Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 9
íbúðarhúsið að Strandgötu 33 og verkstæðisbyggingin að Grundargötu 1, eins og þœr litu út eftir byggingu árið 1924. sem öll hafa fest ráð sitt og eignast börn, nema Þórar- inn. Ekki vantar mig viljann að fara nokkrum orðum um hana Rannveigu Þórarinsdóttur, en ég kýs að vera fá- orður af ótta við, að heitar tilfinningar mínar gerðu þau orð afkáraleg. Vilhjálmur bróðir hennar lét eitt sinn svo um mælt í útvarpið, að það væri kynfylgja sfns fólks að vera nokkuð seintekið, en þegar það hefði tek- ið tryggð við einhverja manneskju stæði hún til ævi- loka. Þegar ég heyrði þetta, fannst mér þetta hljóta að vera sannmæli og varð hugsað til Rannveigar. Marga vinsemdina hafði hún sýnt mér í æsku, en mesta og besta á unglingsárum, þegar ég þurfti verulega á að halda. Þá bauð hún mér að dvelja á heimili þeirra Ólafs í tvo vetur á meðan ég var við skólanám. Þá var ég orðinn aðkomumaður í fæðingarbæ mínum og átti ekki í mörg hús að venda. Á heimih þeirra hjóna var breytt við mig eins og ég væri þriðji sonurinn. — Þannig var Rannveig, og ég hika ekki við að fuUyrða, að hún er ein með mestu mannkostamanneskjum, sem ég hef kynnst. Auðvitað kom Ólafur þarna við sögu, en um- svif mín í heimilinu komu minna við hann en Rann- veigu af augljósum ástæðum. Ólafur Ágústsson hefur ekki mikið sinnt félagsmál- um. f byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar sat hann þó árum saman, og átti þannig beinan þátt í vexti bæj- arins. Einnig starfaði hann talsvert að málefnum iðn- aðarmanna hér í bæ, og formaður stjórnar Sparisjóðs Akureyrar er hann í dag. Nú er langur starfsdagur að kvöldi kominn. Enn kann Ólafur þó ekki við sig nema vinna hluta úr degi á verk- stæðinu, þó aldur sé orðinn hár. Annars hvílir verk- stæðisreksturinn nú að mestu á herðum sonarins, Ágústs. Ólafur yngri Ágústsson er líka orðinn húsgagnasmiður, og bráðum Þórarinn, sem enn er í námi. Minn gamli æskuvinur Ágúst, er þá orðinn mikið breyttur, ef hann heldur ekki á lofti vandvirkninni og hreinskiptninni í öllum viðskiptum, sem Ólafur Ágústs- son er svo orðlagður fyrir. Heima er bezt 273

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.