Heima er bezt - 01.08.1967, Síða 29
Loðmundarfjöröur —
Hjálmardalsnei
í Landnámu er þannig sagt frá landnámi í Loðmund-
arfirði:
„Loðmundur hinn gamli hét maður, en annar Bjólf-
ur, fóstbróðir hans. Þeir fóru til íslands af Vors af
Þulunesi. Loðmundur var rammaukinn mjög og fjöl-
kunnugur. Hann skaut fyrir borð öndvegissúlum sín-
um í hafi, og kvaðst þar byggja skyldi, sem þær ræki
á iand. En þeir fóstbræður tóku Austfjörðu, og nam
Loðmundur Loðmundarfjörð og bjó þar einn vetur.
Þá frá* hann til öndvegissúlna sinna fyrir sunnan
iand. Eftir það bar hann á skip öll sín föng. — En er
segl vor dregið, lagðist hann niður og bað engan vera
svo djarfan, að hann nefndi sig. En, er hann hafði
skamma stund legið, varð gnvr mikill. Þá sáu menn,
að skriða mikil hljóp á bæ þann, er Loðmundur hafði
búið á.
Eftir það settist Loðmundur upp og tók svo til orða:
„Það er álag mitt, að það skip skal aldrei heilt af hafi
koma, er hér siglir út.“
Síðan segir frá því, að Loðmundur siglir skipi sínu
suður með Austfjörðum, allt suður fyrir Hornafjörð
og vestur með allt vestur undir Hjörleifshöfða og lenti
þar nokkru vestar. — Hann nam þar land, sem súlurnar
höfðu konrið, á milli Hafursár og Fúlalækjar. Þar heitir
# Frá = frétti.
éi - Sólheimar
nú Jökulsá á Sólheimasandi. Hann bjó í Loðmundar-
hvammi og kallaði þar Sólheima.
Þegar ekið er austur yfir Jökulsá á Sólheimasandi
og austur sandinn, þá blasa Sólheimabæirnir við sýn á
vinstri hönd. Er þar bæjarstæði fagurt.
Landnámssaga Loðmundar gamla í Loðmundarfirði
er alveg sérstæð í Landnámu. Hann er talinn nerna þar
iand, en er þar aðeins einn vetur. Ekki er talað urn,
hvað hann nefndi bæ sinn, en þegar hann hefur ferð-
búizt og seglbúið bát sinn, þá leggst hann fyrir og
bannar öllum að yrða á sig, og féll þá skriða á bæinn,
senr hann var að yfirgefa, og jafnframt bað hann firð-
inum óbæna.
Ekki veit ég til að í neinum ritum sé það skráð,
hvernig byggð myndaðist síðar í Loðmundarfirði, og
ekki man ég eftir að Loðmundarfjarðar sé getið í ís-
lendingasögum eða Sturlungu. — En mannsnafnið Loð-
mundur kemur síðar fyrir á Suðurlandi og eru það
iíklegast afkomendur Loðmundar í Sólheimum, sem
það nafn bera.
Loðmundarfjörður er, eins og allir vita, lítill fjörður
norðan við Seyðisfjörð og gengur inn úr Seyðisfjarðar-
djúpi. Er fjörðurinn fremur grunnur og hafnlaus. Ekki
er fjörðurinn heldur fiskisæll. Þegar Páll Ólafsson, skáld
X Ihj-Óf ^nmm mm