Heima er bezt - 01.08.1967, Side 30
Stakkahlíð. — Ljósmynd: Páll Jónsson.
og alþingismaður bjó að Nesi í Loðmundarfirði virð-
ist hann stundum hafa átt í deilum við samsveitunga
sína og ekki vandað þeim kveðjurnar í Ijóðum sínum.
— Landfræg er þessi vísa Páls:
„Það er ekki þorsk að fá
í þessum firði.
Þurru landi eru þeir á
og einskis virði.“
En þótt þröngt sé í Loðmundarfirði og snjóþungt á
vetrum, þá eru þar landkostir góðir, og stórfengleg
sumarfegurð og gróðursæld.
Um það leytið, sem byggð var fjölmennust í Loð-
mundarfirði voru þar tíu jarðir í byggð og tvíbýli á
sumum jörðunum. En þegar ég kom þar í fyrsta skipti
í febrúarmánuði 1943 voru þar 5 eða 6 jarðir byggðar
og 58 manns, sem áttu þar lögheimili, þótt sumt af því
fólki dveldi þá við atvinnu annars staðar. Á þessu ári,
24 árum síðar, eru aðeins tvær jarðir í byggð og heim-
ilisfastir þar 8—10 manns. Er Loðmundarfjörður því nú
fámennasta sveit landsins, sem talin er í byggð.
Þegar ég hafði námsstjórn á Austurlandi voru tak-
mörk svæðisins frá Mýrdalssandi austur og norður í
kring að Raufarhöfn. Það er löng og að sumu leyti
erfið strandlengja, að ferðast um. Fyrsta veturinn fór
ég í Öll skólahverfi á þessu svæði og kauptún og kaup-
staði, nema Mjóafjörð og Loðmundarfjörð, en næsta
vetur fór ég í báða þessa staði, þótt erfitt væri að kom-
ast þangað.
Um mánaðamótin janúar og febrúar árið 1943 var ég
staddur á Seyðisfirði, og hafði þá ákveðið að fara í
Loðmundarfjörð, ef færi gæfist. Akvað ég að sammæl-
ast pósti, sem fara átti gangandi frá Seyðisfirði að
Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Var farardagur ákveð-
inn 3. febrúar. — Þessar póstferðir voru farnar tvisvar
í mánuði. Pósturinn var ungur og röskur piltur frá
Dvergasteini við Seyðisfjörð.
Að morgni þessa dags, er við skyldum leggja upp í
ferðina, var veður kyrrt og bjart og frostlítið. I Seyðis-
firði var ekki snjóþungt, en fannalög mikil á fjöllum
og heiðum.
Leiðin, sem við áttum fyrir höndum frá Seyðisfirði
að Stakkahlíð er líklega um 12—15 km, en hún liggur
um Hjálmardalsheiði, sem er 600—700 metra yfir sjáv-
armál og þverbratt upp á brúnina hjá Dvergasteini.
Pilturinn bar póstinn í poka á öxlinni og var bagg-
inn bæði í bak og fyrir. Þyngri og fyrirferðameiri
pakkinn á bak, en sá léttari og minni í fyrir. Ég var
með hnakktösku, sem ég bar í ól um öxlina.
Við lögðum upp um kl. 10 að morgni, og var svo
ráð fyrir gert, að Stefán bóndi í Stakkahlíð kæmi á
móti okkur miðja vegu á heiðina, tæki þar við mér og
póstpokanum, en fylgdarmaður minn frá Dvergasteini
sneri þá aftur, sömu leið og við komum.
Við gengum létt fyrst út með firðinum, meðan snjó-
létt var og hlíðarbrekkan lítið eitt á fótinn. En þetta
brcyttist fljótt. Færið þyngdist og brattlendið tók við.
— Nú er þess að minnast að heiðarbrúnin mun vera
um 600 metra há, og er hækka tók reyndist þar nokk-
urt harðfenni. Strax og tók að þyngjast fyrir fæti, bauð
pilturinn mér að taka við minni tösku og brá hann
henni yfir öxl sér á ólinni og lagði hana þannig ofan
á póstpokann.
286 Heima er bezt