Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 6
Verkstœði Karls Hanssonar. Myndin er tekin árið 1908. Frá vinstri: Jón Lúðvígsson, Teigarhorni, Berufirði; Karl Hansson,
Jóhann Ólafsson, Ólafur Agustsson og Jón Eggertsson, Krossanesi.
tímans er farið í sveinspróf. Úttektarmenn, eins og próf-
nefndarmenn voru þá nefndir, nefna sveinsstykki Ólafs
salonborð, allt úr mahoní eða hnotu. Sveinsstykki Jó-
hanns nefndist dömuskrifborð, sömuleiðis úr eðlum
viði. Hinir nýbökuðu sveinar mega þó ekki eiga sveins-
stykkin eins og nú er alsiða og þykir sjálfsagt, heldur
voru þau söluvarningur til viðskiptavina. Báðir þessir
húsgagnasveinar reyndu síðar á ævinni að hafa upp á
þessum prófstykkjum til eignar. Stykki Jóhanns kom í
leitirnar fyrir atbeina Ólafs, — en Ólafi tókst ekki að
eignast salonborðið. Það mun hafa orðið eldsvoða að
bráð.
Laun Ólafs fyrir allan námstímann voru 150 krónur
og eitthvað af handverkfærum, sem Karl Hansson lét
upp í kaupið. Karl Hansson hverfur úr bænum og er úr
þessari sögu.
Hinn ungi sveinn hverfur nú galvaskur út í lífsbar-
áttuna. Ekki stundar hann eingöngu smíðar til að byrja
með, heldur ýmislega vinnu sem gafst. Sá tími kemur,
að hann fær meistararéttindi og þar með réttinn til að
taka nema. Þá hugsar hann sér til hreyfings í iðn sinni
og hefur hug á að koma undir sig fótunum, enda fengið
sér lífsförunaut, bráðmyndarlega stúlku og fermingar-
systur sína, Rannveigu Þórarinsdóttur. Fyrst kaupir
hann húsið Grundargötu 3, síðan húsið í Grundar-
götu 6 og ræðst í að stækka það og koma ser þar upp
verkstæði. Hann tekur nema, Hjalta Sigurðsson, sem
var lítið eitt eldri en meistarinn. Hjalti varð síðar kunn-
ur smiður í þessum bæ. Annars kem ég síðar að þeim
fjölda mætra manna, sem lærðu smíðar hjá Ólafi Ágústs-
syni. £g held það séu engar ýkjur þótt ég segi, að Ól-
afur Ágústsson sé lærifaðir velflestra húsgagna- og inn-
réttingasmiða á Akureyri í dag.
Smíðarekstri Ólafs fleygir fram, og brátt hefur hann
sprengt utan af sér litla verkstæðið í Grundargötu 6.
Þá er farið að huga að stórræðum. Hann kaupir eignar-
lóðir við Grundargötu og Strandgötu. Á lóðinni við
Strandgötu mátti enn hjá brunarústir Hótels Oddeyrar
og Verslunarinnar Akureyrar, sem brunnu til kaldra
kola í frægum bruna 18. okt. 1908. Á þessum bruna-
rústum reisir hann hið veglega og stórglæsilega íbúðar-
hús við Strandgötu 33 og litlu norðar verkstæðisbygg-
ingu, allt úr steinsteypu. Þetta var árið 1924. Við verk-
stæðið hefur síðan verið byggt, en íbúðarhúsið er enn
eins og það var byggt í upphafi. Þetta var feykimikil
fjárfesting, en verður upphafið af hinni landskunnu
húsgagna- og innréttingasmíði Ólafs Ágústssonar. Vildi
einhver fá sér vönduð húsgögn var leitað til Ólafs.
Hann leitast líka við að hafa valinn við í smíðinni. Um
tíma flytur hann sjálfur inn gufuþurrkaðan góðvið frá
Danmörku, auk ýmislegra efna til frágangs húsgagna,
meðan sá innflutningur var hagstæður og leyfilegur.
270 Heima er bezt