Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 32
starfs síns, vitandi, að syfjaðir ökumenn voru sjálfum sér
sem öðrum hættulegir í umferðinni.
En hversu agndofa, skilningsvana skelfing hafði verið
hlutskipti hans daginn, sem hann fékk svarið við bónorði
sínu: Hún var farin burt samkvæmt eigin ósk. Farin án
nokkurrar skýringar. Ekki frekar en þau hefðu aldrei
þekkzt, aldrei setið í grasinu og kysstzt. „Ef þú elskar
mig, þá vertu góður þar til ég er farin frá þér. Þannig
hafði hún sjálfsagt hugsað. Tilfinningar hans skiptu hana
ekki máli. Það hafði komið glögglega í ljós, þegar hann
mátti allt í einu faðma hana og kyssa, en á meðan hafði
hún gert með sér ráðagerð um, að þetta yrði síðasti fundur
þeirra.
Er hægt að kveðja nokkum mann á jafnmiskunnar-
lausan hátt? spurði Skúli Hjáhntýsson sjálfan sig. Og
hann óskaði þess enn einu sinni, að hún hefði sýnt sér
hreinskilni. Þótt sárt hefði verið að taka því, að hún bæri
ekki ástarhug til hans, hefði það verið bamaleikur hjá
því að verða að þola óhreinlyndi hennar í ofanálag. Hann
hefði þá getað kvatt hana sem litlu vinstúlkuna sína og
geymt minninguna um hana skýra og hreina.
Hann hataði blekkingu. Fyrirleit fólk, sem beitti þeim,
en hann reyndi sífellt að finna afsakanir fyrir Bimu, sann-
færður um, að hann hefði aldrei, nema í fáein skipti, séð
hana eins og hún raunverulega var. Þessar hugsanir höfðu
gert hann vondaufan og dapran í geði. Og í hjarta hans
ólgaði forsmáð ást hans eins og óslökkvandi bál án þess
að hafa von um útrás. Því að Skúli þekkti sjálfan sig nógu
vel til þess að vita, að hann gat ekki gefið ást sína nema
einu sinni.
Allt þetta hafði smám saman leitt hann út á þá braut,
sem hann hafði fram til þessa sniðgengið, jafnvel þótt
hann vissi, að með því ylli hann móður sinni stærstum
vonbrigðum, sem hún hafði orðið fyrir til þessa. En sorg-
bitið andlit móður hans, fölt andlit Rúnars og saman-
bitnar varir, þegar þau sáu hann í vímu, vom honum
verri áminning en nokkurt styggðaryrði. Það særði hann
djúpt, en þó leitaði hann huggunar í víninu til þess að
gleyma, gleyma, gleyma henni, sem hafði farið burt án
þess að kveðja hann, hvað þá meir.
19. KAFLI
ÓVÆNTUR, ÓVELKOMINN GESTUR
Þetta virtist vera ofurvenjulegur dagur. Ósköp líkur
þeim, sem á undan voru gengnir. En enginn veit, hvað
býr í þögulu skauti komandi dags. Það eru einmitt þeir
dagar, sem hefjast á venjulegan hátt, sem koma oft smjúg-
andi á óvart. Og þetta var einn af þeim dögum, þótt
Lovísu dytti það ekki í hug, fyrr en hún sá ljósbláan,
ókunnan fólksbíl nema staðar fyrir utan húsið hjá henni
með dálitlum rykk.
En Lovísa hafði samt enga hugmynd um, að forlögin
voru að koma í heimsókn, eða öllu heldur fortíðin. Það
skildist henni ekki fyrr en hún sá stúlkuna koma út úr
bílnum, skugga af fortíðinni, sem hafði dvalizt á heimili
hennar, öllum óvelkomin. Nú var skugginn fyrir aughti
Lovísu, holdi klædd mannvera, engin ofsjón, en samt
jafnóvelkomin og áður. Hún var klædd mosagrænum síð-
buxum og jakka með sama lit. Stuttklippt hár hennar
ýfðist örlítið af vindi, sem gerði sér dælt við hana, rétt
eins og hann kannaðist við hana frá fornu fari. Kannski
mundi hann líka eftir henni frá því í fyrra?
Lovísa hopaði. Alla aðra hafði hún búizt við að sjá
fremur en hana. Þessa stúlku, sem hafði læðzt hljóðlega
út um bakdyrnar án þess að gefa nokkra skýringu á
burtför sinni. Og satt að segja hafði hún verið svo grunn-
hyggin að halda, að hún væri farin fyrir fuUt og allt. En
því var ekki að heilsa. Skær bjölluhljómur sannaði það
bezt. Gesturinn hafði boðað komu sína. Lovísa sneri sér
við hægt og andvarpaði í hljóði. Það voru til stúlkur, sem
héldu að þær gætu gomið og farið, þegar þeim bauð svo
við að horfa. Sonur hennar hafði verið svo óheppinn að
festa ást á einni slíkri. Nú stóð hún fyrir utan dyrnar, og
Lovísa fór ekki í neinar grafgötur um að hverjum hún
væri að leita.
Og Lovísa vissi, að hann mundi gleyma öllu, þegar
hann sæi hana. Elska hana og sitja svo ef til vill uppi
með sárt ennið, þegar hún brygðist honum aftur. Já, ef
til viU. Það var nú stóra spurningin: Til hvers var hún
komin? Ætlaði hún sér eitthvað í alvöru nú? Það var
ótrúlegt, en Lovísa vildi vera réttsýn. Allir gátu bætt ráð
sitt, og Bima einnig.
Og þegar málið var skoðað niður í kjöhnn, vissi Lovísa,
að hún var harla lítUs megnug að þessu sinni. Sonur
hennar var ekki lengur lítill drengur, sem hún gat tekið
leikfang af, vegna þess að það gæti skaddað hann. Leik-
fang gleymist litlum hnokka, en ástin gleymist ekki fuU-
orðnum manni, allra sízt Skúla. Þess vegna vissi Lovísa,
að hún gat ekkert annað gert en bjóða þessari stúlku inn
og sjá svo, hverju fram yndi. Þegar á allt var litið, var
Skúli fullorðinn maður, sem átti að kunna að velja og
hafna.
Hún hafði heldur aldrei ætlað sér að verða afskiptasöm
móðir, því að hún vissi, að slíkt gat reynzt tvíeggjað vopn.
Á hinn bóginn var oft erfitt að sitja hjá og þegja.
Aftur hvað við bjölluhljómur, og í þetta sinn lét Lovísa
verða af því að ljúka upp fyrir gestinum.
Þær stóðu þarna andspænis hvor annarri, ung, hikandi
stúlka með grá augu, sem báðu um vægð, og lífsreynd
kona, sem bar í dökkum augum sínum illa dulda tor-
tryggni. Þetta kuldalega fas orkaði á stúlkuna. Hún heils-
aði án þess að áræða að rétta fram hönd sína. Hún hafði
ekki hugmynd um, að þessi tilkomulitla kveðja var í aug-
um Lovísu eitt táknið enn, sem henni var ekki í vil. Samt
tók hún kurteislega undir kveðju Bimu.
Stúlkan handlék tösku sína og dreyrroðnaði.
„Er Skúli heima?“ Þessi spurning var borin fram af
barnslegri ákefð.
296 Heima er bezt