Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 2
Eftir hátíðar Þjóðhátíðum ársins er lokið. Um undanfarna mánuði hafa fjölmiðlar vorir verið fylltir af hátíðaauglýsingum og hátíðafréttum, svo að mörgum hefir þótt nóg um. Og þegar vér gerum upp helstu niðurstöðurnar um það allt saman verða þær þessar: Hvarvetna um land hafa menn lagt sig fram um að búa sem best undir hátíða- höldin, bæði heima í héröðum og á Þingvöllum og Reykjavík. Koma þar til skreytingar hátíðasvæða, snyrting og hreinsun bæja og þéttbýíis, og ýmsar að- gerðir, sem varanlegar verða í framtíðinni. Vandað hefir verið til efnis, sem flutt hefir verið, og allar há- tíðirnar verið fjölsóttar og fólk í hátíðaskapi, sem vera ber. Veðurguðirnir virðast einnig hafa lagt blessun sína yfir hátíðahöldin, hvarvetna á landinu. Fagnaðar- efni má það öllum vera, að hátíðahöldin hafa alls staðar farið vel fram, og ölvun hafi verið lítil sem engin. En það hefir undanfarin ár verið helst til frásagna af úti- skemmtunum landsmanna, ekki síst um verslunarmanna- helgi, að þar hafi verið ölvun og ólæti svo úr hófi hefir keyrt, og mun það meðal annars hafa átt þátt í að mörg- um þótti ófært að efna til margra daga hátíðahalda á Þingvöllum. En reysla þjóðhátíðanna hefir sýnt, að ís- lendingar geta komið saman sér til skemmtunar án þess ósæmileg ölvun og ólæti fylgi. Munu margir óska, að hér sé um að ræða fyrirboða nýrrar aldar í þessum efnum. Engar tölur liggja fyrir um, hve mikið hátíðarhaldið hefir kostað þjóðina, en víst er þó, að þar verður talið í tugum ef ekki hundruðum milljóna. Bvst ég við, að sumum þyki nóg um, og að því fé hefði verið betur varið á annan hátt. En slík hátíð verður ekki haldin nema einu sinni á öld, og nú er flestum svo farið, að þeir láta sig litlu skipta hvert krónurnar velta, meðan þær er einhvers staðar að fá. En þegar gleðskapnum er lokið, og kyrrðin færist yf- ir, hljótum vér samt að spyrja, hvað allt þetta umstang hefir gefið oss. Hefir það látið eftir eitthvað annað meira en nokkurra klukkustunda eða daga skemmtun og dægradvöl? En á því, hversu það svar hljóðar, veltur dómur samtíðar og framtíðar um hátíðahöldin. Hafa þau svarað kostnaði og fyrirhöfn. En þótt ekkert væri annað en skemmtanin ein, er hún nokkurs virði. Það heyrir til nauðsynjum lífsins að geta kastað hversdags- hamnum stundarkorn og gleymt önn dagsins, amstri og argafasi. En svo verður þó öll skemmtan mest virði, að hún láti eitthvað eftir sig, einhver þau áhrif, sem geym- ast í huganum, og geta orðið aflvaki nvrra athafna, svo sem víst er um þjóðhátíðina 1874. Á þessu hátíðarári hafa þing og stjórn gert myndarleg átök, til þess að minning þess megi gevmast með þjóð- inni um alla framtíð, löngu eftir að öll veislugleði er rokin brott og gleymd. Opnun hringvegarins og hin rausnarlega landgræðsluáætlun Alþingis eru atgerðir, sem verða landi og þjóð til nytja um ókomin ár og ald- ir. Hringvegurinn markar tímamót í samgöngumálum landsins, jafnvel meiri, en oss kemur í hug við fvrstu sýn. Með honum er rofin einangrun byggðarlaga, sem verið hefir frá öndverðri byggð landsins, og um leið nánari tengsl landsmanna innbvrðis. Framtíðin ein fær leitt í ljós, hvort þar geti á eftir fylgt nánari samstaða, meiri þjóðareining. Slíkt er að minnsta kosti ekki frá- leit hugsun. Landgræðslan markar tímamót í viðhorfi þjóðarinnar til náttúrunnar. Hún er bæði táknræn og raunveruleg stefnubreyting, staðfesting þess, að vér megum ekki krefjast meira en landið getur veitt og skuldbinding þess að vinna aftur, það sem ill nauðsyn og gáleysi heíir eytt á liðnum öldum. Þannig á þetta þjóðhátíðarár að marka spor í hinni ytri sögu og athöfn- um þjóðarinnar. En þá er eftir að sjá, hvort hátíðarhöldin og þjóðhá- tíðarárið veldur hugarfarsbreytingu. Atgerðir stjórn- valdanna miða að því, að gera landið betra, en fær þjóð- hátíðin á nokkurn hátt markað tímamót, til þess að hér verði betri þjóð? Árið 1874 var sem þjóðin vaknaði af dvala, segja mætti að blóð hennar streymdi örar í æðum, hún bar höfuðið hærra en áður og var öruggari til framkvæmda allt um lítil efni. Þar skyldi stefna beint til aukins frelsis og framfara. Nú 1974 eru viðhorfin breytt. Frelsið er fengið, og framfarir á flestum sviðum blasa við. Peningar flæða milli manna. Vér getum farið um allan heim oss til skemmtunar, skólar eru á hverju strái, nýjungar í vís- indum og tækni berast til vor nær samstundis og þær koma fram úti í hinum stóra heimi, og þannig mætti lengi telja. En er allt fengið með þessu, er þjóðin lífs- glöð og ánægð, á hún stefnumark og mið til að keppa að, hefir hún fundið sjálfa sig, ef svo mætti að orði kveða? Svör við þessum spurningum eru vafalaust mis- jöfn, en ég efast um að unnt sé að svara þeim játandi nema að nokkru leyti. Þótt ytra borðið sé á flesta lund glæsilegt, berum vér samt sjúkdóm í oss hið innra. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.