Heima er bezt - 01.03.1970, Page 30

Heima er bezt - 01.03.1970, Page 30
birtist í Ijóðabók Páls, Ljóðmæli gömul og ný, sem kom út á Akureyri 1923. VAKNA BARN! Vakna barn. — Til verka kveður vorið, sem að alla gleður, vekur, lífgar, svalar, seður, sviftir vetrar hörmum braut, klæðir sveit í sumarskraut. Nú er úti indælt veður, allir fuglar kvaka, yfir tjörnum álftir vængjum blaka. Líttu upp til hárra hlíða, horfðu út á sæinn víða, sjáðu engið, fjallið fríða, fossa, vötn og gróin tún, loftið gyllir geislabrún. Finnst þér ekki flest allt prýða fósturjörðu þína? Sumargull í sólarljósi skína. Gaman er að vaka og vinna, verkin þörf af hendi inna, vel að lýð og landi hlynna, leiða prýði yfir sveit, margan kalinn rækta reit. — Reyndu gæfu-gull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðnir finna yndis-stundir nógar. Ung stúlka úr Strandasýslu biður um ljóðið Ég fer, sem Río-tríóið hefur sungið inn á hljómplötu. Textinn er eftir Helga Pétursson. ÉG FER Ég er ferðbúin og fer í nótt, hljóð þú sefur sætt og rótt, og koss frá mér það verður kveðjan mín. Kvöld er komið og birtan þver, kuldinn næðir og bráðum ég fer, ég finn það strax hve sakna mun ég þín. Eitt blíðasta bros frá þér, brosið það mun ylja mér og gleymast ei þótt leiðin verði löng. Er flugvél flýgur með mig, hver hratt nú fjarlægist ég þig. Ó, ég vil vera kyr. Ó, hve oft ég hef þér hlaupið frá, hve margar aðrar verið mér hjá, ég sé það nú þær skipta ei máli mig. Hvar sem er ég hugsa til þín, hvað sem syng ég, — ég syng til þín, þá heim ég kem þú skalt verða mín. Eitt blíðasta bros frá þér o. s. frv. Komin er nú kveðjustundin, kringlótt tunglið skín á sundin, leggstu niður, lát aftur augu þín. Lát drauma þína um daga þá, daga, sem ég dvel þér hjá, duga þér þar til ég kem á ný. Eitt blíðasta bros frá þér o. s. frv. í september-blaðinu var beðið um ljóðið Æskuást, sem Sigrún Harðardóttir hefur sungið inn á hljómplötu. Lagið er eftir Gunnar Þórðarson en textinn eftir Guð- rúnu Pálsdóttur. Þótt síðbúið sé, birti ég þetta ljóð. ÆSKUÁST Rökkva fer, og ljómi dagsins dvín, draumahöfgi leggst á augun mín. Ein ég sit og hlusta, ég heyri lítið lag, það lag þú söngst í dag. Lag um æskuást og fagurt líf, á unaðstónum þess ég burtu svíf, svíf í aðra veröld, sem visnar alltof fljótt, en varir þessa nótt. Lífið mér leikur er, með þér ég sterk í stríði er, gleðin og sorgin sár, síð og ár, mun gefa gull og tár. Blærinn hvíslar blítt frá þér, ber hann lagið undurþýtt að mér. Ein ég sit og hlusta, ég heyri lítið lag, sem lofar nýjan dag. I janúar-blaðinu taldi ég mig verða við óskum ungrar stúlku norðan úr landi, sem bað um Ijóðið Smalastúlkan. Valdi ég ljóð Jóns Thoroddsen, en hafnaði ljóði Hann- esar Hafstein með sama nafni. Þar varð mér heldur á í messunni, því þessi unga stúlka hefur nú látið mig vita, að það var einmitt Ijóð Hannesar, sem hún átti við. Ég mun að sjálfsögðu birta þetta spaugljóð (sem ég nefndi svo) við tækifæri. Þá langar mig til að biðja lesendur um tvö ljóð, sem mér hefur ekki enn tekizt að ná í. Fyrra Ijóðið mun hafa verið sungið af hinum vinsæla söngvara, Sverri Guðjónssyni. Það mun eitthvað á þessa leið: Fagnandi félagar mætið, fjörugan stígum við dans. Seinna ljóðið er heilmikill bragur, Reykjavíkurvísur. Ég kannast við þenna brag. Hann mun hafa verið sung- inn við lagið Það var imi kvöld eitt að Kötu ég mætti. Ég hef í fórum mínum hrafl úr þessum brag, en í honum eru þessar Ijóðlínur: Reykjavík má víst segja með sanni, það er svipfögur, nýtízku borg. Húsabáknin þar blasa við manni, bílar þjóta um götur og torg. 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.