Heima er bezt - 01.03.1970, Side 10

Heima er bezt - 01.03.1970, Side 10
um fremstir í lestinni, var okkur það ráðgáta, hvernig það væri jiangað komið. Brátt kom hið sanna í ljós. Aður en við lögðum af stað með lestina hafði einn hest- urinn farið á undan, án þess að eftir því væri tekið vegna hríðardimmunnar. Ólafur fékk sér vel í nefið, og hvarf á ný út í sortann. Við snerum okkur undan vindinum og biðum í nær hálítíma, þar til hesturinn fannst. Aftur var lagt af stað. Framundan okkur lá nú 30 mílna löng leið um öldótt eyðiland, sem var fullkomið völundarhús af vötnum og flóum. Vötnin voru kögruð af hávöxnu, læpulegu grasi, en þykkar, grænleitar ís- skarir með öllum löndum. Flóarnir voru rótlaust for- æði, þar sem á skiptust aurbleyta og eggjagrjót. Það var hreinasta furða, að nokkur hestur skyldi komast þar yfir með heila fætur. Stundum heyrðum við hinn ójarðneska svanasöng eða væl í himbrima gegnum dimm- viðrið og gerði það þetta lífvana umhverfi enn örnur- legra. Svo var dimmt af hríð og þoku, að árangurslaust var að reyna að leita að hinum strjálu vörðum, sem þama áttu að vera til leiðbeiningar. Undir kvöldið fórum við yfir á, sem rann milli hárra snjóveggja, sem fylltu annars gilið eða farveginn, sem að henni lá. Líktust þeir helzt klettagljúfri í formi, og reyndist okkur erfitt að komast upp á bakkann. Skömmu síðar fórum við framhjá tveim- ur vötnum, og lá annað þeirra mörgum fetum hærra en hitt. Ur hærra vatninu rann lækur í tjörn, sem var 6—7 fet að þvermáli, en þaðan lá neðanjarðarafrennsli niður í lægra vatnið. Að minnsta kosti var ekkert sýni- legt afrennsli úr tjörninni. Það var orðið mjög fram- orðið, þegar við fengum þau gleðitíðindi, að heiðin væri á enda, og harla fegnir héldum við nú niður í Núpsdal. Tveir til þrír síðustu klukkutímarnir höfðu verið harla erfiðir. Áburðarhestarnir lágu hvað eftir annað á kviði í flóunum og festust, svo að ekki var annars kostur en að taka af þeim klyfjarnar, ef þeir áttu að geta brotizt af sjálfsdáðum upp úr foræðinu. En ekki var þrautum okkar lokið, þótt heiðina þryti. Hestarnir fundu það brátt á sér, er halla tók undan fæti, og þeir fundu það áreiðanlega á sér, að nú nálg- uðust þeir haglendi, og þetta gaf þeim nýjan þrótt og fjör. Þeir ruddust áfram eftir hinni mjóu og sleipu götu, sem lá meðfram ánni, af ótrúlegu fjöri. Öðru hverju lá leiðin um klettanef og brött börð, sem lágu fram að ánni. Á einum stað, þar sem örmjó gata lá framan í slíku klettanefi, gerðist það að tveir eða þrír hestar tróðust samtímis í hana, og einn þeirra valt fram af. Vesalings skepnan náði fótfestu með fram- fótunum og reyndi að ná sér upp í götuna, en allar til- raunir hans reyndust árangurslausar. Kraftar hans þrutu og hann steyptist aftur á bak ofan í ána. Okkur til skelfingar sáum við hann ásamt með tjaldi okkar og sængurbúnaði fara í kaf. Til allrar hamingju var vatnið svo djúpt, að það dró úr fallinu. Annars hefði þetta orð- ið hestinum að bana, því að fallhæðin var um 20 fet. En það ótrúlega skeði, klárinn kom undir sig fótum og brölti upp á grynningu. Ólafur fór á