Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 26
Ritað í gestabókina. (Ljósm.: Stefdri Stefánsson).
Lindakeilir. (Ljósm.: Sigursteinn Melsteð).
Kverkfjöll fjeerst. (Ljósm.: Stefán Stefánsson).
Kvöld við jökulrætur.
Á meðan við drukkum, kom hópur Breiðdæla í skálann.
Hann var að koma ofan frá íshellinum, hafði komið um
nónbil til skálans. Við vissum af för þeirra. Það var
mikill asi á þessum sveitungum vorum og ætluðu þeir
að drífa sig af stað eitthvað norður á bóginn þá strax.
Það þótti okkur flan hið mesta og óðagot en þau létu
sér lítt segjast og skelltu sér af stað um kl. 2000.
Ekki voru þau fyrr farin en 2 jeppar frá Eskifirði
komu. Voru í þeim 8—10 manns. Ætlaði hópur sá að
dvelja í skálanum um nóttina. Drifu þeir því föggur
sínar upp á loft en við bjuggumst til að halda inn að
Kverkjökli, aðallega að renna auga til hins fræga ís-
hellis, er fannst þar í júní 1963 og Ásgerður Jónsdóttir
hefur skrifað um grein, sem áður er að vikið.
Eftir um stundarfjórðungs akstur suður frá skálan-
um, komumst við ekki lengra á bílunum. Er þá fárra
mínútna gangur að jöklinum — Kverkfjallajökli — sem
skríður niður á milli Kverkfjalla og skiptír þeim í
austur og vestur fjöll. Þetta er lítill skriðjökull og und-
an honum fellur ein upptakakvísla Jökulsár á Fjöllum,
fremur lítil. Kemur hún út um íshellinn, sem ég kallaði
til hægðarauka „ísólf“. Einhvers staðar sá ég þó á prenti,
að Kreppa kæmi út úr hellinum. Einhvern veginn get
ég ekki fellt mig við þá fullyrðingu, því samkvæmt æva-
fornri hefð, þá á Kreppa að vera austan Kverkfjallarana
og hræddur er ég um, að henni þætti sér stórlega mis-
boðið að líkja henni við sprænu þá, er út úr ísólfi veltur.
Nokkuð var farið að bregða birtu, er við komum að
hellinum. Ekki var gott að komast inn í hann þeim meg-
in ár, er við stóðum, nema þá á klofstígvélum eða þá
hreinlega að vaða að sið baldinna strákhnga. (Þessi
ummæh eru aðallega byggð á umsögn mæðra). En vest-
an „Litlu-Kreppu“ var sýnilega gott inngöngu og það
meira að segja á „dönskum skóm“. En það kostaði auð-
vitað, að komast vestur yfir ána og þótt hún sé ekki
vatnsmikil, þá er hún a. m. k. blaut. Enginn var í búss-
um og varð því ekkert af vesturför í þetta sinn. Ein-
hverjir tipluðu rétt inn í munnann austan verðan en
komust skammt vegna vatns. Op hellisins er all stórt
á. a. g. 8—10 m langt og 4—6 m hátt þ. e. jú, bogadregið.
Annað op er ofan við sjálfan munnann og hefur það
verið kallað „strompur“. Alikið vatn draup alls staðar
niður í hellismunnanum og víða höfðu nýlega hrunið
ísbjörg úr veggjum. Út úr hellinum og raunar í nálægð
jökulsins, var megn brennisteinsfýla, eins og hún er nú
aðlaðandi. Datt mér í hug sagan um útlendingana, sem
ferðuðust um Námaskarð einhvern tíman fyrir stríð.
Einn bílstjórinn, Stefán Stefánsson, vann sér það til
ágætis að koma jeppa sínum upp á jökulsporðinn. En
honum var rétt orðið hált á því, þegar aurinn neðan
jökulsins varð skyndilega ein fljótandi eðja. Varð að
púkka undir drusluna til að koma henni til baka. Á þessu
geta menn lært, að margt ber að varast hér sem annars
staðar.
Við snerum því tiltölulega fljótt til skálans, ákveðin í
Framhald á bls. 410
402 Heinta er bezt