Heima er bezt - 01.11.1973, Side 34

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 34
Það skeður oft, að hluti úr klassískum tónverkum er allt í einu orðið að danslagi, og þá á hvers manns vörum. Danshljómsveitarmenn af rólegri tegundinni og popp- arar gera mikið af þessu, dulbúið eða ódulbúið. Um þetta mætti nefna mýmörg dæmi. Mér dettur í hug að minnast hér á lagið Violetta, sem er eftir ítalska óperu- tónskáldið Verdi, og er notað til að rifja upp rómantíska samfundi elskenda í einni af óperum hans. Um þenna texta var beðið fyrir nokkuð löngu, og það er best ég birti hann. Höfundur er ókunnur. VIOLETTA Máninn á himni hlær, húmið það færist nær, báturinn vaggast vært, vindur fær laufið bært. Heyr mitt lag, Violetta, sem ég leik við gluggann þinn. Komdu ein út í bátinn minn, komdu út í bátinn minn. Eina ég þrái þig, þig, sem að elskar mig. Hjarta mitt aðeins finnur frið í faðmi þínum, fagra mær. íslenskir popparar hafa ekki látið sitt eftir liggja að taka stef úr frægum tónverkum og berja þau í rytma popps- ins. Enn er í fersku minni umtalið, þegar hljómsveit- irnar Trúbrot og Ævintýri, önnur hvor eða báðar í sameiningu, tóku til meðferðar hinn fræga Pílagríma- kór úr óperunni Tannháuser eftir Wagner. Hér skal enginn dómur lagður á það, hvort taka skuli klassísk verk til poppflutnings, sjálfsagt má deila um það. En mig langar til að birta „ljóðið“ Að kvöldi dags, sem Hljómar sungu inn á hljómplötu hér fyrri á árum. Barn- ingsmaður texta er Þorsteinn Eggertsson. Lagið er stef úr frægum píanókonsert eftir rússneska tónskáldið Tshaikovsky. AÐ KVÖLDI DAGS Að kvöldi dags, komst þú ein og kysstir mig, ung og hrein; í sælu sveif ég með þér. Þú sagðir, að þú ynnir mér. Og er nóttin kom, þá naut ég þín, og nóttin hvarf, þú ert mín. Ég kyssti andlit þitt og augun blá. Ég þrái enn að vera hjá þér — að kvöldi dags, og þú hjá mér. Að lokum er svo birtur gamall danslagatexti. Textinn er eftir L.G. og lagið eftir Vestmannaeyinginn Oddgeir Kristjánsson. FYRIR AUSTAN MÁNA OG VESTAN SÓL Þótt örlög skilji okkar leiðir, í örmum drauma hjörtun seyðir. Ástin heit, sem fjötra alla brýtur aftur tendrast von, sem frostið kól. Við stjörnuhafsins yztu ósa í undirveldi norðurljósa, glöð við njótum lífsins ástar yndis fyrir austan mána og vestan sól. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. Ein helgi í óbyggðum ... Framhald af bls. 402. -------------------------— að skoða „ísólf“ betur í morgunsárið. Flestir voru líka orðnir svangir og þreyttir eftir langa leið. Er í skálann kom hafði enn fjölgað. Voru þar komnir 4 Akureyringar á bláum Bronco. Voru þeir að koma úr Hveragili, en það er NA úr Kverkfjöllum eystri. Létu þeir vel af þeirri ferð. Varð koma þeirra örlagarík fyrir okkur, því eftir að hafa heyrt lýsingu þeirra af gilinu, þá ákváðum við að halda þangað daginn eftir. Geymi ég því að sinni að tala um gil þetta. Eftir að hafa snætt bauta og kraftsúpu, svo kallaða uxahalasúpu, (sumir nefndu hana halanegrasúpu til bragðbætis) þá var hlustað á útvarp (mér fyrirgefst vonandi, hvað ég er gamaldags í orðavali) lesið í gesta- bókinni, rýnt í landakortið, spilaður lomber — eða bara glápt út í stjömubjart öræfakveldið. Það voru svellandi harmónikkulög í útvarpinu. Guðjón Matthíasson lék af lífi og sál, ásamt fleiri góðum mönnum. En svo tóku við síðhærðir (eða ég geri ráð fyrir því) engilsaxar með gítara og raforgel og bumbur og sungu um frið og rót- leysi í einni bendu. Brátt drógum við okkur svo í pokana og raddir mann- heima hljóðnuðu smátt og smátt. Nóttin lagðist yfir. Stjörnurnar tindruðu á blásvörtu himinhvolfinu, tungl ekki risið. í vestri glampaði á kvíslar Jökulsár á Fjöll- um. Virtust þær ekki ýkja ófrýnar, heldur glampandi eins og gler eða silfur. Enn vestar sást djarfa í Dyngju- fjöll, dökk og mikillát. Um miðnætti var hitinn úti 2° á C. Þá voru allir komnir í pokana og fjarlægar hrotur Eskfirðinganna ofan af loftinu, fluttu menn inn í ríki svefns — og kannski drauma. Framhald í næsta blaði. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.