eftir honum, bjarg- aði klyfjunum og stóð síðan í 20 mínútur í hnédjúpu vatni við að búa upp á hann að nýju. Eg hefði nú hald- ið, að þægilegra hefði verið að athafna sig við þetta á þurru landi, ekki sízt, þar sem sífellt dreif yfir norð- austan hríðar- og slydduél, og var þó komið fram í júní. En Ólafur lét ekkert slíkt á sig fá. Meðan þetta gerðist þutu hinir hestarnir áfram, og fylgdi Bjarni þeim fast eftir. Við sáum því lítið til þeirra fyrr en við náð- um fyrsta bænum, sem hét eitthvað, sem okkur heyrðist líkjast mest Phará. (Hér mun hafa verið um bæinn Þverá að ræða). Bóndinn kom til móts við okkur, og Ólafur og leiðsögumaðurinn báðu hann kurteislega að leyfa okkur að tjalda þar yfir nóttina. En því neitaði hann eftir að hafa haldið okkur uppi á snakki í stundar- fjórðung og spurt allra mögulegra frétta. Ólafur sagði okkur, að hann hefði neitað um tjaldstaðinn af ótta við þann átroðning, sem hestarnir kynnu að gera í landi hans. Þetta var í eina skiptið, sem ég mætti ógestrisni á íslandi. Við kölluðum Þverárbóndann okkar í milli þrjót og héldum áfram í hríðarveðri og náðum að Efra- Núpi kl. 1 um nóttina, og stigum þar af baki, þreyttir og stirðir eftir 12 stunda ferð. Efri-Núpur er kirkjustaður en ekki prestsetur, svo að venjulegur bóndi situr staðinn. Hann kom fljótt út til okkar og hleypti okkur inn í kirkjuna. Gestgjafi okkar var mjög lipur og alúðlegur. Hann hitaði handa okkur kaffi, sem var hreinasta nautn fyrir okkur að drekka, svanga og kalda, sem ekkert höfðum fengið ofan í okkur síðan kl. 7 um morguninn, nema eina kex- köku. Bóndinn tók einnig fram handa okkur dýnur og ábreiður, sem hann geymdi á kirkjuloftinu, sem er hið venjulega geymslurúm á íslenzkum kirkjustöðum. íslenzkar kirkjur eru mjög óbrotnar að gerð og út- liti og hver annarri líkar. Hinsvegar er þeim mjög mis- jafnlega við haldið og hirtar, svo þess vegna verður munur þeirra nokkur. Oftast eru kirkjurnar langar og lágar og líkjast hlöðum. Stafnar eru úr timbri og þær þiljaðar innan, en hliðarnar þykkir torfyeggir, sem ná upp undir þakbrúnina. Þakið er úr torfi. Enginn gluggi er á hliðunum, en sinn glugginn hvorum megin við dyrnar, og aðrir tveir gluggar eru á austurstafninum, báðum megin við altarið. í nálægt þrem fjórðu hlutum af lengd kirkjunnar eru mjóir bekkir, sem snúa að altar- inu, en mjög er óþægilegt að sitja í þeim, vegna þess hve bökin eru há. Kórinn er svo fjórði hluti kirkjunnar. Hann er skilinn frá framkirkjunni með trégrindum. Altarið er við austurgaflinn milli glugganna, og um- hverfis það eru gráturnar. Rúmið innan þeirra er 5—6 fet. Venjulega eru pílárarnir í þeim blámálaðir. Mjór trébekkur er með veggjum í kórnum, þar eiga karlmenn safnaðarins sæti, en konur í framkirkjunni. Stór skírnar- skál úr málmi hangir á kórþilinu. Á altarinu standa tveir stjakar með kertum í, á þeim er kveikt við guðs- þjónustuna, og yfir altarinu er illa gerð mynd, annað- hvort af krossfestingunni eða upprisunni. Altarið sjálft er eins konar skápur, þar sem messuklæðin eru geymd 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.