Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 15
Ef Kolbeinn vestur undir Jökli á seytjándu öld hefði boðið Kölska upp á þetta, hverju haldið þið að myrkra- höfðinginn hefði þá svarað? Mundi hann hafa leyft sér þá ósvífni að segja að þetta væri ekki skáldskapur? Von- andi hefði hann kunnað sig betur en svo. En hefði þetta borið við, ekki á seytjándu, heldur tuttugustu öld, eftir að Stephan var búinn að yrkja, þá er ég sannfærður um að með sjálfum sér hefði hann hugsað það sem nú er sagt við óskáldin: Eftir þig gat enginn munað eina línu. Oljóð kunna að vera góð lesning óklígjugjörnum mönn- um, en að muna þau er dauðlegum mönnum um megn. Olafsrímu sína hóf Einar Benediktsson þannig: Veri signuð okkar átt, auðgist hauðrið fríða; beri tignarhvarminn hátt heiða auðnin víða. Vera má að lítils sé um vert að geyma þetta í minni, en það er viðlíka auðvelt að gleyma því eitt sinn lesnu eins og að gleyma upphafi Passíusálmanna. Með öðrum orðum: þú getur ekki hrist það úr minni þér. Hvort- tveggja fylgir þér til grafar. Guðmundur Finnbogason gerði víst lítið að því að yrkja, og sagt var um hann að hann legði sig ekki niður við að yrkja undir ódýrari hætti en sléttuböndum. Ég minnist ekki að ég nokkru sinni heyrði stöku eftir hann nema eina, og vitanlega var það sléttubandavísa — um skurðlist Stefáns Eiríkssonar. Hana hafa allir heyrt og því kunna hana líka allir. Svo að hér þarf ekki að eyða rúmi undir hana. Við sjáum hér að framan hvernig „skáld“ nútímans „yrkir“ um húsfreyjuna — sem væntanlega er hér sam- nefnari kvenþjóðarinnar. Mér eru ekki tiltæk nein hlið- stæð dæmi þess, hvernig gæsalappaðar skáldkonur sam- tíðarinnar orða hugsanir sínar um okkur karlana; safna ekki óljóðum, en hefi ekki yfirnáttúrlega minnisgáfu til þess að geta munað þau. Ur þessu getur líklega marg- ur bætt, því á bókmenntavellinum virðist nú ekki verða þverfótað fyrir óljóðum karla og kvenna. En ég vil minna á það, að fyrir hálfri annarri öld sagðist Rósu þannig: Langt er síðan sá ég hann sannlega fríður var hann, allt sem prýða má einn mann mest af lýðum bar hann. Líklega þykir þetta fátæklegt nú á dögum og vonandi segja konur þetta nú öðruvísi og betur. Omögulega get ég þó varizt gömlu spurningunni hans Jónasar: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Dýrra laga vandinn ver völlu Braga stéttar, sagði Andrés á sínum tíma. Margir á meðal eldri kynslóðar- innar mundu enn standa á því fastar en fótunum að þarna færi hann með rétt mál. En tímarnir breytast og mennirnir með, og ein af kröfum nýja tímans er sú, að forðast í lengstu lög allt erfiði, og kannske umfram allt að nú beri að forðast að reyna nokkuð á hugann. Jafnvel þetta vissi Andrés líka, nú svo löngu horfinn úr tölu lifandi manna. Nýrra daga andinn er öllu haga léttar, bætti hann við. Og þarna kemur sá mikli kostur óljóðanna, að þau krefjast engrar hugsunar. Eða finnið þið kannske hugsun í óljóðinu um húsfreyjuna (þ. e. kvenþjóðina)? Vitaskuld ekki; hana er þar enga að finna. Hana mun sjaldan að finna í óljóðum, og fyrir víst aldrei vel sagða. Þetta sem Stephani þótti ljóður á ráði baglarans, fyr- irrennara óskáldanna, að enginn gat munað eina línu úr fátæklegu hnoði hans — á það nú á dögum að teljast til tjóns? Þeirri spurningu svarar óljóðatízkan að sjálf- sögðu neitandi. En svo munu aðrir, sem gjarna vilja láta orð sín munast, ef svo mætti verða. Hvað á að geyma minningu látins mann (og innan skamms erum ,við öll gengin fyrir ætternisstapann, sem nú erum á lífi) ef ekki það sem samtíðin sagði um hann þegar hann kvaddi? Hver mundi nú muna Steinunni Hallgrímsdótt- ur ef faðir hennar hefði aldrei um hana kveðið? En fyrir erfiljóðin sem hann kvað um hana getur hún ekki gleymzt fyrr en íslenzk tunga deyr. Það sem bezt geymdi minningu skörunganna — þar á meðal norrænna fornkonunga — voru kvæði skáldanna. Mörg þau nöfn, sem til þessa hafa verið á hvers manns vörum, væru nú gersamlega týnd ef ekki hefði verið fyrir kvæðin. Hver mundi kannast við síra Þorstein Helgason ef Jónas hefði ekki ort? Enginn; og fáir við Tómas Sæmundsson. Fáir líka við Odd Hjaltalín ef aldrei hefði verið Bjami Thorarensen. Skyldu óskáldin nokkru sinni varðveita sögunni nokkurt nafn? Kemur vitaskuld ekki til mála, úr því að engin lína eftir þau festist í minni. En við minnumst látinna manna líka í heiðarlegu óbundnu máli. Það er nú á tímum alþjóðleg tízka að blöðin flytji dánarminngar merkra manna við fráfall þeirra, og hvergi ætla ég þenna sið almennari en með okkar þjóð. Og hvergi sýnir sig okkar furðulega fákunn- átta í blaðamennsku naktari en í þessari grein. Þar birt- ist hún í blátt áfram lygilegri mynd. Þessar íslenzku minningargreinar eru þráfaldlega innantómt og stund- um broslegt kjánamas, gjarna í samtalsformi við hinn látna. Það getur farið mætavel í bundnu máli að ávarpa látinn mann, en í óbundnu máli aldrei. Notkun bundna málsins hlítir sínum eigin lögum; t. d. er aldrei þérað í bundnu máli. í þeirri grein (og raunar í öllum grein- um) blaðamennskunnar er beztu fyrirmyndina að finna hjá Bretum, og dánarminningar í hinum beztu blöðum þeirra (t. d. The Times) eru undantekningarlaust alltaf merkilegar, og endurtekningar komast þar aldrei inn. Hjá okkur eru endurtekningunum engin takmörk sett. Hér er ekki unnt að fara langt út í þetta mál, en tekið skal eitt dæmi úr bezta flokknum. Við fráfall Skúla Guðmundssonar á næstliðnu hausti (5. okt. 1969) fluttu blöðin að sjálfsögðu minningargreinar um hann, enda var hann einn af merkustu mönnum sinnar samtíðar. Allar voru þær sómasamlegar. En annað birtist samtím- is, og það var hans eigið yfirlit yfir æfiferilinn og kveðja Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.