Heima er bezt - 01.03.1970, Síða 6

Heima er bezt - 01.03.1970, Síða 6
hverina fyrr en 1918. Þá var byggður þar lítill torfbær, sem framkvæmdastjórinn flutti í með fjölskyldu sína. Arið 1920 var jarðeign Garðræktarfélags Reykhverf- inga gerð að lögbýli og hlaut það heitið Hveravellir. Arið 1924 var svo reist íbúðarhús úr steini á Hvera- völlum. Var það hitað með hveragufu, sem í það var leidd frá hvernum Strokki. Mun sú húsahitunaraðferð hafa verið alger nýjung þá, a. m. k. norðanlands. — Árin 1938 og 1948 var svo enn aukið við íbúðarhúsnæði á vegum félagsins. Á foreldraheimili Atla var ekki ríkidæmi, en þar logaði fölskvalaus hugsjónaeldur á arni. Handaverk húsfreyjunnar prýddu stofur. Bóka- og blaðakostur jafnan fyrir hendi — og vel fylgzt með menningar- straumum samtíðarinnar. Ræktun lýðs og lands ástund- uð í orði og verki. Atli gekk að störfum með föður sínum á landi garð- ræktarfélagsins strax og hann fékk aldur og þrek til. Starfsemi félagsins var á þeim árum nálega eingöngu bundin við kartöflurækt og grasrækt og því mjög háð veðurfari. Skilyrði ekki talin góð til kartöfluræktar, þegar frá er skilinn jarðhitinn. „Jarðvegur þungur og leirborinn, frosthætta mikil, en illgresi og sjúkdómar áleitið í hlýjum görðum, er til lengdar Iætur,“ segir í bókinni „Byggðir og bú“, er Búnaðarsamband S.-Þing- eyinga gaf út 1963. Maria Sœmundsdóttir. Ólafur Daviðsson, Hvitárvöllum. Atli fékk, samkv. framansögðu, á uppvaxtarárum sín- um reynslu af ýmsum vonbrigðum við ræktunarstörfin og kynntist ungur mörgu, sem gæta þarf til þess að vel farnist. Sú reynsla á vafalaust sinn þátt í því, hve far- sællega honum hefir gengið að halda félaginu í heil- brigðu þróunarjafnvægi. Nú er gróðurhúsarækt aðal- viðfano;sefnið. I Reykjahverfi starfaði ágætt ungmennafélag, sem Atli tók mikinn þátt í. Það hélt uppi íþróttastarfsemi, skemmtanalífi málfundastarfsemi, ritun félagsblaðs, ann- álsritun fyrir byggðina o. s. frv. Samfélagsdyggðir og þjóðhollusta voru grundvallarkennisetningar félagsskap- arins. Atli fór einn vetur til náms í unglingaskóla, sem Arn- ór Sigurjónsson hélt að Breiðumýri í Reykjadal. Sá skóli getur talizt undanfari Laugaskóla. Seinna gekk Atli í búnaðarskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan 1928. Árið 1930 stundaði hann nám í Statens Hagebruks- skole á Stöp í Noregi. Kom því næst heirn og tók til starfa með föður sínum á ný. Hinn þjóðholli og átthagatryggi maður flutti heim þekkingu þá og kunnáttu, sem hann hafði aflað sér. IV. Árið 1931, 29. október, kvæntist Atli Baldvinsson Steinunni Ólafsdóttur. Hún er fædd 27. sept. 1904, dótt- 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.