Heima er bezt - 01.11.1973, Side 23

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 23
GUÐJON SVEINSSON: Ein helgi í óbyggé um Feréarolla í tveim megin þáttum, og nokkrum smærri atriðum Beinin henmr Stjörnu og fleiri bein. Annað sem gerir Hvannalindir kunnar, er sagan Heim- þrá eftir Þorgils gjallanda en á blásnum mel austan við Lindirnar, fann hann, ásamt fleirum (1880), skinin hrossbein — beinin hennar Stjörnu. Saga sú mun vera ein hugljúfasta og í senn ein angurværasta saga, er rituð hefur verið á Islandi. Ekki fundum við þessi bein en þó fundum við hross- bcin rétt hjá rústunum. Þau munu vera af tryppi skag- firzku, er keypt hafði verið austan af Jökuldal. Og fleiri hafa haft heimþrá en Stjarna, því tryppi þetta strauk og lagði af stað vestur yfir öræfin en endaði sína göngu í Hvannalindum. Þessi bein hafa víst legið þarna síðan 1943. Það má því segja, að Hvannalindir búi yfir dramatískum sögum og hafi jafnvel yfir sér dramatískan blæ. Og þótt Fjalla-Eyvindur hafi raunar fengið að dvelja þar óáreittur, þá hefur það verið dap- urleg og harðneskjuleg ævi. Það hefur þurft ótrúlegan styrk og sálarró að dvelja á þessum stað, svo órafjarri allri byggð og lífi. Vera inniluktur milh ægilegra jökul- elfa, hafa að baki sér stærsta jökul Evrópu og „sjá eitt samfellt hjarn sunnan til Herðubreiðar“. Að vísu hafa sumrin bætt töluvert úr skák. Bjartar nætur og víðátta heiðanna hafa gert skap útlagans milt og fagnandi. Þá hefur hann verið kóngur í sínu ríki og gefið blauðu byggðaþýi langt nef. Þá hefur hann ríkt yfir sínum grænu Lindum með glitrandi lækjarspræn- um, horft á hin foldgnáu fjöll teygja sig upp í rósrauð- an kveldhimin, fundið hin sterku öfl náttúrunnar smeygja sér inn í hugskotið, safnað þeim þrótti saman, geymt hann til myrkurs vetranna, til að standast raunir frostsins og feigðarinnar og gera hina löngu, löngu bið eftir birtunni þolanlega. Slíkt líf er okkur atómaldar- mönnum óskiljanlegt, þrátt fyrir ýmsar vakningar og sálarstyrkjandi uppfinningar sbr. Jesús Kræst Súper- star. Og auðvitað var Halla hans Súperstar. Hún fylgdi honum gegnum þykkt og þunnt og hefur sjálfsagt aldrei að henni hvarflað að yfirgefa hinn seka mann sinn, hvað sem í skærist. Halla er því ein af kvenhetj- um liðins tíma og má örugglega setja hana á bekk með Bergþóru á Bergþórshvoli, Auði Vésteinsdóttur, Grundar-Helgu og Olöfu ríku, svo einhverjar séu nefndar. Mun hennar minning lifa meðan land er byggt. Líklegra er þó, að það hafi einungis verið frumhvöt hvers manns — frelsið, sem gert hefir útlaganum mögu- Beinahrúgan i tóftunum. (Ljósm.: Guðjón Sveinsson). Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.