Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 28

Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 28
FlökkuJ)jó&in leyndardómsfulla Einn af minnihlutaþjóðflokkum Ev- rópu nefnist Sígaunar. Þeir eru víða fjölmennir þar, einkum í suðurhluta álfunnar, svo sem á Balkanskaga. Sí- gaunar eru líka til í öðrum heims- álfum, eins og í Vestur-Asíu og Norður-Afríku. Sumir vilja kenna Sígaunana við rómantík, en í reynd er lítil róman- tík í kringum þá. Þetta flökkufólk lifir ekki neinu sældarlífi, oftast við Alargir álíta, að frá norðurhluta Ind- lands hafi Sigaunarnir byrjað flakk sitt endur fyrir löngu. Síðan hafa þeir ráfað frá einu landinu til annars- Á þessari mynd sýnir teiknarinn hóp Sigauna koma til einhvers staðar í Austur-Evrópu snemma á 15. öld. Við tökum eftir, að undrunin og forvitnin leynir sér ekki í svip íbú- anna, þegar þeir líta þessa furðufugla. Æ- \ þröngan kost, en virðist þó una glatt við sitt. Yfirleitt er það ekki talið neinir aufúsugestir, þar sem það ber að garði um stundarsakir. Dveljist það lengur á stað en einn til tvo daga, er það segin saga, að upphefjast ein- hver vandræði, bæði af þess völdum og annarra. Einkum eru það kaup- menn og bændur, sem kvarta, og oft þarf lögreglan að skipta sér af málum. Hún segir þó, að að sjaldan verði þetta eirðarlausa fólk viðriðið nokkra alvarlega glæpi, en hnuplorð hefur það á sér. Hver er uppruni þessa fólks og hvaðan hefur það komið? Enginn veit það með vissu, en sterkastar lík- ur eru þó taldar fyrir því, að frá Norður-Indlandi sé það komið. Til þess bendir m. a. tungumálið, sem það talar, romany, en það er náskylt þeirri Sanskrít, sem töluð var á Ind- landi endur fyrir Iöngu. Auðvitað hefur tunga Sígaunanna orðið fyrir áhrifum frá þjóðtungum þeirra landa, sem hann hefur oftast gist, einkum þó úr nýgrísku. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þennan merldlega þjóðflokk, en þrátt fyrir það hefur engum tekist að kafa til botns í lunderni, háttum hans og siðum. Sígauninn er líka lítt gefinn fyrir það að leyfa ókunnug- um að hnýsast um sinn hag; hann forðast það eins og heitan eldinn. Þvert á móti hefur hann haft lag á því að gera allt líf sitt sem allra dul- arfyllst, svo sem með merkjamálinu, sem Sígaunar nota sín á milli, æva- fornt leyndarmál, og enginn botnar neitt í nema þeir. Annars kallar Sígauninn sjálfan sig ekki Sígauna, heldur rom, sem merkir karlmaður á þeirra máli. Sígaunakona heitir romni. Sígaunanafnið höfum við fengið frá Dönum, en þeir aftur frá þýskunni. í þýsku er þetta nafn komið frá Balkaníöndunum, þar sem stór hópur Sígaunanna gekk undir nafninu atzigan, sem fengið er að láni frá grísku orði, og mun upphaf- lega hafa merkt það, sem ekki má snerta eða umgangast. Segir það sína sögu um álitið á þessum þjóðflokki. Af þessu atzigan-nafni er svo dregið heiti þjóðflokksins í hinum ýmsu löndum; — tshingian heitir hann í Grikklandi og Evrópuhluta Tyrk- lands; tsigan í Búlgaríu og Rúmeníu; czigany í Ungverjalandi; zingano eða zingaro á Ítalíu, og svo Zigeuner í Þýzkalandi. Sums staðar er þeirri þjóðsögu trú- að, að Sígaunarnir séu komnir frá Egyptalandi og því oft nefndir „Egyptarnir“. — Englendingar kalla Sígaunann gypsy, sem er stytting af framburði þeirra á orðinu egypskur. Spánska heitið gitanos er af sama [F UJ mm RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.