Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 7
Fjölskyldan á Óslandi. Jón Guðmundsson og Þóra Kristjánsdóttir með börnum sínum. ekki er það gera að ástæðulausu, heldur er þá maðurinn talinn fær til starfans. Síður en svo hefir Kristján tranað sér fram til starfa því að maðurinn er hlédrægur. Ég hefi oft tekið eftir því hve hann er samgróinn sveit sinni, ekta Skagfirðingur þó vinarhug beri hann mikinn til frænda sinna í Þingeyjarsýslu og reki ættir sínar austur yfir fjöll. Afkomendur Óslandshjónanna eru: 1. Margrét, f. 7. ágúst 1933, gift Snorra Jónssyni mjólkurbílstjóra í Hofshreppi. Þau eiga 6 börn á lífi. 2. Þóra, f. 11. september 1936, gift Jón Guðmunds- syni oddvita og bónda á Óslandi í Hofshreppi. Þau eiga 7 börn. 3. Jón, f. 11. júní 1942, innkaupastjóri við Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum. Giftur Margréti Ein- arsdóttur frá Egilsstöðum. Þau eiga tvö börn. 4. Svava, f. 9. júní 1949, gift Pétri Jónssyni trésmið frá Skeljabrekku í Borgarfirði. Þau eiga eitt barn. 5. Þórir Friðriksson, systursonur Kristjáns, trésmið- ur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Þorbergsdóttur. Þórir ólst upp á Óslandi til fermingaraldurs. Börnin frá Óslandi eru að allra dómi ágætt fólk og góðir þjóðfélagsþegnar. Sambandið er mjög gott á milli þeirra og föðursins sem nú er sígandi að færast í þá aðstöðu að njóta ávaxta sinna starfa í skjóh barna sinna og barnabarna. Það er fagurt að standa á Óslandshlaði og horfa um Skagafjörð, jörðin sjálf er góðbýli — staðsett í góðri sveit sem senn er að verða samræktuð, nábýh hefir verið þar gott, þó nokkuð sé þar þröngbýlt, en í um 50 ár hefir Kristján átt sinn starfsdag í Óslandshlíð enda mun hann þar best una. Svava Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson. Brúðkaupsmynd. Heima er bezt 383

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.