Heima er bezt - 01.03.1970, Page 4

Heima er bezt - 01.03.1970, Page 4
KARL KRISTJÁNSSON: vonanna ve ídi” i. inn' 10. ágúst 1969 hélt Garðræktarfélag Reyk- hverfinga árlegan aðalfund sinn á heimili fram- kvæmdastjóra síns, Atla Baldvinssonar, að Hveravöllum í Reykjahreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Á fundinum flutti Atli Baldvinsson skýrslu um starfsemi félagsins s.l. ár, ásamt greinargerð reikn- inga ársins. Þetta var þrítugasta ársskýrsla hans og reikn- ingsskil sem framkvæmdastjóra félagsins, því hann tók við því starfi á árinu 1938. Þrjátu ár ntega teljast alllangur tími miðað við starfs- ævi manns. Og þetta árabil síðan 1938 hefir viðskiptalíf landsins bylt sér á ýmsar hliðar og reynt á taugar þeirra, er með fyrirtæki fjármála og framleiðslu hafa farið. En Atli Baldvinsson er alltaf samur við sig: yfirlætislaus en traustur, ráðsvinnur og gætinn. Hlýtur þakkir við hver árslok fyrir giftusamlega forstöðu. Hann hefir í illu sem góðu árferði verið maður hinnar áfallalausu, sígandi lukku, sem máltækið segir líka bezta. II. Atli Baldvinsson er fæddur á Húsavík 31. október 1905. Foreldrar hans voru Baldvin Friðlaugsson búfræð- ingur og kona hans, Sigríður Stefánsdóttir. Baldvin var fæddur 25. okt. 1877 að Hafralæk í Aðal- dal. Sonur hjónanna Friðlaugs Stefánssonar og Sigur- íbúðarhlisið á Hveravöllum. Yztihver gýs. Stundum er vatns- súlan 25 metra há. Steinunn Ólafsdóttir 19 ára. laugar Jósefsdóttur, sem þar bjuggu. Friðlaugur var son- ur Jóns Jónssonar, bónda á Hafralæk og konu hans, Hólmfríðar Indriðadóttur. Sigurlaug, kona Friðlaugs, móðir Baldvins, var dóttir Jósefs Þórarinssonar bónda á Kálfborgará í Bárðardal og konu hans, Helgu Sæmundsdóttur, systur Ásmundar bónda á Hvarfi í Bárðardal, síðar á Flögu í Þistilfirði, föður Valdimars ritstjóra í Reykjavík. Sigríður, kona Baldvins, móðir Atla, var fædd 5. maí 1876, að bænum Skarði í Grýtubakkahreppi. Foreldr- ar hennar voru: Stefán Guðmundsson bónda á Nolli í Grýtubakkahreppi Stefánssonar og kona hans, Jónína Jónasdóttir, bónda að Krossi í Ljósavatnshreppi Bjarna- sonar bónda í Fellsseli í sömu sveit Jónssonar. 80 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.