Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 2
Sumarleyn
útivist
Ein hinna mörgu nýjunga í þjóðlífi voru eru sumar-
leyfin og sumarferðalögin. Ekki þurfum vér að hverfa
marga áratugi aftur í tímann, til þess að finna að þetta
voru þá óþekkt fyrirbæri meðal þjóðarinnar, nema ef
til vill hjá einstöku efnamönnum. Allir, sem vettlingi
gátu valdið, hlutu að vinna slitalaust allt sumarið, sem
var og er hábjargræðistími þjóðarinnar. Og ekki mun
örgrannt um, að sumir þeir, er muna gamla tímann, líti
þessi nútímaviðbrögð hálfgerðu hornauga. En ekki tjáir
að sakast um þetta. Breyttir þjóðfélagshættir og aukin
velmegun hefur gert sumarleyfin og ferðalögin að
staðreynd, og mér liggur við að segja þjóðfélagslega
nauðsyn. Það er bein afleiðing þess, að vér höfum
breyzt úr sveitaþjóðfélagi í borgaþjóð. Og borgarbú-
anum, sem dvelst við innistörf allt árið, er nauðsyn að
njóta útivistar og náttúru landsins nokkra sumardaga.
En vér sjáum, að sumarferðalögin hafa tekið tvær ólík-
ar stefnur, inn á við og úti á við, ef svo mætti kalla það.
Stöðugt fjölgar þeim, sem fara erlendis í sumarleyf-
um sínum. Það þykir nú naumast meira að fara til
Spánar eða Ítalíu, eða jafnvel til Austurlanda en að
bregða sér bæjarleið í gamla daga. Daglega flytja út-
varp og blöð fjölda auglýsinga um ferðir til útlanda,
og þar býður auðvitað hver sem betur getur, ódýrustu
og skemmtilegustu ferðirnar, og heil skemmtiferðaskip
eru tekin á leigu auk hinna föstu ferða flugvéla og far-
skipa.
Ekki er ég svo fróður að vita hve mörgum tugmilljón-
um þjóðin eyðir í þessi ferðalög, eða eru það ef til vill
hundruð milljóna? Eitt er víst, að hér er um mikla
gjaldeyriseyðslu að ræða, sem vér verðum að afla oss
með sölu á framleiðslu vorri. Og þótt engum sé láandi
að hann kýs heldur að eyða sumarleyfi sínu í sólskini
suður við Miðjarðarhaf, en í súld og regni norður við
íshaf, er þetta samt alvörumál, og athugunarvert, hvort
ekki sé unnt að draga eitthvað úr slíkum ferðalögum,
og beina sumarferðunum meira inn á við um vort eigið
land. Slíkt verður að vísu ekki gert með bönnum og
boðurn, heldur nteð því einu að laða ferðafólkið út urn
landið og skapa því þar einhver þægindi og fyrirgreiðslu
meiri en verið hefur.
Enginn neitar því, að ntargar eru furður lands vors,
og náttúra þess gædd meiri töfrum en flestra landa
annarra. Og svo vel vill til, að sömu staðirnir geta sí-
felldlega sýnt oss eitthvað nýtt, hversu oft sem vér
heimsækjum þá, ef vér aðeins höfum augu og eyru
opin og gefum oss tóm til að líta í kringum oss. En
erum ekki haldin því eirðarleysi, sem knýr manninn til
að þjóta frá hverjum staðnum til annars með síaukn-
um hraða, eins og margt virðist allt of oft bera vitni
urn. Og er það ekki einmitt þessi hraði, sem lokkar
menn mest í Iangferðirnar úti í lönd.
En margt er oss erfitt hér heima fyrir. Ekki ráðum
vér við duttlunga veðurfarsins, en því miður spilla
þeir alltof oft sumarferðum manna hér innanlands.
En hvað er unnt að gera til að skapa meiri fjölbreytni
og létta undir með sumarferðalögin. Kunnugt er að
margir leita öræfanna, og mundu enn fleiri gera það,
ef þar væri létt undir. Ferðafélag íslands og Akureyrar
hafa byggt nokkur sæluhús við fjölfarnar leiðir en þau
eru enn of fá. Ymis sveitarfélög hafa á síðustu árum
reist ágæta leitarmannaskála, sem komið gætu að góðu
haldi. Öllum slíkum skálum þyrfti að fjölga, einkum
við gönguleiðir, svo að gangandi rnenn gætu lagt leiðir
sínar um öræfin án þess að bera með sér annað en nauð-
synlegt nesti, ef treysta mætti á búnað skálanna. Einnig
þyrfti í byggðum að gera gangandi mönnum og akandi
léttara fyrir með að fá ódýra gististaði með svefnpoka-
plássum og nauðsynlegasta útbúnaði til matseldar. Þetta
mundi örva ferðamannastrauminn nokkuð.
Eitt vinsælasta sumarsport margra manna er lax- og
silungsveiði, en þar eru margir þröskuldar á vegi. Leiga
eftir laxveiðiárnar er svo há, að einungis fáir geta leyft
sér að fá þar veiðidaga, og þá einungis fáa á hverju
sumri. Og aðstæðurnar til slíkra hluta versna raunveru-
lega með hverju árinu sem líður.
Ekki er nema ein leið til að bæta úr þessu. Fjöldi
vatna er bæði í byggðum og óbyggðum tií lítilla nytja,
þótt nokkur veiði sé í þeim. Hið opinbera, ríki og
bæjar- og sveitarfélög eiga að taka öll slík vötn og
raunar enn fleiri í sína umsjá. Síðan á að rækta þau,
svo að flest þeirra verði nýtileg veiðivötn, verði þau
þá gerð eins konar almenningar, þar sem hver og einn
258 Heima er bezt