Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR A smalaþufunni (Niðurlag.) FLEKKÓTTA LAMBIÐ í HELLISGJÓTUNNI. Eldborgarhraun í Kolbeinsstaðahreppi er allvíðlent. Liggja að þessu hrauni lönd nokkurra bæja. Mikill hluti hraunsins er í iandi Snorrastaða og þar á meðal að mestu hinn fagri eldgígur Eldborg. Eldborgarhraun er af tvenns konar gerð. Mikill hluti þess er helluhraun. Er það víða vaxið fögrum birkiskógi. í helluhraunum myndast ætíð margir hraunhellar og víða er holt undir í hrauninu, þótt engin hellisopsjáist. Ef hellisþakið fell- ur niður, myndist þar gjár eða gjótur, sem geta verið hættulegar sauðfé, einkum í fyrstu snjóum. Hefur oft komið fyrir að kindur hafi fallið í þessar gjótur og soltið þar til bana. Er það hörmulegur dauðdagi. Helluhraunið í Eldborgarhrauni nær alveg heim und- ii tún á Snorrastöðum. Eru þarna í hrauninu víða ynd- islegar lautir og hvammar með töðubrekkum og lyngi vöxnum lautum, en á milli eru hraunrimar eða hellu- ranar og er yfirleitt holt undir þessar hellu-breiður. Seint í nóvember haustið, sem ég var 12 ára, var ég á gangi í kringum féð á hæðum norðvestan við bæinn. Búið var að smala fénu heim-undir og átti að fara að hýsa það. Dálítið snjóföl var á, en lítið dró í skafla. — Eg gekk þarna eftir hellurana, sem var eins og þak á löngum helli. Þá heyrðist mér eins og daufur ómur af lambsjarmi undir fótum mér. Þegar ég fór að svipast betur um, sá ég dálitla opna gjá eða gjótu, þar sem hellisþakið hafði fallið niður. Á botni gjótunnar sá ég greinilega spor eftir lamb í snjófölinu. Eg leit niður í gjótu-opið og teygði höfuðið inn undir hellisþakið. Sá ég þá að lágur og mjór hellir teygði sig frá hellisopinu langt inn undir hraunið, og enn heyrðist mér eitthvert þrusk þarna langt inni í hellistotunni. Ég gekk nú eftir hellisrananum, þar sem ég taldi að hellirinn lægi undir og stappaði harkalega niður fótunum. Þá heyrði ég greinilega, að eitthvað var þarna kvikt undir. Þetta hlaut að vera lamb, sem fallið hafði í gjótuna, þar sem hellis- þakið hafði hrunið niður, og skriðið svo inn í hellinn, eins langt og það komst, inn eftir þessum þrönga hellis- rana. Nú hljóp ég heim og sagði tíðindin og annar eldri bróðir minn, sá sem bjargaði ánni úr Steinsholtsdýinu þremur missirum fyrr, kom með mér út í hraunið. — Hann komst strax að sömu niðurstöðu og ég, að lamb hefði fallið í gjótuna og þrengt sér svo eins langt og það komst inn í þessi þröngu hellisgöng. Við höfðum ekkert vasaljós eða eldspýtur, og hvergi barst skíma niður í hellinn, nema um hellisopið, en frá því lá, eins og fyrr segir, langur gangur inn undir hraunið. Bróðir minn fór úr jakkanum, renndi sér niður um opið og skreið inn undir hraunið. Göngin voru svo þröng og lág, að hraun-nibbumar í hellisþakinu rifu skyrtuna, sem hann var í. Hann reyndi að þoka sér á maganum inn undir hraunið og nú kallaði hann til mín og sagðist sjá glóra í augun á lambinu lengra inni í göngunum, en nú var orðið svo þröngt um hann, að hann vissi ekki hvort hann gæti þokað sér lengra. Að lokum tókst honum þó að seilast í höfuð lambsins og mmí wubK B / / l^tíSKÍ js n i pm m M, i.v / ap I fi *♦'V** BBBi f* fijv ■ /-// ||> > * ifBfS JJ 1

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.