Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 21
Kristín Grímsdóttir frá Tunguseli á Langanesi, síðar húsmóðir í Ærlækjarseli í Öxarfirði. Hafði hún verið við sama nám, ásamt systrunum, hjá Eyjólfi. Hún var komin fram úr koju, og greiddi hár sitt. Það fyrsta sem þær sögðu, þegar ég hafði heilsað þeim var, „reyndu að ná okkur í vatn að drekka“, hvað ég gerði hið snarasta. Þær sögðu mér svo fréttirnar af ferðalaginu, sem ekki voru með neinum glæsibrag. Stúlkurnar höfðu farið um borð í strandferðaskipið Hóla á Seyðisfirði að kvöldi íöstudags, hins fyrsta í sumri, en skipið kom frá Kaup- mannahöfn til Austurlandsins og skyldi sigla þaðan norður um til Akureyrar, með viðkomu á flestum höfn- um á þeirri leið, og sömu leið til baka. Skálholt annað- ist strandferðirnar frá Reykjavík vestur um til Akur- eyrar, fram og aftur. Þær gengu til hvílu, skömmu eftir að þær komu um borð, allar á sama klefa, á öðru far- rými, því þær bjuggust við að verða eitthvað sjóveikar. Ekki vissu þær gerla, hvenær leyst var frá bryggju á Seyðisfirði um kvöldið eða nóttina, en héldu það hafa verið um eða skömmu eftir miðnætti. Þær höfðu eitt- hvað blundað, en vöknuðu við titringinn frá skrúfu skipsins, þegar komið var af stað. Fljótlega fór að verða meira um að vera en titringur frá skipsskrúfu. Skipið fór að velta og höggva á öldum hafsins svo að gnast í viðum. Sjóveikin kom þegar til sögu, með sínum venju- legu fylgifiskum, og meira en það, því við bættist óttinn um að skipið væri að farast með manni og mús, þegar mest gekk á. I sem stystu máli sagt, lágu stúlkurnar þarna í kojum sínum í 7 sólarhringa, og þó rúmlega, máttvana af sjósótt og vanlíðan, næxingarlausar að mestu, og þjáðust mjög af þorsta, því þjónustan þarna var ekki á marga fiska, því sjaldan var til þeirra litið. Þær reyndu oft að hringja á þjónustu, því til þess var umbúnaður, ef hann hefir þá verið í lagi, en það bar engan árangur. Eitt sinn, er mikið heyrðist á ganga, kom sjórinn fossandi niður á ganginn og flæddi inn í klef- ann. Var um tíma ökladjúpt vatn á klefagólfinu. Þá héldu þær að sín síðasta stund væri komin og voru ekki ófúsar að sætta sig við það, svo var af þeim dregið, og vitundin máttvana. Skipstjórnarmenn höfðu líka sína sögu að segja um stranga viku, sumarvikuna fyrstu 1906. Hólar höfðu farið frá Seyðisfirði um miðnætti aðfaranótt laugardags og höfðu, þegar út úr firðinum kom, strax orðið varir nokkurs norðan kalda með hríð- arslitringi, sem brátt færðist í aukana. Þegar siglt hafði verið nálægt tveim klukkustundum frá mynni Seyðis- fjarðar, norðureftir, var komið svo hart veður, nokk- urnveginn beint á móti, með þéttum snjóburði og stór- sjó, að skipstjóra þótti ekki fært að neyta fullrar vélar- orku og sló af. Tók skipið þá þegar að reka, þótt reynt væri að andæfa. Þetta rek stóð í fulla fjóra sólarhringa, og var talið að skipið hefði verið komið suður undir Færeyjar er siglingafært var orðið og snúið á rétta leið. Mörg áföll og þung hafði skipið fengið á þessari leið og þessum tíma, og sýndu merki þar verkin. Stjórnpallur hafði laskast verulega stjórnborðsmeginn, annar af