Heima er bezt - 01.08.1967, Síða 7

Heima er bezt - 01.08.1967, Síða 7
Nýleg mynd frá Þorvaldsstöðum. Gamli bcerinn stendur enn. Nýja húsið fram a hlaðinu. — Ljósmynd: Vilberg Guðnason. sími í Skriðdal fyrr en víðast annars staðar og fyrir dugnað hans og gott samstarf við 1. þingmann Sunn- Mýlinga hringvegur um dalinn og brýr á árnar. Eins skal getið hér, sem lýsir Friðriki betur en löng upptalning á afrekum hans í búnaðar- og félagsmálum, en fyrir þau störf hvor tveggju var hann sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu fyrir nokkrum árum. Því miður er þetta sérkenni hans frernur fátítt — og því frekar, sem hann hefur búið lengur og stærra en algengt er: Ha?m hefur aldrei gleymt að fá heyjanna. Þeir eru ekki marg- ir, sem búið hafa í fimrn áratugi óslitið og aldrei skort hey, en fyrnt milli vetra í hvaða veður, sem gekk á vori. En tíminn svo upptekinn, að sezt var kúgaþreytt- ur við kvöldskriftir til að ljúka hinum ýmsu reiknings- gerðum og skilagreinum í þágu sveitar eða stéttar. Það er ekki aðeins forsjálni hyggindamannsins, sem hér býr að baki, en hugmyndakerfi ábyrgðartilfinningar hins þroskaða gáfumanns. Hinum fíngerða skólapilti hefur verið þungur dóm- ur, að þurfa að hverfa frá langskólanámi og auðunnum embættisframa. En hann var bráður til þroska og skynj- aði frá upphafi fullkomið líf, en ekki aðeins veg til lífsframfæris, í erfiði bóndans. Þess vegna stendur hann nú sjötugur á Þorvaldsstaða hlaði betur búinn andleg- um þroska og með ríkulegri fjársjóð til ellinnar, en nokkru sinni gat hlotnazt honum undir lífshætti æsku- draumanna. í nafninu Fljótsdalshérað felst bæði hið víðáttumikla, fjölbreytta land og mannlífið, margþætt, sem þar er lifað. Bundið sérkennum hverrar sveitar, heimilisandan- um á hverjum bæ. Heild alls þessa, hinna tíu hreppa, sýsluhlutanna beggja, rekstri félagssamtaka og þjónustu, á svipmót sitt undir því hverjir falla þar til starfa. Djarfar áætlanir hafa íklæðzt raun og veru og verkin talað rnáli fagurra hugsjóna og borið vitni mikils höfð- ingsskapar. Friðrik á Þorvaldsstöðum hefur svarað áleitinni menningarsamvinnu Héraðsbúa fyrir Skriðdæli. Þeir hafa orðið forystusveit í menningu af því að þeir hafa átt þennan forystumann. Hlutur þeirra góður í hinu mikla átaki, sem Héraðsheimilið Valaskjálf er, og hvergi legið eftir í erfiðari verkefnum eins og Barnaskólanum á Hallormsstað, einnig sameign margra sveita. En þetta eru gjafir hugsjónamannanna, sem valizt hafa í trún- aðarstöður í sveit sinni og félagi, til framtíðarinnar á Fljótsdalshéraði. Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.