Heima er bezt - 01.03.1970, Side 26
Séra Jón Sveinsson (Nonni).
hátíðargestir munu hafa verið 25—30 þúsund, er flest
var.
Fyrsta dag hátíðarinnar fór fram messa í Almannagjá
undir heiðurn himni. Var predikunarstóllinn reistur upp
við vestri gjárvegginn, en mannfjöldinn raðaði sér á
sléttum gólffleti gjárinnar. En þá skeði það undir mess-
unni, sem öllum mun hafa komið á óvart. Veður var
hlýtt en sólfar dauft, en næstum logn. Er mannfjöldinn
hafði staðið um stund og hlýtt messunni, en mikil þröng
var í endilangri gjánni, og gerðist þá loftið þungt,
mollulegt og kolsýrublandið, þótt messugerðin færi fram
undir opnum himni. Leið þá yfir nokkra, þar sem
þröngin var mest í gjánni, og voru þeir bornir út úr
mannþyrpingunni og röknuðu þá fljótt við.
Allan daginn fylgdist ég með fólksstraumnum, en
aldrei kom ég auga á Jón Sveinsson, eða Nomia, eins og
ég nefndi hann jafnan í huga mínum.
En annan dag hátíðarinnar fór fram Íslandsglíman.
Raðaði mannfjöldinn sér þá í kringum glímupallinn, og
varð þar þröng mikil, því að allir vildu komast sem
næst til að geta séð glímuna betur. Ég reyndi sem aðrir
að ýta mér sem næst pallinum, en allt í einu sé ég við
hlið mér standa aldraðan mann, sem horfði á glímuna
og virtist vera mjög spenntur, og reyndi eins og ég að
ýta sér sem næst. Þessi aldraði maður var þreklega vax-
inn, í meðallagi hár, í dökkum frakka með harðan hatt.
— Er hann leit til hliðar á mig, sá ég að augun voru
geislandi fögur. Samstundis rann upp fyrir mér Ijós.
Þessi fallegi, aldraði maður var vissulega Jón Sveinsson
— Nonni. Ég þekkti hann glöggt af myndum, sem ég
hafði séð af honum. — Nonni, — einn frægasti Islending-
ur og ástsæll af öllum íslenzkum ungmennum stóð þarna
nokkur skref frá mér í mannþrönginni.
Við höfðum smátt og smátt þokazt nær og nær glímu-
pallinum, og gátum nú fullkomlega notið þess að horfa
á glímuna. Mér varð starsýnt á Nonna. Hann var svo
hugfanginn af glímunni, að hann gáði einskis annars.
Oft brá hann snöggt við, er falleg hábrögð voru lögð
á til úrslita. — Hann hafði sýnilega nautn af því að horfa
á glímuna.
Aldrei hefur mig langað eins til að ávarpa ókunnugan
mann eins og þennan aldraða heiðursmann, en ég fann,
að það var ekki kurteist af mér að trufla hann, þar sem
ég sá, að hann hugfanginn af glímunni. — Ég varð því
að láta mér nægja að horfa á þennan fræga og ástsæla
íslending, sem var eftirlæti allra íslenzkra æskumanna,
og ég reyndi að festa svipmót hans sem bezt mér í
minni. Nokkrir kunningjar mínir, og þar á meðal nokkr-
ir unglingar, voru þarna ekki allfjarri, og gat ég komið
vísbendingu til þeirra, hver þessi maður væri, og eftir
það varð fyrst nokkur þröng í kringum Nonna, og
held ég að sumir unglinganna hafi litla athygli veitt
glímunum, eftir að þeir komu auga á Nonna.
Ekki man ég hve lengi kappglíman stóð, en að glím-
unni lokinni missti ég sjónar á Nonna, og sá hann aldrei
aftur á hátíðinni og aldrei framar.
En hver var hann þá, þessi ástsæli Islendingur? Þeirri
spurningu er ef til vill óþarft að svara, en mig langar
þó til, í þessum þætti, að rifja upp nokkra drætti úr
lífssögu hans á bemskuárunum.
Fyrsta bók Nonna, sem þýdd var á íslenzku, hét ein-
mitt Nonni. Hana þýddi Freysteinn Gunnarsson, skóla-
stjóri. Sú bók hlaut ágætar móttökur hjá íslenzkri æsku.
Það þótti enginn maður með mönnum á þeim árum,
sem ekki hafði lesið Nonna. Mér er það minnisstætt, er
ég náði í fyrsta eintakið af þessari bók. Ég fór strax
með bókina í skólann og sýndi hana í fyrsta tíma í elztu
deild skólans, og sagði bömunum eitthvað um höfund-
inn, sem þá var að verða heimsfrægur rithöfundur.
Kennslan fór öll í molum þennan morgun. Það var sam-
þykkt að leggja frá sér allar lærdómsbækur, og svo
byrjaði ég að lesa söguna. Og bókin var heillandi. Það
þurfti ekki að hafa mikið fyrir aga í elztu-deild skólans
þennan morguninn. í stofunni var alger kyrrð og vak-
andi athygli.
Á næstu árum komu Nonnabækumar út hver eftir
aðra, og ætíð var þeim tekið með mikilli gleði.
Bókin Nonni er fyrsta bókin af Nonnabókunum, og
lýsir hún æskuheimili Nonna á Akureyri, og ástæðun-
um að utanför hans, og ferðinni yfir hafið til Kaup-
mannahafnar.
102 Heima er bezt