Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 12
illa við þoku og stórum verr en myrkrið, því hún hafði
oft leikið mig grátt. Aldrei voru missýningar og vofur
áleitnari en þá, en þær síðarnefndu óttaðist ég mest.,
Og ástæðan vaf ofurskiljanleg. Það virtist ekkert saka 1
þær þó þrumað væri á þær þremur rurnmungsskotum
og það jafnvel með selahöglum. Þær birtust óðar aftur,
rétt til hliðar, eða aftan við mann og ennþá nær. Og
þar grettu þær sig, flyksuðust og góndu á mann, með
þessu líká hæðnisglotti, sem náði aftur á hnakka. En —
þær virtust alveg raddlausar og þáð var rnikil' blessun.
Aftur á móti var það víst sannprófað, að væri þrumað
nógu knálega, með stórum höglum, béint í snjáldrið
á draugum og afturgöngum, þá thyrfu þær alveg jí jbilL í
En þá kom það stundum fyrir að heyrðist í þeim
hlakkandi, rammhás og ægidimmur hlátur, he — he—he
—he — heee, lengst niðri í jörðinni. Og það var verst.
Þá rann kalt vatn milli skinns og hörunds á mér, og þá
var líka vita gagnslaust að skjóta. Og satt að segja botn-
aði ég ekkert í þeim kjarki, sem beitarhúsamaðurinn
háfði að hafa ekki einu sinni með sér byssu. Þ a ð hefði
ég hiklaust gert, og þó alveg sérstaklega frá því um
miðjan des. og fram um þrettándann.
Þegar við kvöddum þennan verndarengil okkar, sem
ég því miður man nú ekki nafn á, þá var farið að hríða.
Það byrjaði með talsvert stórum flyksum, sem voru lengi
að svífa til jarðar. Það var kallað dauðafjúk. Skyldi það
bresta á okkur á Öxnadalsheiðinni?
Upp eftir Norðurárdalnum var gott gangfæri, lengi
vel. Svo versnaði brátt og varð nauðabroti á pörtum,
enda fóru auðu blettirnir minnkandi og hurfu alveg,
þegar kom upp á heiðina. Mér fannst hún óralöng, enda
farið eftir djúpu gili, sem byrgði alla utsýn. Þar var
víða feikna snjór og vont færi. Með deginum létti
heldur þokunni, svo við sáum stundum upp í brekkurn-
ar báðumegin. Og sjálfsagt höfum við haft stuðning af
vörðum, þó ég minnist þess ekki. En þessa leið hafði
Alundi bróðir farið áður og hafði því engar áhyggjur
af að rata. Það man ég þó vel, að mér fannst þetta óra-
leið, og enn lengra en yfir Holtavörðuheiðina. Fannst
mér þó nóg um það. En sá var munurinn — og hann
var mikill — að nú fann ég ekkert til lúa. Mér fannst ég
geta þraukað svona alla nóttina líka, ef á þyrfti að
halda. Sennilega hefði þó orðið minna úr því, eins og
að synda í klakavatninu.
Klukkan hefur sjálfsagt verið fimm síðdegis, þegar
allt í einu fór að birta framundan. En mér leizt hreint
ekki á, því mér virtist dalurinn dýpka og alveg óend-
anlegur að sjá. Ég spurði Munda bróður hvort við sæj-
um þarna niður í Öxnadalinn. „Já. Og nú erum við
bráðum komnir að Bakkaseli, sem er syðsti bær í daln-
um og næstur heiðinni, að austan.“
Gott og'vel, hugsaði ég. Þá er nú þessi þrautin á
enda. Á morgun komum við til Akureyrar. Þaðan ætt-
um við ekki að verða nema þrjá til fjóra daga heim.
Mér létti ekkert smáræði. Og þetta var víst tíundi dag-
urinn, sem við vorum á ferð frá Reykjavík. „Kemst þó
hægt fari,“ sagði skjaldbakan forðum.
Allt í einu birtist lágreistur bær, í halli móti austri,
rétt neðan við okkur. Þetta er Bakkasel. Dökkur hund-
ur og kafloðinn, með hringað skott, sprettur þar upp
úr snjónum, hörfar til baka og geltir svo ákaft, að eyrun
og öll hárin virðast standa beint út í loftið. Nokkrum
augnablikum síðar birtist maður á skafli, skammt norð-
austan við bæinn, og bak við hann sér á f járhúsþak. Við
breytum stefnu og göngum til hans. Þetta er stór maður
og karlmannlegur en ekki að sama skapi liðlegur í hreyf-
iiigum. Þegár við nálgumst hann, sjáum við að prjóna-
húfan, sem hann ber, og þó sérstaklega hempan, er
morandi í stráum. Að líkindum hefur hann verið að
’ hrista saman hey til morgundagsins.
„Gott kvöldið,“ segjum við.
„Gott kvöld.“
y, ?aHér virðist ekki hafa verið mikið gagn af hlákunni
í gær. Þetta er annars meiri gaddurinn.“
„Gann. Já. Hé va lídi gann a enni. Deta hefu vei voa
vetu.“
Ég lagði hlustir við, átti erfitt með að skilja og gat
ekki varizt brosi.
„Já. Það segir þú satt. Þetta hefur verið voða vetur,
einkum þó hér á Norðurlandi. En við skulum vona, að
vorið fái nú sem fyrst völdin.“
„Voi fái vöddin. Nei. Ta veddu ekki sdaks.“
„Segðu mér annars nokkuð. Heldur þú að við gætum
fengið að gista hérna hjá þér í nótt?“
„Gidda í nott. Næi. Ta i ettett platt í badounni. Ta
i no plott á nætta bæ útti dannum. Ta-attna,“ Og hann
bendir með hendinni, sem mér finnst merkilega löng. ,
„Ég þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. En hvað
heitir bærinn? “
„Bæin. Ann eiti Groorrrraattnóóa.“ Og nú kom þetta
geysilanga og breiða err, sem bókstaflega ruddist út úr
honum.
„Jæja. Heitir hann Gormalandshólar? Þ a ð er sjald-
gæft nafn.“
„Nai naj. Aann eiti Gvorrra-aa-attnóa.“
„Alveg rétt. Gorma v a t n s hoólar. Það lýst mér
betur á.“
„Naji naji naj. Uúúggoorrraaattnóa.“
„Já, þ a r n a kom það. O r m a vatnshólar.“
„Naji naji nakk. Uúaggorrraattnóa.“
„Jæja, blessaður. Það skiptir andskotann engu máli
hvað bærinn heitir. Við finnum hann eins fyrir því.“
„Jai jai ja. Ta-aaattna, dái di ann. Ta-aaaatttna.“ Og
aftur bendir hann.
„Já, já, Alveg rétt hjá þér. Þakka þér innilega fyrir
allar leiðbeiningarnar og vertu margblessaður,“ sagði
Mundi bróðir um leið og hann kvaddi hann. Þegar ég
svo aftur tók í hendina á honum, fann ég enn betur
hvað hún var þykk og heit. Og þar sem ég horfði í augu
hans, sá ég þó bezt þá barnslegu mildi, sem í þeim spegl-
aðist, frá innstu glóðum þessa kraftalega karlmennis.
En — málfæri hans hafði orðið fyrir miklu áfalli.
Við Mundi bróðir greikkuðum nú sporið, því skeð
gæti, að þessir óskiljanlegu vatnshólar gætu heldur ekki
388 Heima er bezt