Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 36
49. Sjóræningjarnir fimm gengu nú inn og virtust í senn ógn- andi en þó kvíðafullir. Einn þeirra stakk einhverju í lófa Silvers. Hann leit á það og stundi: „Svarta táknið! Þá er ég afsettur sem foringi. Aðferðin er samkvæmt venjunum, en það stríðir í mót, að pappírssnifsið er rifið úr Biblíunni. Það getur kostað ykkur alla dauða og fordæmingu!“ — Síðan hélt hann eina af þessum dómadags þrumuræðum sem enginn var slíkur meistari í sem liann. Á kjarnyrtu sjómannamáli lýsti hann allri leiðsögn sinni og einnig hvernig þeir af aulaskap og óþolinmæði hefðu eyðilagt þrauthugsuð ráð hans. „Og nú viljið ftið umfram allt stúta Jim. Getið þið ekki, þorskhausarnir ykkar, skilið það að hann er okkar eina von ef hjálparskip birtist skyndilega!" Og í lok fúk- yrðastraumsins kastaði Silver kortinu yfir felustað fjársjóðsins fyrir fætur þeirra. Áhrifin af þessu bragði leyndu sér ekki. 50. Sjóræningjarnir fóru að rýna á kortið af núklum ákafa. Engu var likara en þeir þegar hefðu höndlað fjársjóðinn og hann væri þegar kominn um borð í skip sem þeirra einkaeign. — „Jú, vissulega er þetta hrafnasparkið hans Flints, það Jtekkjum við." — Sigur Silvers virtist nú algjör. Hann var aftur orðinn hinn dáði foringi og lífi mínu var að minnsta kosti bjargað í bili. — Ekkert markvert gerðist um nóttina. En að morgni vorum við vaktir með glaðhlakkalegu hrópi: „Halló, virkismenn!" Þetta var læknirinn sem hér var kominn í heimsókn mér til mikillar furðu. „Gaktu í bæinn, læknir, og sjáðu dálítið óvænt," sagði Silver og leit á mig. Dr. Livesey lét sem hann varla tæki eftir mér þegar hann steig inn fyrir [tröskuld virkiskofans. Ejarska rólegur athugaði hann Jtá særðu og lét J)á athugasemd fylgja með að Jietta gerði hann svo gálginn tapaði ekki af þvi sem hon- um bæri. Hyskið bar svo mikla virðingu fyrir J>essum lærða manni að það sat þegjandi undir þessari hótfyndni.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.