Heima er bezt - 01.03.1970, Side 21

Heima er bezt - 01.03.1970, Side 21
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR: SAGA ÚR SJÚKRAHÚSl að er orðið nokkuð kngt síðan mér var sögð þessi saga, haustnótt eina á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Sögukona mín, er ég nefni hér Guðrúnu, þó hún bæri annað nafn í lifanda lífi, er lögzt til hinztu hvíldar við hlið manns síns suður í Fossvogs- garði. Á sumrin eru leiði þessara góðu hjóna prýdd fögrum blómum, og um jólin, þegar garðurinn er eitt ljóshaf, er kross með fimm ljósum á leiði þeirra. Ég var búin að vera í sjúkrahúsinu einar 2 vikur. Konan, sem legið hafði með mér, var útskrifuð þennan dag, um stundarsakir. Fyrir henni var aðeins um frest að ræða. Ung hjúkrunarkona kom inn í stofuna með allt, er til þurfti til undirbúnings undir komu þeirrar næstu, er hér skyldi dvelja um lengri eða skemmri tíma í leit að lækningu eða linun þjáninga. Hún tók rösklega til við að þvo rúm og borð, og setja snjóhvítt lín á sængurföt- in. Allt fórst henni vel úr hendi, enda hefur hjúkrunar- starfið orðið ævistarf. Um eitt skeið var þó annað uppi á teningnum. Teningar velta með ýmsu móti, og ham- ingjuhjólið snýst og snýst, en ekki alltaf eins og óskað er og eðlilegt má telja; við mannanna börn sjáum mjög skammt. Meðan hjúkrunarkonan vann verk sín vel og vand- lega, spjallaði hún við mig. „Þú verður líklega ein þennan sólarhring, það er ekki von á neinni eins og stendur, en það verður ekki langt að bíða að einhver komi til þín. — Láttu þér ekki leið- ast,“ bætti hún við um leið og hún gekk út úr stofunni. Mér leiddist ekki. Einveran, kyrrðin er ljúf þeim, sem henni unna. Snemma nætur vaknaði ég við að vökukona kom inn í stofuna. Hún sagði mér að verið væri að koma með sjúlding. Rúmið var hitað og undirbúin saltvatnsgjöf. Skömmu síðar var komið með sjúkrakörfu. Veika kon- an var að sjá nokkuð við aldur og virtist mjög þjáð. Læknir og hjúkrunarkonur hagræddu henni og töluðu saman í hljóði. í dyrunum sá ég bregða fyrir fullorðn- um manni, sá ég það betur síðar, að hann var myndar- legur og sviphreinn, tvær ungar stúlkur voru með hon- um, önnur þeirra færði sig fljótt að rúminu og bað leyfis að vaka hjá móður sinni. Næstu sólarhringa var háð hörð barátta og mátti lengi ekki á milli sjá, hvort lífskraftur frú Guðrúnar myndi sigra eða ei. Allt var gert er í mannlegu valdi stóð til að lina þjáningar henn- ar og efla mótstöðukraftinn. Lengst af var verið hjá henni, fjölskyldan var mjög samtaka, veika konan var þeim öllum svo kær, það duldist engum. Guðrún, næst yngsta dóttirin, er bar nafn móður sinnar, vakti um nætur og var mest hjá henni. Þær mæðg- ur voru ólíkar í sjón og Guðrún yngri var mjög ólík systrum sínum. — Oftast spurði veika konan eftir Gunnu sinni, það var eins og hún fyndi bezt hvers móðir henn- ar þarfnaðist og hvernig bezt færi um hana. Éitt sinn minntist ég á þetta við ungu stúlkuna, hvað þær mæðgur væru samrýmdar. „Það hefur alltaf verið svona með okkur mömmu, við erum svo líkar.“ „Og þó svo fjarska ólíkar, a. m. k. í sjón,“ varð mér að orði. „Ég er svo lík pabba í andliti.“ Því þurfti ég ekki að svara. Einhver kom inn í stof- una og varð ég fegin, — með þeim feðginum gat ég ekkert svipmót séð. Dagarnir liðu og urðu að vikum. Andvökunæturnar urðu stundum nokkuð langar. Guðrúnu var farið að batna, það var hægur bati að vísu, en góðar vonir voru gefnar og gleðin var mikil hjá manni hennar og börnum. Frú Guðrún var greind kona og fróð um marga hluti, hún var trúkona og bænrækin, þess varð ég fljótt vísari. Við ræddum margt og samræður okkar og kynning varð að vináttu, er entist æ síðan meðan hún lifði. Og svo kom loks að því að ég átti að fá að fara heim. Þetta var síðasta kvöldið okkar Guðrúnar, síðasta nótt- in, er við gistum sömu sjúkrastofuna. Hún bað lækninn að lofa sér heim sama dag og ég færi, en það var talið of snemmt. Þegar kyrrð var komin á fór Guðrún að segja frá, hún var þá þegar búin að tala nokkuð um bernskuárin: Þau hjón voru fædd og alin upp í einni af fegurstu sveitum landsins, foreldrar beggja voru í góðu áliti og efnum. Menntun fengu þau bæði eftir því, er hægt var að veita á þeim tímum. Strax á unglings aldri felldu þau hugi saman, það varð ævilöng hamingja. Eftir giftinguna reistu þau bú á góðri jörð, og bjuggu þar í 10 ár. Á þeim árum eign- Heima er bezt 97

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.