Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 27
Ef til vill getur þetta kvæði m. a. rennt stoðum undir þá skoðun, sem ég minntist á hér að ofan, að hætta sé á að inntak eða meining ljóðs hverfi við söng. Við skynj- um að skáldið er ekki bara að tala um svanina, þessa fallegu fugla loftsins, heldur stendur berum orðum hvað þeir tákna: „Vér erum þíns sakleysis svanir“. Hér leiðir skáldið hugann að hinum sakleysislega hreinleika sem alltaf býr í hverri barnssál, yfirhöfuð æskunni, áð- ur en olnbogaskot lífsins breyta henni. Nokkurs virði sé að höndla aftur þennan barnslega hreinleika til mann- legra samskipta, og spurningin er sú hvort endurómur- inn af þeim söng nægi til að geta höndlað hann: „En, svanir, kemst ég þá til yðar / ef ómurinn vísar mér leið?“ Skáldið svarar þessu ekki. — En stundum er sagt að hrein og heit ósk rætist. En því ekki lesa og skynja ljóð og síðan að syngja það með fallegu lagi? Listrænastur verður sá söngur þegar söngvarinn skilur til fulls ljóðið sem hann syngur. Þar skilur oft á milli tveggja ágætra radda. Ég minntist á hann Jónas Helgason, sem gerði fleira en stjórna kór og útbreiða falleg sönglög við ljóð Stein- gríms. Hann samdi a. m. k. þrjú lög sjálfur við kvæði skáldsins. Helgi bróðir Jónasar var líka mikill músík- maður og hann var sínu iðnari við að fclla tóna að kvæðum Steingríms, því hann samdi a. m. k. tíu lög við kvæði hans. Á því er enginn vafi að þeir bræður, Jónas og Helgi, hafa unnið þarft og göfugt verk á sviði söng- mála sem sannarlega er þess virði að á það sé minnst. Næsta kvæði er enn eftir Steingrím og nú er það sjálf drottningin í ríki lista sem er prísuð, sönglistin. Helgi Helgason og vesturíslendingurinn Steingrímur K. Hall hafa báðir samið lög við þetta Ijóð. SÖNGLISTIN Svíf þú nú sæta, söngsins englamál, angrið að bæta yfir mína sál! tónaregn þitt, táramjúkt titri nið’r á hjartað sjúkt, eins og dala daggir svala þyrstri rós í þurrk. Indæl sem kliður ástafugls við hnd, rammefld sem niður reginhafs í vind, óma, sönglist, unaðsrík, önd mín hrifin, svani lík, blítt í draumi berst með straumi út á hljóms þíns haf. Mér hefur verið sönn ánægja að verða við óskum um að birta ofannefnd ljóð Steingríms Thorsteinssonar sem um hefur verið sagt að eigi flest söngljóð á íslandi. Öll eru ljóð þessi gamlir kunningjar þeirra sem söngla fyrir sjálfa sig í einrúmi eða syngja í margmenni og holl til upprifjunar, ekki síst á þjóðhátíðarári. Ég minn- ist orða Arnórs Sigurjónssonar, sem hann skrifaði fyrir 46 árum í Hörpu, úrval íslenskra söngljóða. Amór er að reifa þá hugmynd sína að byrja kennslustund með söng og segir: „Ekki vil ég að þessi hugmynd mín að tengja sönginn sem fastast kennslu í sögu þjóðarinnar og bókmenntum verði þannig skilin að ég vilji nota sönginn til að örva skrumgjarna ættjarðarást. Mér er það vel ljóst að ættjarðarástin á að vera loginn helgi sem við geymum við barm okkar, en ekki kyndill sem við veifum yfir höfðinu. En söngurinn á að hjálpa okk- ur til að skilja með hjartanu þjóðlíf okkar sem Ufandi líf, og fegurð og líf náttúrunnar umhverfis okkur.“ — Þetta er kjarni málsins. Vesturíslendingar flykktust hingað í heimsókn til að leggja áherslu á hug sinn til gamla landsins á þessu þjóð- hátíðarári. Ég hef aldrei dregið í efa vinsemd þeirra og ræktarvott sem þeir hafa margoft sýnt við ótal tæki- færi, stundum þegar mest lá við eins og við stofnun Eimskipafélags lslands. Og eins og fyrri daginn er það í Ijóði, sem hugarþeli þessa fólks er best lýst, — fólks, sem af illri nauðsyn yfirgaf þetta land, vegna óáranar í ár- ferði og stjórnsýslu. Hér á ég við hið kunna kvæði Stephans G. Þótt þú langförull legðir (Úr íslendinga- dags ræðu). Til marks um það hvað þetta er ramm- íslenskt kvæði má minnast orða séra Matthíasar Joch- umssonar þegar hann var beðinn að þýða þetta kvæði á erlenda tungu vegna sönglagaútgáfu (Kaldalóns) sem efnislega voru á þessa leið: Þetta kvæði er óþýðanlegt, hvernig í ósköpunum á að koma orðum að því á erlendu máli svo útlendingur skilji ljóðlínur sem þessar: Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem viðsýnið skín. — þetta getur enginn skilið hvernig sem orðum er hag- að nema íslendingurinn sem alinn er upp við þess konar undur. Fjórir hafa samið lög við þetta ljóð: Sigfús Einarsson, Jón Laxdal, Jón Friðleifsson og Sigvaldi S. Kaldalóns, en hans lag mun kunnast og oftast sungið. ÞÓTT ÞÚ LANGFÖRULL LEGÐIR (Úr Islendingadags ræðu) Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalandsmót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers! Heima er bezt 291

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.