tveimur björgunarbátum skipsins hafði brotnað og horfið í hafið, og sjórinn brotið hurð m. m. við inngang á annað farrými og flæddi þar inn í skipið. Einhvern- veginn höfðu skipsmenn þó getað, fljótlega, neglt fyrir þessa gátt, og stöðvað vatnsrennsli niður í skipið, að mestu. Þannig til reika komu nú Hólar og lögðust á Vopnafjarðarhöfn, laugardagsmorguninn annan í sumri 1906. Mig minnir að eitthvað væri fleira farþega með skipinu en þeir sem ég hefi um getið, en ég þekkti ekk- ert þar til. Á öðru farrými minnist ég ekki að hafa orð- ið var við aðra farþega en frænkurnar mínar þrjár, áðurnefndu. Einhverju af vörum var skipað upp úr Hólum á Vopnafirði því ekki var farið fyrr en undir miðaftan þaðan. Ég fór aftur í land, með vörubát, og náði ein- hvernveginn í tvær mjólkurflöskur handa frænkunum, til að hressa þær svolítið við. Veðrið var nú gott, og svo hafði raunar verið síðari daga vikunnar, og sjó- inn hafði lægt. Ég var þarna á öðru farrými hjá frænk- unum og snerist eitthvað fyrir þær, þessa stund, sem ég var þarna um borð, en það var ekki lengi, því eftir röskar tvær klukkustundir frá því skipið fór af Vopna- firði, var það komið á Bakkafjörð, þar sem ég fór í land, því þaðan var styst heim til foreldra minna, að Kverkártungu. Frænkurnar ætluðu áfram til Þórshafnar. Allsstaðar var eitthvað að gera með Strandferðaskip, sem hreint ekki var á ferðinni daglega, heldur einu sinni í mánuði, með hvíld yfir veturinn í 4—5 mánuði, en þetta þótti gott þá. Þarna á Bakkafirði, kauptúnið heitir raunar Höfn — var skipað upp vörum frá Kaupmanna- höfn til verslunar Halldórs Runólfssonar, og fram heil- mikilli búslóð séra Jóns Haldórssonar, sem nú var að flytja búferlum frá Skeggjastöðum við Bakkafjörð eftir margra ára þjónustu þar, að Sauðanesi á Langanesi, sem hann sat um 12 ára skeið. Þegar ég kom þarna í land, hvpjaði ég mig fljótlega, með fatapoka minn, heim í Hafnarbæinn, til húsbændana þar, Guðrúnar Sigvalda- dóttur og Jóns Sigurðssonar, sem lengi gerðu þar garð- inn frægan. Þau voru bæði ættingjar móður minnar og var mér tekið þar tveim höndum. Þar gisti ég um nótt- ina og undi mér vel, enda tveir drengir á heimilinu á mínu reki, sem þar ólust upp með rnóður sinni, sem alltaf vann í heimilinu. Daginn eftir, þegar við strák- arnir höfðum eitthvað skemmt okkur og komið var fram yfir hádegi, fór ég að ympra á því við Jón bónda, að ég hefði ætlað að komast inn að Bakka í dag, og hvort annarhvor drengjanna mætti ekki fylgja mér þangað. Jón brosti og spurði hvort mér lægi nokkuð sérstaklega á. Hann ætti von á að einhver kæmi fljótlega frá Bakka, úteftir, og þá gæti ég orðið honum samferða. Þetta reyndist rétt. Um nónbilið kom Valdimar Magn- ússon bóndi og hreppstjóri á Bakka, út á Höfn. Hann var kvæntur Þorbjörgu Þorsteinsdóttur frá Miðfirði, frændkonu minni, tvímenningi við móður mína. Valdimar stóð fremur stutt við. Hann fór eitthvað á fund kaupmanns og kom þaðan með pokaskjatta, og tók svo minn fatapoka þar ásamt á bak sér, og við röltum af stað í slóð hans áleiðis fram að Bakka. Nýsnævi var Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.