Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 6
Ólafur Sveinsson, Guðrún Auðunsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir, Ólafur Auðunsson og Guðrun Ólafsdóttir. an yl skilnings, örvunar og viðurkenningar. Sú saga hef- ur oft gerzt á Islandi og gerist enn. I gegn um þá marg- endurteknu sögu liggur lífsþráður íslenzkrar tungu til þessa dags og uppspretta íslenzkrar listar. Og án þessa hvors tveggja værum við ekki þjóð og lífsþróttur okk- ar sem þjóðar ekki virtur af stórum eða smáum. Svo mikla hluti er barizt um, hvar sem skapandi menningar- Úr Nauthúsagili. viðleitni birtist, einnig þeirra, sem sá fræi sínu á ber- angri og hlúa því í andsvala. Eg tek stundum þulur Guðrúnar Auðunsdóttur og les þær á sama hátt og ég hlusta á sönglist. Les þær til þess að láta sýnimar, sem hún sér, verða mér lifandi fyrir augum, skynja með hennar innileik og nærgætni það líf, sem hún er að lýsa, láta þýðan klið þessara lát- lausu hendinga síast inn í hugann eins og suð í lind eða lækjamið: Blánar yfir breiðu sundi, bráðum kemur vor, Iifnar grein í lundi, lítil fuglaspor marka mjúkan svörðinn. Þetta stef er valið af handahófi af því einu að það kemur í hugann. En litlu fuglasporin á mjúkum sverði bera þó vott þeirri glöggu athygli, sem lýsir sér hvar- vetna í þulum Guðrúnar. Og svo legg ég kverið frá mér og segi: Hví yrkir hún ekki meira, úr því að hún getur gert það svo vel? En skáld ber að meta eftir því, sem það hefur gert og gert bezt. Og þakka. Og Guðrún Auðunsdóttir á þakk- ir skilið fyrir þulurnar sínar og ljóðin. Hún hefur líka verið dugandi húsfreyja og góður félagsþegn í sveit sinni og skipað þar rúm sitt með sóma. Fyrir það á hún einnig sltilið virðingu og þökk, eins og svo margar aðr- ar, sem við blessum fyrir þeirra kyrrláta starf. En Guðrún Auðunsdóttir á líka augu, sem sjá út fyrir rúmhelgi og önn, og hæfileika til þess að tjá það, sem hún sér. Ég tilfæri hér nokkrar hendingar úr þul- unni, „Gekk ég út í grænan skóg“: Ótal margt fyrir augun bar, sem ekki bjóða mannheimar. Hálfa leið mig hugurinn bar, ég hlakkaði til að dvelja þar. Þar hlógu strengir hörpunnar í höndum sveina mætra. — Blindar eru óskir Evudætra. Liðu dagar, liðu ár, lokaður er nú salur hár. Ég vona í djúpri alvöru, að hann sé ekki lokaður, því að salurinn, sem Guðrún sá þarna, er Bragasalur, þar sem ljóðin og fegurðin verða til. Og þó að satt kunni að vera, að blindar séu óskir Evudætra, þá heftu: henn- ar ósk aldrei verið skyggnari, en þegar hún hlakkaði til að dvelja þar. Holti, 17. júlí 1962. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.