Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 9
Sigurður Pétursson, skipstjóri, og Einar Hjaltason, formaður. Myndin tekin á höfninni i Vik um 1930. eitt sinn er hann var í togaraferð, drukknuðu af hon- um tveir menn. Austanstormur var á, og togarinn á ferð. Þrír menn voru niðri í bátnum og héldu í taug frá honum, en skipshöfn bátsins var annars ásamt Ein- ari uppi á þilfari togarans. En er að var gáð, voru tveir mannanna hrokknir útbyrðis og týndir. Var þá ferð þessari lokið og haldið í land. Vigfús Brandsson í Reynishjáleigu sagði mér, að þá er hann kom til sláttar um morguninn, hafi Einar kom- ið ríðandi austan yfir Reynisfjall og farið mikinn. Var förinni heitið að Reynishólum, en þaðan var annar hinna drukknuðu. Sagt er, að þá er Einar tilkynnti lát Einars Jónssonar foreldrum hans, hafi hann verið drukkinn og mælt á þessa lund: „Sjálfur er ég lcominn, en Einar skildi ég eftir í sjón- um.“ Einar Hjaltason var vínhneigður og hafði drukkið illa framan af ævi. En er stúka var stofnuð í Vík, gerð- ist hann templari af lífi og sál. Eins og áður er getið, var Einar formaður við vöru- uppskipun í Vik. Brydes-verzlun átti skip í förum, sem „Isafold“ nefndist. Alun Einar hafa notið sín vel við þau störf að skipa upp og út vörum, því að hann var hugmaður mikill, að hverju sem hann geltk. En starf þetta var þá nýstárlegt þarna í Mýrdalnum. Þá komu strandferðaskip stundum á Víkina, svo sem þeim bar er fært var. Einar hafði það fyrir fasta venju að fara um borð í þessi skip og halda sig þar uppi, á meðan bátur hans var fermdur. Mun honum hafa þótt það mikið í muna að tala þar við heldri menn, eftir því er til féllst. Eitt sinn var það, er Einar var að fara upp í danskt skip, að skipstjóri, Jacobsen að nafni, vildi aftra honum uppgöngu. Einar lét sig það engu skipta og snaraðist yfir borðstokkinn. Skipstjórinn var risi mikill vexti og ætlaði nú að keyra Einar aftur frá borði. En Einar var þess víst allófús. Lagði nú skipstjóri hendur á Einar þarna í öllum sjóklæðum. Einar þrífur þá skipstjóra hryggspennutökum og varpar honum niður á þilfarið. Jacobsen rís upp aftur, en Einar stendur gunnreifur og sigurvænlegur gegn honum. Eigi lagði skipstjóri aftur í Einar, en er þeir höfðu um hríð mælt hvor ann- an augum, rétti Einar Hjaltason fram höndina, og tók skipstjóri þá í hana, og voru þeir þar með sáttir.* * Jacobsen var skipstjóri á strandferðaskipinu „Hólum“ um fjölda ára. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.