Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 18
HOLMSTEINN HELGASON, RAUFARHOFN: jMinning frá uorclögum 1906 Nú, Á sumarmáladögum, er það mjög til um- ræðu manna á meðal, hve einstaklega góð veðráttan er og hefir verið á útmánuðum þessa vetrar 1974. Og flestir segja að enginn maður muni annað eins, ekki einu sinni elstu menn. Ég er þessu ekki alveg sammála, þvi ég þykist muna a.m.k. tvö vor, ásamt útmánuðum vetrar, álíka hlý og veðra- góð, eins og það, sem nú er að líða hjá. Auðvitað verða tæplega nokkur lengri tímabil, svo sem ár, misseri eða mánuður nákvæmlega eins, hvað veðráttu snertir, en má þó skipa í flokka, misgóða og misvonda. Og þó nokkur veðráttugóð ár á hverri öld standi uppúr, sem toppar, eru þau ekki heldur nákvæmlega eins. Hér á ég sérstaklega við síðvetur og vor 1906 og 1923, þótt oftar hafi vorað vel hér á okkar ágæta íslandi á þessari öld, þó misvel hafi mátt teljast. En það er eins og furðu fljótt fyrnist yfir þetta, sérstaklega hið góða, því á það eru menn þolnari yfirleitt en það sem verra er. Það má víst segja um tíðarfarið, sem öllum íslendingum er svo mikilvægt, og því mjög mikið umræðuefni allajafnan manna á meðal, eins og gamli málshátturinn segir um föt og fæði: „Fár minnist étins matar eða slitinna klæða“. Og svo er raunar um fleira í mannlífinu og mannlegum samskiptum. Báðum þessum blíðu vetrar- útmánuðum og vorum, sem ég hef hér tilnefnt, fylgdu áfelli eftir sumarmálin, hér á Norð-Austurlandi, en slíkt kemur tíðast ekki niður á sama hátt í öllum landshlut- um. Þessi áfelli voru ekki langstæð, þó nokkru lengra 1906, með jarðbönn víða í nálega þrjár vikur, og að þessu loknu tóku sömu blíðviðrin við. En enginn er enn bær um það að segja, hvort svo verður einnig á þessu vori, því byrjað er að skrifa þennan pistil annan sumar- dag, á almanaks vísu, og er raunar bara formálsorð fyrir þeirri frásögn, sem eftir á að fara, frá vordögum 1906. Frásögn þessi verður bundin þeim sjónhring, sem ég hafði hverju sinni þetta vor, og geymst hefir í minni mínu í nálega 70 ár. Veturinn 1905—6 dvaldi ég á Ljótsstöðum í Vopna- firði hjá móðursystur minni, Sigurborgu Sigvaldadótt- ur, sem var búandi þar í fremri bænum, eins og það var kallað, ásamt eiginmanni sínum Nikulaj Höjgaard tré- smíðameistara. Hann var fæddur íslendingur, en dansk- ur að faðerni. Hjá þeim var einnig til heimilis bróðir húsfreyjunnar og móðurbróðir minn, Gunnlaugur Sig- valdason, sem þá var konungsins lausamaður, í kaupa- vinnu á sumrin, en fékkst við bókband á vetrum. Hann varð síðar bóksali og kaupmaður á Vopnafirði um ára- tugaskeið. Hann átti að æfa mig í skrift og rcikningi, ásamt því að láta mig læra spurningakver Helga Hálf- dánarsonar, átján kafla kverið, sem kallað var, og biblíu- sögur m. m. því tilheyrandi. Þetta var þó ekki alveg daglega, heldur svona við og við, eftir ástæðum, svo þarna komst ekki að neinn námsleiði. Ég var á þrettánda árinu, þegar þetta var, varð þrettán ára í maí þetta vor, svo það var farið að styttast í ferminguna, en farskólar ekki komnir til sögu, a. m. k. ekki á útkjálkum landsins, en komu til ári síðar, víðast hvar. Ég var læs fyrir ein- um sex árum og hafði lesið ýmislegt, sem til féll, bæði andlegt og efnislegt, þar á meðal Alþýðubókina, Úraníu °g Nýjatestamentið, ásamt ýmsum sögum, og lært eitt- hvað smávegis af kvæðum og vísum, en átti eftir að læra kverið, sem var aðal undirstaðan til að komast í krist- inna manna tölu, en jafnframt örðugasti hjallinn. Ég var þarna í eftirlæti hjá móðursystkinum mínum og naut mikils frjálsræðis. Ég var oft löngum stundum í ytri bænum, en þar voru nokkur ungmenni, en engin í fremri bænum, utan eitt ungbarn. Þessi ungmenni voru börn Gunnars Gunnarsonar frá Brekku í Fljótsdal og fyrri konu hans Katrínar Þórarinsdóttur frá Bakka á Langanes-Strönd. Gunnar var hreppstjóri Vopnafjarð- arhrepps um áratuga skeið og bjó þarna fremur vænu búi, að þcirrar tíðar hætti, með síðari konu sinni Mar- gréti Vigfúsdóttur. Fyrri konu börn Gunnars voru þá flest heima, og þeirra á meðal hinn nú þjóðkunni rit- höfundur og skáld Gunnar Gunnarsson, sem þá var á sautjánda aldursári og þarf ekki frekar að kynna. Aðalleikfélagi minn þarna var Sigurður Gunnarsson, rúmlega ári yngri en ég. Hann varð síðar bóndi á Ljótsstöðum um nær fjóra áratugi, og lengi oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps. Gunnar rithöfund- ur var þá fjárhirðir hjá föður sínum og gætti ásauða í tveimur fjárhúsum og hélt til beitar þegar gaf, sem oft var. Við Sigurður höfðum það m. a. að leik, að látast vera útilegumenn eða draugar, fyrirmyndin úr þjóð- sögunum, og ráðast á Gunnar, þegar hann kom heim með féð til hýsingar í kvöldhúminu. Þá sátum við fyrir honum við fjárhúsin eða inni í þeim, þegar við vonim draugar, og réðumst að honum, þegar hann hafði hýst, og stundum áður, því rollurnar rötuðu í húsaskjólið. Gunnar var orðinn meðalmaður að hæð og nokkuð þrekinn, og sterkur vel, fannst okkur Sigurði. Það var metnaður okkar, að geta komið Gunnari undir, og hald- 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.