Heima er bezt - 01.08.1967, Síða 16
Séð yfir Ásbyrgi. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.)
við náttúru landsins. Lögmál náttúrunnar eru óhaggan-
D DD
leg. Hver sem brýtur þau, hvort heldur einstaklingur
eða heil þjóð, hlýtur að gjalda þá skuld fyrr eða síðar.
Ekki vitum vér gjörla hversu viðhorf forfeðra vorra
hefur verið til náttúrunnar eða landsins, en nokkurri
furðu gegnir, hversu lítið áhrifa náttúrunnar gætir í
hinum fjöiþættu og margslungnu fornbókmenntum
vorum. Höfundar þeirra, sein voru furðu glöggskyggn-
ir á mannlega sál og örlög, sýnast hafa gefið því lítinn
gaum, hvernig náttúran og umhverfið orkaði á mann-
lífið. Hamfarir náttúrunnar tóku þeir sem hvert annað
böl, er guðirnir legðu á þá. Samt megum vér ekki
glevma því, að forn örnefni sýna undramikinn skilning
á sérkennum landsins.
Eins og vænta mátti í harðbýlu landi, þar sem ill ör-
iög kreistu smám saman máttinn úr þjóðinni, gáfu menn
iegurð náttúrunnar og undrum lítinn gaum, er fram
iiðu stundir. Öll orka og elja beindist að því einu að
draga fram lífið, og til jress varð að neyta allra þeirra
gjafa og gæða sem landið hafði að bjóða, hvort sem það
var í samræmi við lög náttúrunnar eða ekki. Tækjalaus
og fátæk þjóð hlaut að stunda rányrkju. Hrjóstur lands-
ins, sem ekkert gáfu af sér, en torvelduðu iífsbaráttuna,
272 Heima er bezt
urðu ijót í augum þeirra, sem sífellt áttu í höggi við
hungurvofuna, sem beið þeirra á næsta leiti. Og oft var
nærri því höggvið, að náttúra landsins yrði þjóðinni of-
jarl. Þegar svo er háttað verður þess ekki vænzt, að
menn sjái fegurð í brunahraunum eða hamravirkjum.
Stórfengleiki eldgosanna varð tákn eyðileggingarinnar,
jökulhvel og ísalög ógnun við tilveru þjóðarinnar. Haf-
ísarnir voru „hundrað þúsund kumla kirkjugarður“ og
annað ekki. Ljóst kemur þetta viðhorf fram hjá Eggert
Óiafssyni, sem var manna lærðastur og náttúrufróðastur
sinnar samtíðar. Honum þykir ekki annað landslag fag-
urt, en „þar sem smjör drýpur af hverju strái“.
Athyglisvert er hinsvegar, að jafnskjótt og þjóðin
tekur að réttast úr kútnum, breytast viðhorf hennar til
náttúru landsins. Öræfin verða ekki lengur ógnvaldur,
þar sem þjóðtrúin lét tröll og hverskyns illar vættir eiga
bólstaði. Heldur taka menn að skynja tign þeirra og
fegurð, jafnótt og svift er af þeim dularhjúpi vanþekk-
ingarinnar. Og nú er svo komið, að skynja má, að sam-
band fólksins við náttúru landsins og furður þess verð-
ur innilegra, eftir því sem vér þekkjum það betur og
kunnum betri tök á samskiptunum við það.
„En betur má ef duga skal“ liggur mér við að segja.