Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 24
Efri ?nyiidin: Cuzco-borg eins og hún lítur lit í dag. Mörg húsanna eru reist á grunnum gömlu inkahúsanna. — Neðri myndin: Inka-baðið við Cuzco. um hins mikla dals, og rís í hæðir frá stalli til stallar — og öll er hún um- lukin geysivoldugum grjótmúr. Stærð einstakra steina grjótgarðsins er með ólíkindum, vega kannske mörg tonn. Grjótið er granít og fengið úr grjótnámunum við Andu- haylillas, sem er 37 kílómetra í burtu. Hvernig inkarnir fluttu þetta grjót á byggingastað er hinn mikli levndardómur og reyndar óskiljan- lengur. íbúar Perú á þessum dögum þekktu hvorki burðardýr né vagna, — þekktu ekki hjólið, merkustu upp- finningu allra uppfinninga. Uxar og hestar þekktust ekki heldur. Spán- verjar komu með hestinn með sér. Lamadvrið var eina húsdýrið og það getur varla borið mann hvað þá meiri þyngsli. Þó komst grjótið á sinn stað þar sem það var höggvið til og slípað og raðað upp í þennan volduga grjótgarð. Vitað er að byggingameistararnir notuðust við frumstæðar vogarstangir og áhöldin voru koparaxir, bronsmeitlar og sleggjur með steinhömrum. Inkarnir bjuggu sjálfir í leirhúsum. Efst uppi yfir borginni, á þverhníptum hamra- veggjum, reis mikil virkisborg, Sacsayhuaman, sem lá á milli fljót- anna Hualenay og Rodadero. í þessa virkisborg varð aðeins komist eftir bröttu einstigi sem höggvið var inn í hamraveggina og endaði við þrjá hringturna, þar sem hliðin voru úr sverum palisander-bjálkum. Engum óvini átti að vera fært þangað upp, a. m. k. ekki þeim sem ekki þekkti umsáturstækni stórskotaliðs. í hringturni í þessari virkisborg voru fjárhirslur inkanna sem geymdu ógrynni fjár. Árið 1532 náði spánski ævintýramaðurinn og ribbaldinn Francisco Pizaro inka- höfðingjanum Atahualpa á sitt vald. Hinn ólánsami inki reyndi að kaupa sér frelsi með svimandi háu lausnar- gjaldi, sem spánverjarnir kröfðust af honum. Lausnargjaldið var svo mik- ið að það fyllti herbergi sem var 5 metrar á lengd og 3ja metra breitt. Pizaro sleikti út um þegar hann sá gullið, bræddi það í klumpa, heilög gullker og önnur dýrindi, deildi síð- an ránsfengnum með kumpánum

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.