Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 39
að hlátri mínum, þótt mér þyki leitt, að hann varð til þess
að vekja þig.“
Raggi skellihló, teygði makindalega úr sér og svaraði:
„Gerir ekkert til, blessaður vertu. Verð að vakna eins
og fleiri, hvort sem er.“
Þau brostu öll að þessum síðustu ummælum.
Lovísa hafði nú lagt síðustu hönd á morgunverðar-
borðið og bauð þeim að gera svo vel. Við Rúnar sagði
hún: „Þú ættir að vekja Skúla.“
„Það lítur út fyrir, að hann sé búinn að því,“ sagði
Skúh að baki henni. Hann tók sér sæti við borðið ásamt
þeim hinum, syfjulegur ásýndum.
Að máltíðinni lokinni reis Raggi á fætur, þakkaði fyrir
sig og kvaddi heimafólkið. Við systur sína sagði hann:
„Þú labbar með út að bíl, Katý.“
Hún kinkaði kolli til samþykkis og fylgdi honum eftir
út að bílnum. Þegar þangað kom, tóku þau sér sæti í fram-
sætinu. Síðan leið stundarkom í algerri þögn. Raggi
kveikti sér í sígarettu og fór sér að engu óðslega. Loks
leit hann spyrjandi á systur sína og sagði:
„Jæja, er ekki farið að rjúka úr þér mesta írafárið og
þú farin að dauðsjá eftir öllu saman?“
„Auðvitað ekki,“ anzaði Katrín fljótt, kannski helzt til
fljótt.
Raggi horfði hugsandi á hana.
„Það væri líka nokkuð seint,“ játaði hann treglega.
„Annars eins og ég hef ótal sinnum sagt, er hreint engin
ástæða til þess, að þú hlaupir í felur eins og afbrota-
manneskja. Það ert ekki þú, sem átt að gjalda annarra
misgjörða."
Katrín brosti dauflega.
„Ég er ekki hér beinlínis af þeim sökum, heldur vegna
þess, að ég vil má þetta úr huganum eins og unnt er.“
Hún leit yfir þorpið og bætti við:
„Þessi staður virðist einmitt kjörinn til slíks.“
Raggi hnussaði fyrirlitlega.
„Hættu nú alveg. Ég gæti eins vel trúað, að þér ætti
eftir að dauðleiðast hérna.“
„Mér lízt vel á þetta þorp,“ andmælti Katrín, „og ég
vildi fara hingað, svo að þú skalt óhræddur láta mig um
að taka afleiðingunum. Ég kvíði engu.“
Hún hallaði sér aftur á bak í sætið með næstum
þrjózkulegan svip og festu í bláu augunum. Raggi hló.
„Þannig lagað, akkúrat. Þessi tónn er í ætt við blá-
grýtið af hörðustu gerð svo að ég hef enga löngun til að
mótmæla."
Hann klappaði henni bróðurlega á herðarnar.
„Það sakar ekki fyrir þig að minnast þess, að þurfir þú
að stilla á neyðarbylgju, er móttakan í fínu lagi hjá mér.“
Katrín kreisti annan arm hans og stundi.
„O, Raggi, þú ert mín bezta hjálparhella.“
„Ekki með laskaðan handlegg," anzaði „hjálparhellan“
og losaði sig varlega.
Katrín hló, en varð brátt alvörugefin á ný.
„Þú getur sagt þeim heima,“ sagði hún hljóðlega, „að
ég sé mjög ánægð með allt, sem ég hef séð hérna. Konan,
sem ég á að búa hjá, virðist einkar geðþekk og. ...“
Hana rak í vörðurnar eitt augnablik, sem bróðir hennar
notaði til að skjóta inn í:
„Og hún á dökkhærða, glæsilega, hláturmilda syni, ætl-
aðirðu víst að segja.“
„Ekki alveg. Þú veizt eða ættir að minnsta kosti að vita,
að ekki þýðir að tala um karlmenn í þessum tón við mig.“
Raggi hló.
„Jæja, jæja, komdu þá sæl, systir Katrín. Hvað á
nunnutímabilið að standa lengi yfir?“
Katrín gretti sig framan í hann.
„Þar til ég finn þann „eina rétta“, hvað heldurðu?"
„Það er þá ákveðið."
Katrín svaraði ekki, heldur teygði sig eftir hurðarhand-
fanginu.
„Ég má ekki tefja þig lengur,“ sagði hún og kyssti bróð-
ur sinn á annan vangann í kveðjuskyni.
„Gangi þér vel heim, og skilaðu beztu kveðju frá mér,“
sagði hún um leið og hún steig út úr bílnum.
„Gættu þess að veslast ekki upp úr leiðindum,“ voru
síðustu kveðjuorð Ragga. Katrín stóð kyrr og horfði á
bílinn fjarlægjast, þar til hann hvarf henni úr augsýn.
Þá fannst henni hún 'allt í einu svo átakanlega einmana.
3. KAFLI
HVAÐ VEIZT ÞÚ... . ?
Katrín sneri sér við og gekk heim að hinu nýja heimkynni
sínu. Hún mætti bræðrunum við útidyrnar og nam staðar
hjá þeim.
„Skelfing ertu eitthvað aumingjaleg á svipinn,“ sagði
Rúnar.
Katrín sendi honum allt annað en blíðlegt augnaráð
fyrir vikið.
„Það er nú alltaf eins og það er að vera nýkomin á
ókunnan stað,“ sagði Skúli góðlátlega. Hann fékk að laun-
um bros af vörum Katrínar eins og í þakklætisskyni.
Rúnar hló, þegar hann sá það.
Skúli leit á Katrínu.
„Jæja,“ spurði hann. „Hvemig lízt þér á þig héma?“
Hún yppti öxlum lítið eitt.
„Ég veit varla enn.“
„Það er tæpast von.“
Augnablik þögðu þau bæði, en síðan spurði Skúli hlut-
lausum rómi:
„Ég fer að aka vörum út í sveit. Þú vilt kannski koma
með og skoða þig um?“
„Það væri eflaust gaman,“ ánzaði hún. „Hefurðu tíma
til að bíða á meðan ég skipti um föt?“
„Já, ef þú verður ekki alltof lengi.“
„Ég skal vera fljót,“ sagði Katrín og flýtti sér inn í hús-
ið. Hún stóð við orð sín og kom að vörmu spori aftur,
klædd buxnadragt. Skúli var sestur inn í vörubílinn og
Heima er bezt 415