Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 24
fjallveginum gerði vonda skafla og langar þiljur, svo að
örðugt var að finna veg, þótt auður væri með köflum.
Grímur réð því að láta reiðingshestana fara lausa á und-
an. Ef til vill mundi einhver þeirra finna rétta leið. Og
þetta reyndist svo. Það var Faxi, sem tók forystuna.
Otrauður lagði hann í hvern skafl, brauzt á undan og
hitti alltaf nákvæmlega á auða vegarkaflann. Lestin kom
öll á eftir tiltölulega greiða leið.
Grímur kom með Faxa hingað heim, hrifinn af klárn-
um og hrifinn af sjálfum sér að hafa valið hann og séð,
hvað í honum bjó.
Faxi sýndi ekki aðeins dugnað sinn og skerpu, heldur
og mikil hyggindi. A fyrri árum hans voru ennþá not-
aðar taugar við sleða og girðingur yfir hnakk til drátt-
ar. Faxi átti ekki fælni til, en honum féll illa að fá sleða
á hæla sér. Niður hjarnfannir hugði hann vel að sleðan-
um og stillti svo til, að hann rann fram með honum en
aldrei á hæla hans. Honum varð ljóst, að léttara var að
draga á fönnum eða klaka en á auðu. Þegar „höft“ voru
á venjulegri leið, beygði hann sjálfur af til að þræða
fannir, ef augljóst var, að komast mætti hjá höftum. Ef
hliðarhalli var á fönnum, hafði hann auga á sleðanum og
gætti þess að fara svo ofarlega, að sleðinn ekki slingraði
á autt.
Faxi var aðaldráttarhesturinn hér á heimilinu nær tvo
áratugi. En aðdrættir uxu, og með honum var fenginn
annar hestur, mikill grár hestur, fríður og duglegur, en
hafði þann slæma galla að vera dálítið fælinn, svo hon-
um var aldrei að treysta. Eg fór oft með þá báða í sleða-
ferðir. Á ísum voru þá sleðarnir og hestarnir bundnir
saman hlið við hlið, en í snjó og troðnum slóðum var
taumur Grána bundinn aftan í sleða Faxa, og lét Faxi
Grána aldrei raska rólyndi sínu eða svipta sér til.
Ein kaupstaðarferð með þá báða mun mér aldrei úr
minni líða. Ég lagði af stað með báða klárana. Með mér
var nágxanni minn, sem við nefnum Villa. Leiðinni hef-
ur þegar verið lýst í frásögninni af Gamla-Jarpi.
Þegar kom að árísunum, var komin asahláka með
hvössum vindi af suð-vestri. Það þiðnaði ört af ísnum.
Hlákustormurinn þeytti leysingarvatninu um gljáfægð
svellin í þunnri bylgju. Hér var svo hált, sem mest
mátti verða. Nú voru að vísu komin aktygi á hestana
og kjálkar við sleðana. Samt var ekki álitlegt að sitja á
sleða og stjórna hestunum með aktaumunum, viðnámið
ekkert á ísnum fyrir sleðana. Vindurinn gat svipt þeim
á hlið og fram með hestunum, svo að ekki yrði við neitt
ráðið. Villi var aðeins með einn hest og sleða. Okkur
sýndist tryggast að taka gamla ráðið frá dögum tauga-
sleðanna, að setjast á klárana. Ég batt báða sleðana sam-
an, hvorn aftan í annan, og setti Faxa fyrir, settist á balc
Grána og teymdi Faxa við hlið mér. Við vissum ísana
trausta, en mundum þó eftir Pollaálnum. Ekki voru
nokkur tök á að reyna ísinn, um að gera að fara nógu
langt frá landi. En það tókst þó ekki. Áður en varði
brast ísinn, báðir hestarnir lentu niður í vatnið og á
sund. Vatnið var jafnhátt ísnum og bullaði upp á hann.
Nú var gott, að fæturnir voru ekki fastir í ístöðum.
Mér tókst að henda mér upp á skörina og hafa föst
handtök á taumum beggja hestanna. En þrátt fyrir það
voru mér allar bjargir bannaðar, viðspyrnulausum á
glerhálli skörinni við opna vökina með straumþunga,
sem var tilbúinn að bera mig og hestana undir íshelluna.
En félagi minn gat stöðvað sinn hest, traustan og ró-
lyndan. Hann var skjótráður, náði í mikinn og traustan
broddstaf af sleða sínum og laust reipi. Hann losaði fyrst
sleðana frá Faxa og kom síðan til mín. Við bundum sitt
reiptaglið í hvorn hesttaum, studdum okkur báðir við
stafinn og færðum okkur upp á traustari ís, öruggir um
að halda höfðum hestanna upp úr vatninu. Ekki var
ólíldegt að til okkar sæist af þrem bæjum, sem voru
skammt frá, og okkur yrði komið til hjálpar. Það varð
að bíða og sjá hvað setti. En nú gerðist nokkuð óvænt.
Við sáum Faxa rísa upp að framan. Hann hafði kennt
grunns með afturfótunum, náð viðspyrnu og mildu
stökki upp á skörina og kom á vetfangi til okkar. Gráni
ætlaði að gera slíkt hið sama. En stökk hans var linara,
hann reri á barminum, hneig síðan aftur á bak, og
straumurinn tók búk hans og bar hann flatan undir ís-
inn, en hausnum gátum við haldið á lofti. Nú var fanga-
ráðið að binda reipi úr taumi Grána í aktygi Faxa og
láta hann draga hann flatan upp á ísinn. Þetta tókst.
Hestarnir voru settir aftur fyrir og ferðinni haldið
áfram, unz komið var í kaupstaðinn. En þetta var örðug
ferð. Hlákan var svo mikil, að örísa mátti heita í grennd
við kaupstaðinn. Við fengum kerrur lánaðar og settum
hestana fyrir og fluttum sleðana og nokkuð af varningi
meira en hálfa leið heim, þangað sem aftur tóku við ís-
grottar. Komið var heim með lítil æki eftir erfiða og
söguríka för.
BRÚNN
Faxi var allur nálægt lokum fyrri heimsstyrjaldar. Ég
var þá að taka við búi og vantaði dráttarhest. Sigurður
frá Draflastöðum hætti skólastjórn og búskap á Hólum
vorið 1919. Hann hafði fengið annálaðan stóðhest úr
Hornafirði, sem nefndur var Hornafjarðar-Brúnn. Út
af honum átti hann úrvalshestastofn, sem nú skyldi selja.
Ég skrifaði Sigurði og bað hann um valinn hest til
allra nota, en einkum til dráttar. Því lofaði hann. Fleiri
hesta seldi hann hér í sveit. Menn komu með Hólahest-
ana. Ég man enn, þegar hópur þeirra kom í hlaðið. Þetta
voru valdir gripir, flestir brúnir, vel fóðraðir og gljá-
andi á belginn og báru sama svipmót. Nokkrum dögum
áður höfðu farið hér um hestamenn með óhrjálegt stóð,
marglitt, horað og sneplótt.
Sigurður hafði úthlutað mér brúnum fola. Ég er ekki
talinn hafa vit á hestum, en Brúnn tók óðara hug minn
allan. Mér fannst hann bera langt af öllum hestum, sem
ég hafði kynnzt, jafnvel Faxa. Hólamenn sögðu hann
líkjast föður sínum, Hornafjarðar-Brún, mest allra hans
niðja. Hann var allra hesta hæstur á herðakamb og vöxt-
280 Heima er bezt