Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 19

Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 19
að fjalla um almenn mál, verkvísi, bókmenntir o. fl. og einkunnarorð hans voru: Ráðvendni, starfsemi og til- trú. Margra grasa gætir í Fylki. Margt er þar um Heims- styrjöldina 1914—1918, útdrættir úr hagskýrslum, dóm- ar um bækur, fréttir úr bæ og héraði, en miklu mestur hluti hans fjallaði þó um raforkumál einkum á Norður- landi og rannsóknir höfundar á stein- og jarðefnum, sem nýtileg mættu vera til húsagerðar og iðnaðar, en það var eigi síður áhugamál hans, að finna hér nýtileg jarðefni til þeirra hluta, en orkumálin, sem verið höfðu hjartansmál hans frá unga aldri. Hefðu margir hlutir farið betur í þeim málum, ef menn hefðu hlýtt orðum Frímanns. Margan fróðleilt er að finna í Fylki, en oft eru ritgerðir Frímanns óaðgengilegar aflestrar, mikið af tölum og útreikningum, og efnið ekki skipulega fram- sett. Engu að síður er Fylkir meðal hinna merkari rita, sem gefin hafa verið út á íslenzku. Mál sitt flutti hann af meiri brennandi áhuga, ríkari siðferðiskennd og dýpri alvöru en títt er um íslenzk rit. Samt urðu áhrif hans lítil. Frímann var rödd hrópandans í eyðimörkinni snið- genginn og lítilsvirtur, en Fylkir er vitnisburður þess hversu sterkur áhugi verður ekki drepinn, þótt á móti blási. Að ytra búnaði var Fylkir ósjálegur. Þar var ein- ungis um það hirt að koma sem mestu efni á sem minnst- an pappír, og má vera það hafi stutt að, hve lítilli út- breiðslu hann náði. En það mun sannast, að framtíðin mun skipa þeim Frímanni og Fylki hans í virðulegri sess en samtíð hans gerði. Þá eru að lokum tvö tímarit, sem hófu göngu sína á Akureyri á þessu tímabili, en áttu í raun réttri heim- kynni sín utan bæjar, og lögðu Akureyringar þeim lítið annað til en prentstaðinn. Annað þeirra var Tímarit Kaupfélaga og samvinnufélaga, sem byrjaði að koma út 1907, og var prentað á Akureyri til 1916, er það fluttist til Reykjavíkur, og fékk það síðar heitið Samvinan. Rit- stjóri þess var Sigurður Jónsson, bóndi í Yzta-felli, síð- ar ráðherra. Ritaði hann mikið af því sjálfur, en annars var það að mestu skrifað af samvinnufrömuðum Þing- eyinga. Var ritið öruggur málsvari samvinnustefnunn- ar og kaupfélaganna bæði í sókn og vöm, og í rauninni eina málgagn þeirra á þeim árum, og hafði vissulega mikil áhrif, til að skýra fyrir mönnum hvað þar var á ferðinni og reka áróður fyrir málum sínum. Var það í öllu hið merkasta rit. Hitt tímaritið var Réttur. Þórólfur Sigurðsson, bóndi í Baldursheimi stofnaði hann 1916. Voru ýmsir ungir menn með honum í fyrstu, en síðar mun hann hafa gef- ið ritið út einn. Réttur fjallaði að mestu um þjóðfélags- mál og gerðist einkum flytjandi og málsvari stefnu Henry Georges. Mun hann fyrstur íslenzkra rita hafa kynnt þjóðinni þá stefnu. En margt fleira flutti Réttur m. a. ritaði Arnór Sigurjónsson þar mikla grein um al- þýðufræðslu, og mun mega rekja hreyfingu héraðsskól- anna til hennar. Þórólfur gaf Rétt út í 10 ár, en með 11. árgangi keypti Einar Olgeirsson síðar alþingismaður Rétt og gaf hann út á Akureyri í sjö ár, en fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hann kemur út enn. Eftir að Einar keypti Rétt varð hann hið fræðilega málgagn og áróðurstæki kommúnismans, og hefir verið svo síðan. Einar var hverjum manni betur ritfær, og var Réttur í hans höndum, einkum fyrstu árin, hið læsilegasta rit, og allfjölbreytt að efni. Auk hinna pólitísku ritgerða, sem fylltu mestan hluta hans, skrifuðu ýmsir þar um önnur efni og má þar nefna Davíð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi, Pálma Hannesson rektor og Sigurð Guðmunds- son, skólameistara. Læt ég hér lokið öðru tímabili sögu þessarar. Tíma- mörlein eru að vísu ekki skýr. En árið 1918 verður ís- land fullvalda, gömlu stjórnmálaflokkarnir taka að leys- ast upp, og nýir flokkar verða til, og um leið ný blöð með nýjum stefnuskrám. Og einmitt á árinu 1918 verða til tvö þeirra flokksblaða á Akureyri, sem enn eru á lífi, og hið þriðja þeirra, sem að vísu er frá 1915 tekur að sveigjast í þá átt, sem það síðan stefndi. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 395

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.