hestinn. Hann hafði misst gleði sína. Þessir frásöguþættir um þau ævintýr, sem oft ger- ast í sambandi við smalastörfin, verða ekki lengri að sinni. Starf smalans og smalastúlkunnar er erfitt enn, eins og það hefur ætíð verið, en þó hefur aðstaða smal- ans verið verri um aldamótin síðustu en hún er nú, og ber þar margt til. Enn gerast þó ævintýr við smala- störfin, og enn fagnar smalinn og gleðst, ef hann er svo lánsamur að geta bjargað skepnu úr lífshættu, en hryggist yfir óbætanlegum óhöppum. Og margur mað- urinn hefur lagt sig í lífsháska, við að bjarga lífi þeirra, sem kallaðar eru skynlausar skepnur. Lífið er dásamlegt og öll góð ungmenni vilja vinna í þjónustu lífsins, hvort sem þau eru í strjálbýlinu á smalaþúfunni eða í fjölmenninu á götum borganna. — Ekki er að efa það, að ævintýraheimur unglinga er margbreytilegri við smalastörf í strjálbýlinu en við leik og störf í þéttbýlinu. — Við smalastörf í sveit- inni reynir líka meira á sjálfstæða hugsun, skapandi gáfur, þor og þrek og hugkvæmni, heldur en í þétt- býlinu. Úr mörgu vandamáli verður unglingurinn í sveitinni að ráða fram úr, án þess að geta leitað ráða annarra. Smalastörfin eru því ungmennunum góður skóli. Og að lokum þetta: Ungmenni! Drengir og stúlkur, konur og menn, sem þessa þætti lesa. Eigið þið ekki í fórum ykkar margar slíkar minningar? Skrifið upp sannar minningar ykkar frá smalastörfum og fleiru og sendið mér. Ég mun svo birta smátt og smátt í þætti æskunnar í Heima er bezt það, sem ég tel til þess hæft. Að lokum vil ég taka það fram, að allt, sem ég hef sagt í þessum þáttum frá mínum smalaárum eru sönn atvik, en ekki skáldskapur. Stefán Jónsson. ®**^®^*'}-®'^*«$-®->-*>>-©'i'*'>-©->-*'í-©'»-*»>-©'>-*«>-®'>-**©-MtW-« * é | Ljóðaþáttur ! | EIÐAMANNA | Fyrir nokkru var ég staddur austur á Eiðum. Fékk ég þá að líta yfir gömul skólablöð, er gefin höfðu ver- ið út handrituð allt frá árunum 1920 til 1962. — Ég birti hér ofurlítið sýnishorn af Ijóðagerð Eiðamanna frá þessum árum, en í næsta blaði mun birtast í þessum þætti ágrip af sögu þessarar merku stofnunar Austur- lands og ofurlítið sýnishorn af ritsmíðum Eiðamanna frá liðnum árum. En á þessu árabili hafa dvalizt í skól- anum margir nemendur, sem síðar hafa orðið lands- þekktir fyrir ritstörf, skáldskap og önnur störf í þágu ættjarðarinnar. Hér birtist þá fyrst ofurlítið sýnishorn ljóðagerðar frá árinu 1926. Er þá fyrst lítið ljóð frá því ári sem nefnist: DALURINN MINN. Alltaf vaknar ástarþrá, er ég heilsa dalnum mínum. Fagur himinn, fjöllin blá, fannir, skriður, björgin há, hvar sem dvel ég hér í frá hugur skrifar mjúkum línum. — Alltaf vaknar ástarþrá, er ég heilsa dalnum mínum. Höfundur nefnir sig Dalbúa. Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.