Heima er bezt - 01.03.1970, Side 12
en þar sem við vorum þreyttir og sængur prestsins
mjúkar gleymdum við brátt erfiðleikum okkar.
Næsta dag héldum við áfram út með firðinum. Storm-
urinn og haglélin héldust óbreytt og töfðu ferð okkar.
Fyrstu tvær eða þrjár klukkustundirnar sá ég ekkert
frá mér að kalla. Ég hnipraði mig saman innan í yfir-
höfn mína og reyndi að skýla andlitinu eins vel og ég
gat. Ég batt upp beizlistauminn á hestinum, og eftir
að hafa sett upp þrenna íslenzka belgvettlinga lét ég
hann ráða ferðinni. Það eina, sem ég gerði mér ljóst
var, að við höfðum storminn alltaf í fangið. Um fjögur
leytið skánaði veðrið, þokuna reif frá, svo að við sáum
í ströndina hinum megin fjarðarins. Hún var klettótt
og brött fjöll risu upp frá henni. Við náðum brátt
mynni Hrútafjarðar, og þar sem þokunni létti sáum við
nú yfir í Bálkastaðanes, sem er endinn á hálsinum austan
megin fjarðarins. Við höfðum nú sjálfan Húnaflóa á
hægri hönd, en það er mikill flói, sem margir firðir
skerast inn úr. Grængolandi íshafsbylgjurnar komu æð-
andi á móti okkur og brotnuðu við ströndina í trylltum
leik.
Þegar við nálguðumst Guðlaugsvík varð strandlengj-
an vogskornari en áður og um leið með meiri tilbreyt-
ingum. Nokkrar þunnar hamrabríkur, 30—40 feta háar,
stóðu þar upp úr sjónum. Þær voru mjög furðulegar
tilsýndar, þar sem öldurnar brotnuðu á þeim og þeytt-
ust upp í froðukúfa. Það litla, sem við sáum á þessum
síðasta hluta dagleiðarinnar vakti forvitni oltkar eftir
meiru, en þokan og dimmviðrið huldi aftur alla útsýn.
Þegar til Guðlaugsvíkur kom vakti það fögnuð okkar
og undrun er við vorum ávarpaðir á móðurmáli okkar.
Hinn ágæti bóndi* þar heilsaði okkur með orðunum
„Welcome Master“, og bauð okkur þegar í bæinn, sem
var hreinlegur og að mestu leyti laus við hinn íslenzka
bæjaþef. Hann bauð okkur beztu stofuna til íbúðar, og
tókum við því með þökkum og fögnuði.
Gestgjafi okkar var miðaldra maður, og miklu snyrti-
legri utan um sig en íslendingar almennt eru. Hann
sagði okkur síðar, að hann hefði unnið sem timburmeist-
ari í dönskum skipasmíðastöðvum, og í sambandi við
störf sín þar hefði hann oft farið til Svíþjóðar, Þýzka-
lands og Englands. Ferðalög hans til annarra landa, sem
lengra voru komin áleiðis en ísland, höfðu opnað augu
hans fyrir því, hve íslenzk húsakynni og mataræði stæði
þeim að baki. Meðan við dvöldum undir þaki hans var
hann sífellt að afsaka móttökurnar, fullkomlega að þarf-
lausu, að okkar dómi. Þegar hann vísaði okkur í ágæt
rúm sagði hann: „Ensk rúm eru góð en þessi ekki.“ Og
við miðdegisverðinn: „Þetta er ekki gott, en annað er
ekki til.“ Hann var mjög greindur maður og ræðinn
að sama skapi, og benti okkur á alla beztu áfangastað-
ina á væntanlegri leið okkar. En hann var engu að síður
sannfærður um að ferð okkar væri vonlaust fyrirtæki.
