Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 34
„Þeir tóku orð mín til greina þá, og ég hélt, að þeirri
hættu væri bægt frá þeim að lenda í slíku sjálfskaparvíti.
Nú spyr ég bara sjálfa mig, hve langur tími muni líða,
þar til Rúnar verður fastur í sömu snörunni. Ekki get ég
aftrað honum fremur en Skúla. Allt, sem þeir þrá, eru
stúlkurnar, sem þeir hafa gefið ást sína og....“
„Hættu!, gerðu það fyrir mig að hætta.“
Lovísu brá við þetta ákall, öllu heldur hvísl. Samt var
það fullt af örvæntingu og orkaði fremur sem hróp í eyr-
um Lovísu. Þegar hún leit á Bimu, skildi hún enn betur
bænina, sem fólst í þessu eina orði: Hættu. Hún var
loks að skilja hið hljóða ákall um vægð, sem hafði verið
skráð í grá augu stúlkunnar, þegar hún lauk upp fyrir
henni. Lovísu skildist allt í einu, að hún hafði sýnt henni
algert miskunnarleysi. Hún hafði komið og gengið rakleitt
heim til þeirra, þótt engin merki um, að Skúli væri heima,
væru sjáanleg. Henni var vel kunnugt um, að vörubílhnn
var þar oftast heima fyrir, ef svo var. Samt hafði hún
komið, og það þurfti töluverðan kjark til þess.
Nú sat hún þama, ung, yfirbuguð stúlka, og reyndi að
leyna því, að hún var að gráta. Og Lovísa þurfti ekki
lengur að spyrja, hvort hún hefði komið til góðs eða ills.
Nú spurði hún bara sjálfa sig, hvernig hún gæti bætt fyrir
framkomu sína. í rauninni var ekki nema um eitt að gera,
og það framkvæmdi Lovísa strax. Hún reis á fætur og
gekk til stúlkunnar.
„Fyrirgefðu mér. Ég hef haft þig fyrir rangri sök,“
sagði hún án þess að áræða að koma við Birnu. Hún fann
tár brenna augu sín og renna niður kinnamar. Hún strauk
þau burt og bætti við:
„Það grætur engin stúlka yfir manni, sem henni þykir
ekki vænt um. Er það ekki rétt ályktað hjá mér, Bima?“
Og Birna svaraði hálfkæfðum rómi með annarri spum-
ingu:
„Til hvers heldurðu, að ég hafi komið? Til að gera
honum meira illt?“ Orð hennar vom slitrótt og enduðu í
sám kjökri. Lovísa hikaði ekki lengur, heldur tók utan
um hana og hallaði henni að sér. Þeirri hugsun skaut upp
í huga hennar, að þetta væm ekki fyrstu tárin, sem Bima
felldi yfir Skúla. Hvernig sem öllu var varið, þá vissi
Lovísa, að hún hafði þjáðzt líka.
20. KAFLI
BIRNA RAUNVERULEGA
Skúli Hjálmtýsson setti dálítið í brýrnar, þegar hann kom
auga á ljósbláa fólksbílinn, sem hafði verið lagt svo nærri
hans „einkabílastæði", að það kostaði hann töluvert vafst-
ur að koma stórri vömflutningabifreið fyrir, svo að vel
færi. Skrásetningarnúmer fólksbílsins sagði honum þó,
að þessi bíll væri langt að kominn, svo að Skúli fyrirgaf
ökumanni hans þær tafir, sem hann hafði skapað honum.
Hann teygði letilega úr sér, er hann steig út úr bílnum.
Hann gaut augunum til aðkomubílsins og velti fyrir sér,
hvaða gest hann hefði borið að garði. Jæja, það skipti
svo sem mirmstu máli, hugsaði hann kæmlaus. En hann
hefði eflaust gengið hraðar heim að húsinu, ef hann hefði
vitað, hver gesturinn var.
Hún sat inni í stofu og beið hans með lemjandi hjart-
slátt og illa dulda eftirvæntingu, blandinni kvíða. Mundi
hann skilja? O, bara að hann mundi skilja, það hafði
móðir hans gert, þó að hún hefði verið beizk út í hana.
En hún var lífsreynd kona, sem hafði huggað hana eins
og barn. Og í rauninni fannst Bimu hún vera lítið meira,
þar sem hún sat og beið eftir manninum, sem hún elskaði.
Hvað mundi hann segja? Væri hann breyttur?
Hún reyndi að rifja upp hughreystingarorð Lovísu:
„Okkur verður öllum eitthvað á, en sá sem elskar, skilur
og fyrirgefur. Það er nú það dýrmætasta við ástina að
finna skilning og hljómgmnn hjá þeim, sem maður ann.
Ég held, að Skúli kunni þann vísdóm og þú þurfir ekki að
óttast, að hann bregðist þér þess vegna. Honum þykir of
vænt um þig til þess.“
Bimu varð örlítið rórra í skapi, þegar hún minntist
þessara orða. Og að minnsta kosti höfðu þær skilið hvor
aðra, enda þótt byrjunin á samræðum þeirra bentu ekki
í þá átt.
Hún heyrði, að Skúli kom inn og þau mæðginin tala
saman. Síðan kom hann þangað, sem hún sat óstyrk og
beið. Hann staðnæmdist snögglega í stofudymnum, og
augu hans fylltust undmn:
„Bima,“ sagði hann eins og hann tryði því ekki sjálfur.
„Þú raunvemlega?“
Hann stóð á miðju gólfi og horfði á hana, eins og hann
tryði því ekki almennilega, að hún væri þarna. Hún var
risin á fætur og horfði á hann þessum gráu augum, sem
hann mundi svo vel eftir, en hafði aldrei botnað í.
„Já,“ sagði Bima lágt. „Það er ég raunvemlega.“
Skúli hikaði, en aðeins andartak. Síðan steig hann þessi
fáu skref til hennar og sagði:
„Ég held ég verði samt að sannfæra mig betur.“
Framhald í næsta blaði.
BREFASKIPTI
Sólveig G. SigurtJardóttir, Engimýri, Öxnadal, Eyjafjarðarsýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 22—26 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Þóra SigriÖur Gisladótlir, Kleppjámsstöðum, Hróarstungu, N.-
Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stelpur á aldrinum 10—12 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Anna S. GuÖmundsdóttir, Klauf, Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 15—16
ára.
298 Heima er bezt