Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 33
„Nei, en hans er að vænta fljótlega, býst ég við. Þú getur komið inn fyrir.“ Þetta hljómaði alls ekki eins og boð, enda var Bima enn rjóðari í vöngum. „Takk,“ sagði hún, og það var feginleiki í rödd hennar. „Gerðu svo vel,“ sagði Lovísa, og Bima þakkaði aftur, þótt hún væri komin inn. Lovísa bauð henni til stofu, og þar settust þær, hvor gegnt annarri. Um stund ríkti vand- ræðaleg þögn. Lovísa horfði í andht Bimu og reyndi að grafast fyrir, hvern mann hún hefði að geyma, en komst að engri niðurstöðu. Var hún komin til góðs eða ills? Svipbrigðalítið andlit Bimu gaf ekki neitt svar við því. Lovísa vissi, að nú mundi hún brjóta boðorðið um að vera bara móðir uppvaxinna sona og láta þá eina um að mæta örlögum sínum. Hún hafði ekki ætlað sér að skipta sér af málefnum þeirra. Um það tók hún Guð til vitnis. En gat ekki lengur setið hjá afskiptalaus. Ekki þegar Skúli reis varla undir því, sem á hann var lagt. Ef hann mætti nýjum vonbrigðum, væri nokkum veginn óhætt að strika Skúla Hjálmtýsson út af blaðsíðum hamingjunnar. Og hvaða móðir mundi horfa þegjandi upp á slíkt? Frá sjónarhóli Lovísu var því ekki nema um eitt að gera: Reyna að komast að erindi stúlkunnar, höfða til mann- kosta hennar, grátbiðja hana. Gera allt, hvað sem það kostaði, því að Skúli mundi ekki þola nýtt áfall. „Þú ert óvæntur gestur,“ sagði Lovísa, rauf hina stuttu en þvingandi þögn og kom um leið beint að efninu. Birna leit snöggt upp, og varir hennar sveigðust í bros, en það hvarf jafnskjótt aftur. „Já, og kannski ekki sérstaklega kærkominn?“ Hún horfði beint í augu Lovísu, ekki storkandi, aðeins spyrjandi. Lovísu setti hljóða um stund, en augu hennar viku ekki af Bimu. „Ja, þú ert nú víst ekki að heimsækja mig,“ sagði Lovísa og fór undan í flæmingi. Það kom henni á óvart og sló hana hálfgert út af laginu, að Bima skyldi koma svona beint að henni. Ef til vill langaði hana líka til þess, að þær ræddust við opinskátt. Næstu orð Birnu sann- færðu hana um, að svo væri: „Fyrirgefðu, ég spyr fávíslega.“ Aftur sveigðust varir hennar í dauft bros, sem snart Lovísu meir en hún vildi viðurkenna. Hún vildi ekki fá samúð með þessari stúlku. Hún átti það ekki skilið. Samt horfði hún á Birnu, hvemig hún beit á vörina og fitlaði óstyrk við töskuna sína. „En þú ert móðir hans,“ sagði hún ofurlágt, svo lágt, að það varla heyrðist. Það var þögul áminning í þessum orðum, svo að Lovísa reisti sig betur upp í stólnum og hvessti augun á Bimu. Og allt, sem hún hafði ætlað að segja, og reyndar miklu meira, þyrlaðist fram. Varð að oddhvössum orðum, sem streymdu af vörum hennar, eins og stífla hefði allt í einu brostið. „Já, ég gegni því hlutverki að vera móðir og ein af mörgum, sem í þessum heimi hafa orðið að vera faðir um leið.“ Bima hrökk við, en Lovísa tók ekki eftir því. Hún var öll á valdi hugsana sinna, sem höfðu svo lengi verið byrgðar inni. Áheyrandi hennar var stúlka, sem hafði rænt son hennar lífsgleðinni. „Þeir vom ungir þá, drengimir mínir, þegar faðir þeirra féll frá,“ hélt Lovísa áfram. „Og ég var sjálf ekki gömul. En ég reyndi, reyndi að koma í hans stað, þótt það væri erfitt. En það tókst betur en ég hafði gert mér vonir um. Þá hélt ég, að það væri erfiðasti kaflinn í lífi mínu.“ Hún brosti biturt og horfði á Bimu, sem sat hreyfingar- laus í stólnum. Nú vom vangar hennar orðnir gráfölir. „Sérðu þessa mynd?“ Rödd Lovísu var snögg. Hún benti á ljósmynd af ungum, brosandi dreng. Bima leit þangað, sem hún benti, og varir hennar bærðust lítið eitt. Kannski var hún að játa spurningu Lovísu, þótt ekkert hljóð heyrðist. Lovísa hallaði sér nær Birnu. „Þú hefur séð hana áður, en ekki í því ljósi, sem ég sé hana. Þetta var minn sigurdagur. Eldri drengurinn minn var fermdur, og ég sá hylla undir, að hinu erfiða tímabili, þegar þeir þörfnuðust mín mest, væri að ljúka. Ekki það, að ég vildi verða viðskila við syni mína. Og allra sízt hefði ég búizt við, að þeir mundu loka mig úti. Ef til vill er það sjálfri mér að kenna að einhverju leyti. Ég hef alið þá upp, en kenningar mínar hafa víst bmgðizt þeim.“ Hún þagnaði og strauk sér þreytulega yfir augun. „Þeir áttu ekki föður nema skamman tíma og gátu því aðeins sótt ráð til mín. Þau virtust samt gefast vel, og þeir vom lífsglaðir ungir menn. Ég var stolt af þeim. Ég hélt, að þeir væm komnir yfir erfiðasta hjallann, var svo fávís, að ég vissi ekki að erfiðleikar þeirra vom rétt að byrja, og þá gat ég á engan hátt komið þeim til hjálpar." Hún tók sér málhvíld og horfði á Bimu. „Ég er móðir, eins og þú sagðir áðan,“ tók Lovísa á ný til máls. „Móðir, sem horfir á syni sína mæta ástinni, og það er sjálfsagt vegna þess, að það eru drengirnir mínir, að ég hélt ekki, að hún yrði þröskuldur á vegi þeirra.“ Það færðist roði fram í vanga Bimu, eins og þessi orð hefðu snert viðkvæman streng í brjósti hennar. En Lovísa lézt ekki taka eftir því. Látum vera, að hún finni aðeins til, hugsaði hún. Hvað er það á móti allri þeirri vanlíðan, sem hún hefur skapað Skúla? Samt þegar hún horfði á þetta stúlkubarn — hún var varla meira samanborið við þá lífsreynslu, sem hún hafði sjálf að baki — fann hún, hve ójafn þessi leikur var. Hún sá ekki lengur í augu Bimu, því að löng bráhárin skýldu þeim. Hún gerði enga tilraun til að verja sig. Kannski átti hún engin viðhlítandi vopn? Aðeins mynd af ungum, dmkknum manni kom Lovísu til að halda áfram: „En þeir standa nú samt báðir við þann þröskuld. Hvers vegna veit ég ekki. Sá tími er liðinn, þegar þeir komu með raunir sínar til mín. En ég hef aftur á móti orðið vitni að því, að eldri sonur minn sækir sér athvarf þangað, sem ég hélt að hann mundi aldrei fara. Svo oft hef ég varað hann, og þá báða, við þeim bölvaldi, sem áfengið er mörg- um.“ Birna greip andann á lofti, en það aftraði þó ekki Lovísu frá því að ljúka máli sínu: Heima er bezt 297

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.