Honum var kunnugt um hafísinn og ófærðina á Stein-
grímsfjarðarheiði. Um Drangajökul sagði hann afdrátt-
* Tómas Jónsson, timburmaður, b. í Guðlaugsvík 18ó2—’69.
arlaust: „Fráleitt, enginn maður kemst upp á hájökul-
inn, jökullinn nær niður undir sjó. Þar er mjög kalt.
Alveg fráleitt.“
Höfuðskepnurnar héldu sínum tryllta leik áfram án
afláts allt laugardagskvöldið og sunnudaginn. Stormur-
inn næddi gegnum skjólbeztu fötin okkar, svo að það
var næstum eins og við værum naktir. Hitinn var 25 °F.
Yið þökkuðum okkar sæla að hafa fundið svo þægilegan
dvalarstað, og það fór hrollur um okkur við tilhugsun-
ina um, ef við hefðum orðið að liggja í tjaldi á bersvæði
í því veðri.
Gestgjafi okkar sagði okkur margt hræðilegra og
ömurlegra sagna um hinn íslenzka vetur. Hann sagði
okkur frá stórhríðum, fannfergi og ógurlegum snjó-
flóðum, sem sópuðu brott öllu, sem á vegi þeirra varð.
Einnig lýsti hann fyrir okkur norðurljósunum, sem
stundum eru svo björt, að hægt er að lesa á bók í skini
þeirra. Hann var vel efnaður á íslenzkan mælikvarða.
Auk Guðlaugsvíkur átti hann aðra jörð vestur undir
Jökli. Þar dvaldist hann á vetrum við sjóróðra og varð
sjónarvottur þeirra skelfinga, sem hann sagði okkur frá.
Hann sagði okkur að sumir bæir undir Jökli lægju
þannig, að þá fennti algerlega í kaf á vetrum, og grafa
yrði mörg þrep niður í snjóinn, til að komast að bæjar-
dyrunum. Menn settu langar stangir með veifu á endan-
um á húsaburstirnar, til þess að aðkomumenn gætu fund-
ið bæina. Á sama hátt eru einstök peningshús merkt,
því annars yrði ókleift að finna þau í fannferginu. ís-
lendingar fara léttilega yfir fannirnar á skíðum sínum,
finna stengurnar og grafa síðan niður að húsdyrunum
og skepnunum.
Á þessum afskekktu bæjum lifir fólkið mjög fábreyttu
lífi yfir hina löngu vetrarmánuði. Konur prjóna vett-
linga, sokka, peysur og aðrar flíkur úr ullarbandi, en
karlmenn hirða um skepnurnar. Næstum hver maður
er læs o? skrifandi, og nokkrar bækur eru til á flestum
bæjum. Hver bóndi er smiður á járn og tré. Þeir smíða
sjálfir hestajárn eftir þörfum, og smíða og gera við
flesta þá hluti, sem heimilið þarfnast.
Þegar fólkið lifir svo einangrað yfir veturinn er ekki
furða þótt það verði málgefið og skrafdrjúgt um hlut-
ina. Enda virðast samræður vera bezta skemmtun þess.
Gestakoma er í þeirra augum eins og þegar póstvagn-
inn kemur hjá oss. Fólkið á bænum safnast kringum
gestinn, og honum dvelst oft klukkustundum saman,
og þá er spjallað og tekið í nefið án afláts.
Hvar sem við komum endurtók sagan sig. Frá því
við riðum í hlað og þangað til við kvöddum var Ólafur
í hrókasamræðum við einhvern heimamanna, hverja þá
stund, sem hann ekki þurfti að snúast fyrir okkur. Is-
lendingar iðka nær enga leiki sér til gamans. Á stöku stað
sá ég þó dominótafl og spil á örfáum stöðum.
Höfuðvinna fólksins á hverju ári er heyskapurinn,
sem stendur í tvo mánuði, júlí og ágúst. Hver maður,
sem veldur orfi eða hrífu hlýtur að taka þátt í því starfi.
Bezta heyið fæst af túninu umhverfis bæina, en auk
Framhald á bls. 94
88 Heima er bezt