Heima er bezt - 01.11.1973, Page 31

Heima er bezt - 01.11.1973, Page 31
er vagninn honum afar mikilvægur. Hann er heimili hans á hjólum. Vafalaust hefur hann fæðst í vagninum og í honum mun hann að öllum líkindum deyja. Sí- gaunabarn hefur ferðast í honum þúsundir kílómetra, áður en |iað lærir að ganga. Þannig lærist Sígaunanum að jiekkja hvert hljóð í vagninum og hófaslög hestanna, sem draga hann. Kynni Sígauna og hests hefjast því snemma, og engin furða þótt flökkustrákurinn verði glöggur á kosti og ókosti hestsins. — Honum lærist líka fljótt að beita hnífi við að lóga skepnum, svo og að tálga til með honum ýmis konar tréáhöld til daglegrar notkunar. Sígaunastrákurinn kemst og fljótt að því, hvernig best skuli farið að því að leggja gildrur fyrir dýr og fugla, og hann verður hreinn meistari í því að sníkja sér út matvæli. Sígaunastrákurinn á ekki kost á langri skólagöngu, og nemur því ekki mikið af bókum. En lífsbaráttan sjálf verður honum góður skóli. Hann Iærir að sjálf- sögðu Sígaunamálið, rornany, og einhverja þekkingu fær hann í þjóðtungum þeirra landa, sem hann flakkar um. A náttúrunni og umhverfinu fær hann miklu betri þekkingu en jafnaldrar hans meðal gorgios-anna. Þegar hann stækkar, giftist hann Sígaunastúlku, hon- um er ekki leyfilegt að sækja kvonfangið til gorgios- stúlknanna. Geri hann það, verður honum útskúfað frá eigin kynflokki. Kannski kaupir hann eða smíðar sér vagn og eignast hesta. Þegar hann deyr verða föt hans brennd og sumt annað af eigum hans. En fiðlan, og ámóta göfug lífs- bjargartæki, lögð í gröfina með honum. Ef hinn látni þótti vondur maður í lifanda lífi, verður kista hans þakin rósaþyrnum. Það á að koma í veg fyrir, að hann gangi aftur og haldi áfram upptekinni vonsku. Ef hinn látni Sígauni, eða kona hans, er mikilsháttar fólk innan þjóðflokksins, koma kynbræður hvaðanæva að til að vera viðstaddir útförina, jafnvel þótt yfir höf þurfi að fara. Kannski verður vagn hans brenndur, en það er æðsti virðingarvottur látnum Sígauna. Ef geta hefði leyft, hefði verið fróðlegt og gaman að gera daglegu lífi Sígaunans og vandamálum hans gleggri skil, sérstaklega þeim vandamálum, sem skapast hafa á öld vélknúinna farartækja. En það verður að bíða. E. E. "jmrWWww w w*W*W Aasmund Olavsson Vinje (1818—1870) var norskt skáld, sem gerði það sér til ágætis að pára ritverk og ljóð á nýnorsku, einna fyrstur manna. Eitt af ljóðum hans fjallar um umhverfið við Rondane-fjöllin í Noregi. Tón- skáldið fræga og landi hans, Edvard Grieg, hefur gert fallegt lag við þetta ljóð, sem verið hefur eitt af eftir- lætislögum mínum frá því fyrst ég heyrði það. Nú vill svo vel til, að tveir stórir og víðíaðma ljóðaþýðendur hafa þýtt umrætt ljóð á íslenzku, þeir Matthías Jochums- son og Magnús Ásgeirsson. Mig langar nú til að birta báðar þýðingarnar, jafnframt tveim fyrstu vísunum á frumtextanum norska. Sagt er að orð í nýnorskunni séu svo lík þeim í íslensku. Og til þess að fleiri en ég geti raulað fallega lagið hans Griegs, birti ég nóturnar, ætl- aðar til söngs án undirleiks. Þetta framtak mitt mætti vel skoðast sem „innlegg til samnorrænnar menningar“, eins og oft er japlað á í f jölmiðlum og við hátíðleg tæki- færi. Færi betur á, að oftar fylgdi framkvæmd fögrum orðum. Snúum okkur þá að ljóðinu Ved Rondane. VED RONDANE No ser eg atter slike fjell og dalar, som dei eg i min fyrste ungdom ság, og same vind den heite panna svalar; og gullet ligg pá snp, som f0r det lág. Det er eit barnemál som til meg talar og gjer meg tankefull, men enda f jág. Med ungdomsminne er den tala blanda; det str0ymer pá meg, so eg knapt kan anda. Ja, livet strpymer pá meg, sem det strpymde nár under sn0 eg ság det gr0ne strá. Eg dr0ymer no, som f0r eg altid dr0ymde nár slike f jell eg ság i lufti blá. Eg gl0ymer dagsens strid, som f0r eg gl0ymde nár eg mot kveld av sol ein glimt fekk sjá. Eg finner vel eit hus, som vil meg hysa, nár soli heim til natti vil meg lysa. UNDIR HNÚKUNUM (Þýðing Matthíasar Jochumssonar) Þar brosir aftur byggðin minna dala, sem barn ég fyrst í þessum heimi sá, og sömu vindar heitum hvörmum svala, og hér er enn þá gullið snjónum á; í brjósti mínu bernskuraddir hjala, ég bundinn stend og horfi’ á land og sjá; því minnið er svo munarsælt og fegið, að mér er sem ég geti’ ei andann dregið. Það líf og fjör! það streymir sem það streymdi, er stóð ég barn og þetta leit og sá; og þetta fjall mig dreymir, sem mig dreymdi þá drifið gulli skein við loftin blá; og stríði dagsins gleymi’ eg, sem ég gleymdi, er gekk ég heim, er sólin huldi brá. Og hún ég vona heim mér muni lýsa, þótt hér sé enginn bær, sem vill mig hýsa. Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.