Heima er bezt - 01.03.1970, Page 2
Ekki velclur,
sá er varar
Fyrir nokkru kvaddi hópur ungs fólks sér hljóðs í
útvarpinu, til þess að vara þjóðina, og þá sérstaklega
jafnaldra sína við notkun fíknilvfja, og var þá sérstak-
lega rœtt um hash og inarijuana. Ekki verður um það
dæmt hér, hvort hættan er þegar svo mikil, sem þetta
unga fólk sagði, eða ef til vill enn nieiri en það vissi til.
Vér höfum enn sem komið er flotið sofandi að feigðar-
ósi í þessu efni, og erum fyrst nú að vakna. Vér höfum
vissulega stungið höfðinu í sandinn og hvorki þótzt sjá
né hcyra, enda þótt utanað komandi fregnir hefðu vel
getað ýtt við oss. Og alvarlegast er þó, að þær raddir
hafa heyrzt í fjölmiðlunartækjum vorum, að hér sé í
rauninni einungis um meinlausa hluti að ræða. En þess
megum vér vera fullvís, að flest þau félagsleg vanda-
mál, sem aðrar skyldar þjóðir eiga við að etja, verða
einnig vandamál vor fyrr en varir. Ef til vill fá þau að
einhverju leyti aðra mynd, en vandamál eru þau engu
að síður. í því efni er neyzla eitur- og fíknilyfja engin
undantekning, síður en svo. Fámennið og strjálbýlið
ásamt fjarlægðinni frá öðrum löndum er oss ekki lengur
nokkur vörn. í þéttbýli voru eru að skapast flest vanda-
mál erlends þéttbýlis, og það raunar miklu meir en vér
gætum búizt við, ef vér berum saman fólksfjölda í bæj-
um hér og annars staðar.
Fíknilyf þau, sem hið unga fólk ræddi um, eru af
ýmsum talin meðal hinna meinlausari lyfja af því tagi,
og því er ekki barizt gegn þeim að jafnmikilli einbeitni
og þeim lyfjum, sem skaðlegri eru talin líkamlegri heilsu
manna. En um eitt eiga öll þessi efni sammerkt, og
það er að neyzla þeirra er flótti frá lífinu og þeirri
ábvrgð, sem það leggur manninum á herðar. Kemur þar
að einu mesta vandamáli samtíðar vorrar. Ólga sú og
órói, sem hvarvetna gætir, og ekki sízt meðal æskufólks
víða um lönd, á að verulegu leyti rætur að rekja til þess,
að menn þora ekki að leggja til atlögu við þau raun-
verulegu verkefni, sem fyrir hendi eru, en leita athafna-
þrá sinni útrásar í niðurrifi og stjórnleysi undir því
kjörorði að láta allar fornar dyggðir lönd og leið, af
því að þær séu í raun réttri ódyggðir, án þess þó að
þessir sömu bendi á nokkuð, sem komið geti í þeirra
stað. Hinn flokkurinn er svo sá, sem beinlínis gefst upp,
gerist hálfgerður flökkulýður og eiturlyfjaneytendur,
og ef til vill fær ekkert safnað fólki saman í flokk þeirra
jafn örugglega og einmitt fíknilyfin. Þessar atgerðir
þeirra eru uppreisn gegn þjóðfélaginu, sem þeir þykjast
vera þreyttir á, og ef til vill til að slæva þann ótta, sem
þeir telja sig bera í brjósti. Látum svo vera, ef til vill
mætti segja, að aðgerðaleysið og sefjun fíknilyfjanna
skapi ekki umrót eða skemmdarverk í samfélaginu. En
einu gleymir þetta fólk þó, og það er, að það lifir ekki á
loftinu einu saman, og sefjunarlyf þeirra detta ekki til
þeirra af himnum ofan. Til þess að þeir fái lifað sínu
óvirka lífi verða þeir þó að fá það, sem til þess þarf frá
því samfélagi, sem þeir hata og vilja brjóta niður. Án
vinnu verður ekkert fengið, því fleiri meðlimir hvers
samfélags, sem leggjast í ómennsku, því örðugra verður
því samfélagi að vera til, þannig bana hinir óvirku með-
limir þess bæði sjálfum sér og því með atferli sínu, á
sama hátt og sníkjuveran eyðir veitanda sínum og um
leið sjálfri sér. í þessu liggur ef til vill mesta hætta
fíknilyfjanna fólgin. Þau gera neytendurna óvirka,
kærulausa um allt og alla, þeir verða þannig eins konar
dauðir limir á þjóðarlíkamanum, og stefna þannig með
atferli sínu að andlegum og líkamlegum þjóðardauða,
En því miður verður vart fleiri sefjunaratgerða í sam-
félagi voru, sem stefna í sömu átt, þótt ef til vill séu
þær seinvirkari en eiturlyfin.
Eg gat í upphafi um varnarhreyfingu unga fólksins
gegn þessum ófögnuði. Fáum tíðindum hefi ég fagnað
meira nú í seinni tíð. Ekki er það þó eingöngu vegna
þess verkefnis, sem þessi hópur hefir valið sér, enda
þótt þörfin sé brýn, heldur miklu fremur af því, að í
samtökum þessum má sjá tákn þess, að til eru öfl, sem
vilja sporna gegn ógæfunni, og hafa þor til að koma
fram á vígvöllinn og taka upp stríðshanzkann. Þegar
þannig er farið af stað á einum vettvangi, getum vér
gert oss vonir um, að upp verði risið víðar til viðnáms
eða sóknar. Á alltof mörgum sviðum þjóðlífs vors fara
hlutir aflaga, vér sjáum niðurrifs- og óþurftaröfl vaða
uppi og setja svip sinn á umhverfið, þótt þar sé oft um
sáralítinn minni hluta að ræða, en meiri hlutinn þegir
og hefst ekki að fyrr en um seinan. Lítinn vafa tel ég
á, að neytendur fíknilyfja séu enn örlítill minni hluti
meðal þjóðarinnar yngri sem eldri. En meðan enginn rís
upp, grefur meinsemdin um sig og vex, og sama má
segja um hvaða þjóðarmeinsemd sem er. Því ber að
78 Heima er bezt