Heima er bezt - 01.03.1970, Side 25

Heima er bezt - 01.03.1970, Side 25
HVAÐ UNGUR NEMUR ÞÁTTUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON NONNl á Pingvöllum 1930 Þegar Stefán Jónsson námsstjóri lézt, hafði hann lokið við að ganga l'rá nokkrum greinum, sem hann hafði sér- staklega samið fyrir unglingaþátt „Heinia er bezt“. Þar á meðal var grein um hinn ástsæla, íslenzka rithöfund Jón Sveinsson — Nonna, sem er birt núna í þættinum. Aldrei hefur tilhlökkun vegna tilvonandi hátíðar ver- ið slík, sem á árunurn fyrir Alþingishátíðina 1930. Um 4—6 undanfarandi ár hafði eftirvæntingin farið sívaxandi. Hver og einn, sem hugsaði sér að sækja vænt- anlega hátíð, bjó sig undir það með ýmsu móti. Flestir reyndu fyrst og fremst að spara, eða leggja fyrir ein- hverja aura sem ferðafé. Aðrir hugsuðu sér að slá út lán, þegar að því kæmi að sækja hátíðina. Allir reyndu að undirbúa sig með sæmileg ferðaföt, og þeir, sem sækja þurftu um langan veg hátíðina og höfðu ekki bílfærar leiðir, reyndu að tryggja sér góða gæðinga í ferðalagið. Allmikill hluti hátíðargesta gátu komizt á Þingvöll með bifreiðum, svo sem úr Reykjavík og nágrenni og af Suðurlandsundirlendinu, en fjöldi fólks, sem hefði getað komizt með bifreiðum, kaus heldur að fara á hestum, til að líkja sem mest eftir þingreið höfðingja og annarra frjálsra manna á Söguöld og síðar, en þá voru allar leiðir á Þingvöll farnar á hesturn, sem kunnugt er. Þingvallanefndin, sem undirbjó hátíðarhaldið, varð því að búa sig undir að geta tekið á móti miklum fjölda hesta og sjá um geymslu þeirra um hátíðardagana. Var því stórt svæði í nágrenni Þingvalla girt vandaðri girð- ingu, og ráðnir margir gæzlumenn við girðinguna. Og svo þurfti að merkja rækilega hvern hest, svo að hver og einn fengi sinn hest að lokinni hátíðinni. Hver hest- ur með tölusettri álplötu og númerin skráð hjá eiganda hestanna. Þessar merkiplötur á ég enn, og tel þær rninja- gripi frá Alþingishátíðinni. Hinn fjölmenni hópur reiðmanna víðsvegar að af landinu til og frá Þingvöllum, var einstæður viðburður þetta sumar, og aldrei framar mun slíkur hópur reið- manna leggja leið sína til Þingvalla, og aldrei áður hefur slíkur hópur reiðmanna sézt á þessum leiðum, nema þá helzt á blómatímum Sögualdarinnar. En minningin frá hópreiðinni á Þingvöll 1930, er mér ógleymanleg. Við, ferðafélagar úr Stykkishólmi, gist- um á Oddsstöðum í Lundareykjadal. Við fórum tíman- lega af stað frá Oddsstöðum, og vorum því fremst í hópi þeirra ferðamanna, sem valið höfðu sér leið yfir Uxahryggi þennan minnisverða dag. Um hádegið vor- urn við komin í efstu daladrög hjá Gilstreymi. Er við vorum þennan dag stödd í efstu brekkunum, varð okk- ur litið niður dalinn. Þeirri sýn, er þar blasti við, mun ég aldrei gleyma. Eins langt og augað eygði var óslitin röð reiðmanna. — Sums staðar var reiðfólkið eins og x smáþyrpingu, en annars staðar fóru hóparnir strjálla;, þessi útsýn niður dalinn er mér ógleymanleg. Síðan var lagt á Uxahryggi, en vegurinn þar var sein- fær og eintómar vegleysur, þótt nú sé kominn þar all- góður bílvegur. Ennþá var reiðmannahópurinn óslitinn. Sumir áðu aðeins í Biskupsbrekku, þar sem Jón biskup Vídalín andaðist í tjaldi sumarið 1720. En þetta átti ekki að verða nein ferðasaga, heldur vildi ég í þessum þætti minnast manns, sem ég var svo heppinn að fá augurn litið á þessari merku Alþingis- Menn, sem ég man hátíð. — En það var hinn heimsfrægi íslendingur Jón Sveinsson, sem tók sér rithöfundarnafnið Nonni, og er hann jafnan nefndur því nafni. — Einhvern veginn hafði það kvisazt fyrir hátíðina að Nonni yrði einn af gestunum á Alþingishátíðinni, en mjög virtist mér það tvísýnt að ég feijgi að sjá hann á Þingvöllum, þar sem Heima er bezt 101

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.