Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 6
Friðrik Jónsson.
Jón, faðir Friðriks, var son ívars hreppstjóra á Vaði
í Skriðdal Jónssonar og konu hans Onnu Guðmunds-
dóttur, voru þau kunn merkishjón, en Ivar mikið karl-
menni. Hélt sínum hlut við hvern, sem átti, þótti ötull
í málum sveitar sinnar.
Herborg, rnóðir Friðriks, var dóttir Eyjólfs í Litla-
Sandfelli Benediktssonar og konu hans Þuríðar Jóns-
dóttur. Var Herborg bæði vel greind og menntuð kona,
dul, raungóð.
A Víkingsstaða-heimilinu voru oft langdvölum
óskyldir þurfalningar, börn og gamalmenni, sem nutu
alls hins bezta, sem hinir góðu húsbændur áttu að veita.
Alannaferð rnikil um Víkingsstaði og gestanauð. Svo
O O O
bar það til einn vetrardag á fermingarári Friðriks, er
jörð var freðin, að faðir hans féll af baki og var þeg-
ar örendur. Hafði verið að járna ungan fola og ætlað
að taka skeifnasprettinn, en taumurinn slitnaði. Herborg
hélt áfram búskap, en Friðrik fór á skóla eigi að síður.
Vinur og nágranni þeirra, síra Magnús Blöndal í Valla-
nesi, var þess mjög hvetjandi, enda mun honum hafa
þótt Friðrik gáfaður og bókvís, er hann kenndi hon-
um undir fermingu. F'riðrik fór út á Borgarfjörð og
var þar tvo vetur í unglingaskóla Þorsteins M. Jóns-
sonar. Haustið 1915 hélt hann til Reykjavíkur og las
þann vetur undir gagnfræðapróf, en um sumarmál varð
hann altekinn af augnveiki og hlaut að snúa heim við
svo búið. Og bar nú tvennt til í einu. Bærinn á Vík-
ingsstöðum brann og misstu þau þar mæðginin allt sitt
innbú, að sjálfsögðu óvátryggt á þeim tíma. Var nú
útséð um frekari skólagöngu. En þessum áföllum tók
hinn ungi námsmaður með því áræði að byggja upp á
leigujörð móður sinnar og nema síðan með löngum
starfsdegi bóndans bókvit og mannvit. Seint á haust-
inu 1917 tók ung og glæsileg stúlka við húsmóður-
sætinu á Víkingsstöðum. Þau höfðu kynnzt syðra Frið-
rik og Björg J. Hansen frá Sauðárkróki. Hún var ljóð-
ræn og falleg eins og hennar fólk í Skagafirði. En elsk-
an er hvikul eins og morgunský. Llnga konan á Vík-
ingsstöðum var öll, þegar aprílsnjóinn tók upp 1924.
En Friðrik bjó áfram í umhverfi sorgarinnar með sinni
góðu móður — og átti ungan son, að sönnu niikið
mannsefni.
Tveimur árum síðar tók hann örlögríka ákvörðun.
O
Og kveðjum við þar með honum Víkingsstaði og
Velli.
Við höldum upp túnið á Þorvaldsstöðum. Þar hafa
þau búið í rúm 40 ár sæmdarhjónin Sigríður Ijósmóðir
Benediktsdóttir á Þorvaldsstöðum Eyjólfssonar í Litla-
Sandfelli Benediktssonar, og Friðrik Jónsson oddviti.
Þau höfðu komið hingað með honum 1926 móðir hans
og litli drengurinn. Hvorugt varð lengi, Herborg dó
vorið 1929, en Jón Karl F'riðriksson á afrnæli sínu,
sumardaginn fyrsta 1932.
Friðriki og Sigríði varð auðið tveggja dætra. Mar-
grét er fædd undir árslok 1927, ljósmóðir í Reykjavík,
gift Sigurþór Sigurðssyni. Jóna Vilborg haustið 1932,
og ber hún nafn Vilborgar ömmu sinnar á Þorvalds-
stöðum. Fer vel á, því að eins og amma hennar býr Vil-
borg Friðriksdóttir rausnarbúi á Þorvaldsstöðum; hún
og maður hennar, Kjartan Runólfsson frá Litla-Sand-
felli, eiga hálfa jörðina og búa með börnum sínum á
efri hæðinni í hinu reisulega íveruhúsi. Þeir reistu það
saman Friðrik og Kjartan 1955 fram á gamla bæjar-
hlaðinu. Aður hafði Friðrik byggt við bæinn og endur-
nýjað hann, svo að hann var raunar ágæt íbúð.
Hér verður ekki fjölyrt um framkvæmdir Friðriks í
búnaði. Hann hefur jafnan haft gott bú og arðsamt og
átt góða hesta, sem kornu honum vel á margri ferð til
fundahalda og í þágu hinna ýmsu félagsmála. Og þá
ekki sízt Sigríði, sem átt hefur langar ferðir upp og
ofan með óreiðum ám á leið til sængurkonu. Hinn mikli
aðstöðumunur fyrri og nýrri tíma niinnir hér á, að
fyrir atbeina oddvitans á Þorvaldsstöðum kom sveita-
262 Heima. er bezt