Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 31
Hún hafði litið niður á ljós föt sín og hrist stuttklippt höfuðið. „Það er ekki hægt. Við yrðum öll grænflekkótt.“ „Og skítt með það.“ Hann hafði látið sig falla niður í grænan svörðinn. „Nú skal ég halda á þér,“ hafði hann boðið, en Bima hafði ekki verið á sama máli. Hún hafði hörfað undan útréttum örmum hans, og hann hafði þótzt kenna ótta- bliks í augum hennar. „Ekki, láttu ekki svona, Skúli. Við skulum koma heim.“ Hann hafði horft í augu hennar og reynt að grafast fyrir um ótta hennar, en orðið engu nær. Aðeins eitt hafði staðið skýrt fyrir hugsjónum hans: Hann var orðinn leið- ur á þessu vinarhlutverki, vildi vita, hvar hann stóð. „Ætlarðu ekki einu sinni að kyssa mig fyrst?“ hafði hann spurt vondaufur. „Ég skal kyssa þig á eftir." Honum hafði mjög gramizt, hve mjög hún reyndi sífellt að forðast hann, og því sagt háðskur: „Þú meinar, að ég má kyssa þig, þegar við komum heim. Mikið ertu elskuleg. Verður það kinnin eða ennið að þessu sinni?“ Birna hafði litið fast á hann: „Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta yfir félagskap okkar, er hægur vandi fyrir þig að leita eftir annarri, sem þér fellur betur. Ekki er ég að halda í þig,“ hafði hún sagt hæglátlega. Síðan hafði hún snúið sér frá honum með hægð og haldið heim á leið. Hann hafði setið grafkyrr í grasinu og hroft á hana fjarlægjast hægum, jöfnum skref- um, eins og málið væri útrætt af hennar hálfu. í fyrstu hafði hann verið gripinn ráðþrota reiði, en svo hafði hann gert sér ljóst, að henni gat ekki verið alvara. Hún gat ekki gengið svona frá honum, eins og það skipti hana engu máli. Hann hafði aðeins sært hana með ósmekkleg- um orðum, hana, sem hann elskaði þó svo heitt. Reiðin hafði vikið burt úr huga hans fyrir ástúð og blíðu. Hann hafði tekið sprettinn á eftir henni. „Birna, hlustaðu á mig, elskan,“ hafði hann hrópað, án þess að hún sinnti því. En líka án þess að reyna að komast burt frá honum. Hún vissi ofurvel, að hún gat ekki þreytt kapphlaup við hann. Og áður en varði hafði hann líka haft hendurnar á öxlum hennar og snúið henni að sér. Þá hafði hann séð, að augu hennar flutu í tárum, þessi gráu, órann- sakanlegu augu. Hann hafði aðeins sagt eitt orð, um leið og hann hafði faðmað hana að sér: „Fyrirgefðu.“ Hann hafði fengið yndislegasta svar, sem hann þekkti: Mjúka arma þétt um hálsinn. En hann hafði heyrt, að hún grét lágt við brjóst hans, og það hafði fyllt hann óróleika. Varla gat verið, að grátur hennar stafaði af orðum hans. Sú hugsun kom upp hjá honum eins og stundum áður, að eitthvað í fortíð hennar ætti sök á fráfælni hennar við karlmenn. Atvik, sem hún bæri ein. Það hefði sett mark sitt á gráu augun hennar og svipmót allt. Á bak við hina alvörugefnu hulu væri hún blíð, viðkvæm og fíngerð. Honum fannst hann oft hafa skynjað þessa eiginleika hennar, og ef til vill voru það einmitt þeir, sem drógu hann að henni, sem vöktu ást hans til hennar, nógu heita til þess að vera aðeins vinur, fyrst hann mátti ekki vera annað. En þar sem hann hafði staðið með Bimu í fanginu og gælt við hana, hafði hann vitað, að nú krefðist hann meira en að vera vinur hennar. Nú krefðist hann hennar sjálfrar. „Hvað amar að stúlkunni minni?“ Honum hafði fundizt Birna hálfhrökkva við. „Ekki neitt umtalsvert.“ Hann hafði brugðið fingrunum undir höku hennar, svo að hún varð að horfa framan í hann. „Það grætur enginn af engu,“ hafði hann mótmælt, alvarlegur í bragði. Tárin voru þornuð af hvörmum hennar, og augu henn- ar sýndust skýrari en ella, en jafndularfull og fyrr. „Það var ekkert iuntalsvert,“ hafði hún endurtekið þrákelknislega. „Þú átt við, að ég megi ekki taka þátt í því, sem þjakar hug þinn,“ hafði hann sagt, dálítið særður. „En skilurðu ekki, ástin mín, að enginn maður getur til lengdar verið aðeins vinur þeirrar stúlku, sem hann elskar?“ Hún hafði snúið andlitinu snöggt frá honum, svo að hann gat ekki séð framan í hana. „Ég vissi ekki... . “ hafði hún hvíslað án þess að líta framan í hann eða ljúka setningunni. „Að ég elska þig? Jæja, þá veiztu það núna.“ Hann hafði snúið henni að sér, svo að hann gæti séð augu hennar. „Ætlar þú ekkert að segja? Þykir þér, þykir þér ekkert vænt um mig?“ Hún hafði rétt út aðra höndina og rennt henni gegnum hár hans. „Þú ert yndislegasti maður, sem ég þekki,“ hafði hún sagt lágt. Hann hafði staðið á öndinni af geðshræringu. „En þú elskar mig ekki nóg til að giftast mér?“ Hún hafði hvorki svarað þessari spumingu játandi eða neitandi. Aðeins smokrað sér undan henni með því að höfða til hans eigin tilfinninga. „Elskar þú mig nóg til þess að láta þessa spumingu liggja í þagnargildi, þar til við sjáumst næst? Þetta kom svo óvænt, að ég er tæplega búin að átta mig enn.“ „Auðvitað, elskan mín. Ef þér finnst það betra,“ hafði hann samþykkt fúslega. Hann hafði gert ráð fyrir, að eitt- hvað viðvíkjandi fortíð hennar ylli þessari bón hennar, eitthvað, sem hún þyrfti að gera upp við sig, áður en hún veitti honum fullkomið svar. í rauninni hafði honum fundizt, að hún væri þegar búin að játast honum, þegar hún hafði samþykkt hálfhikandi uppástungu hans að setjast í faðm hans í grasinu. Og enn styrktist það álit hans, þegar hann fékk í fyrsta sinn að kyssa hana að vild. Jafnvel hendur hans fengu óáreittar að kynna sér nakin brjóst hennar. Það hafði verið hamingjusamur maður, sem lagzt hafði til hvíldar þennan morgun, alltof sæll í ást sinni til þess að geta farið að sofa. Samt hafði hann gert það vegna Heima er bezt 295

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.