Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 11
skrift á Fóstbræðrasögu, utanhafnarbuxur, vesti, sokka, skyrtugarm, allt bætt og ónýtt“. 27. jan. „Þá fékk eg hjá Jakobi nærbuxur og brjóst- hlíf fyrir skriftina“. 10. marz. „Eg fékk hjá Benediktsen ársbækurnar (bókmenntafélagsins í fyrsta sinn) 1862. Eg fékk fyrir það hjá Jóhanni ávísun fyrir 3 rdl“. 3. apríl. „Eg sendi Gísla Konráðssyni Hvanndala- Bjarna þátt m. m. og skrifaði honum“. Alla helgi- og frídaga sem til féllu notaði Sighvatur til skrifta og lesturs eins og glögglega kemur fram í dag- bókum hans. Vorið 1867 fluttu Sighvatur og Ragnhildur úr Flatey, og voru tvö ár í Gufudalssveit, í húsmennsku. Þar næst bjuggu þau 4 ár á Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Árði 1873 fluttust þau hjón búferlum vestur að Höfða í Dýrafirði og bjuggu þar alla tíð síðan. Fæddust þeim 12 börn, þar af komust 6 til fullorðins- aldurs. Yngst systkinanna var Kristján klæðskeri, sem andaðist á þessu sumri, háaldraður. Árið 1869 hóf Sighvatur Borgfirðingur fyrst að safna til hins mikla ritsafns Prestaævir á íslandi. Er frumrit þeirra varðveitt í 4 bindum. Auk þess eru 11 viðauka- bindi. Drög að hreinskrift fylgja þar og. En aðalverkið og eins og hann skildi síðast við það er í Lbs. 2358— 2373, 4to. Allt 16 bindi, „til hægðarauka bundin í 22 bindi“ eins og dr. Páll Eggert Ólason segir í handrita- skrá sinni. Það sem upphaflega kom Sighvati til að leggja útí söfnun heimilda að ævum íslenzkra presta var útkoma Prestatals og prófasta, sem kom út hið sama ár. Presta- ævunum þyrfti að gera skil í sérstökum þætti, en það verk verður að bíða annars tíma. Um 1889 sendi höfundur ævirnar suður til Reykja- víkur til að lofa stjórn Reykjavíkurdeildar bókmennta- félagsins að yfirlíta þær með það fyrir augum að nota þær til útgáfu. En stjórnin hafnaði málaleitan Sighvats. Eigi að síður hélt hann áfram að bæta við unz yfir lauk. Skömmu eftir aldamótin síðustu fór hann að finna til titrings og skjálfta í hægri hendi, fyrir vikið varð skrift- in verri, og má svo heita að undir lokin sé rithöndin það óskýr að oft á tíðum verði eigi auðveldlega lesin. Þó að Sighvatur hefði ekkert annað látið eftir sig á ritvellinum en Prestaævir sínar, hefðu þær nægt til að halda nafni hans á lofti um ókomin ár. En maðurinn var hamhleypa til skrifta. M. a. liggja þessi handrit eftir hann (varðveitt í Landsbókasafni): Lbs. 2265—2270, 4to. Ættartölubækur í 6 bindum, með registri. Lbs. 2271—2284, 4to. Uppkast að prestasögum, með viðauk- um, 14 bindi. Lbs. 2321—2325, 4to. Ríinnasafn, 5 bindi, skrifað 1882—93. Lbs. 2326, 4to. 661 blaðsíða. „Um skáldskapinn á íslandi á 15. og 16. öld“ þýðing á dokt- orsritgerð Jóns Þorkelssonar, sem Sighvatur þýddi að mestu í verinu 1889. Dagbækur Sighvats eru 4 bindi 1863—1930, númer Lbs. 2374—2377, 4to. Auk þessa er samtíningur ýmiss konar í 5 bindum varðandi ævisögur presta, bókaskrár, rímur og rímnaskáld (skrár), ætt- fræði, fyrirlestrar um sögu íslands, sem hann hélt all oft á samkomum í Dýrafirði, ýmislegir æviþættir og sögu- ágrip. Bréfasöfn hans fylla 10 bindi, eru þar aðallega bréf til hans, ásamt reikninga- og kvittana safni. Upptalning þessi er tekin úr handritaskrá Landsbóka- safns og væri hægt að halda lengi áfram, en þetta látið nægja. En það sýnir og sannar að maðurinn var á marg- an hátt óvenjulegur. Segja má að skóli sá sem hófst með Jóni sýslumanni Espólín með ritum Árbóka íslands hafi náð hámarki sínu með verkum Sighvats, áhrifa gætir þar gegnum Gísla gamla Konráðsson. Flest handrita frá Sighvati eru komin í Landsbóka- safn við dauða hans, (14. jan. 1930), samkvæmt sérstök- um samningi milli hans og safnsins um að það greiddi honum lífeyri árlega meðan hann væri lífs. Með hand- ritunum kom og skrifpúlt það er hann hafði ávalt á hnjám sér er hann skrifaði, bæði heima og heiman. Víkjum þá að bréfum þeim er fóru milli þeirra Jóns forseta og Sighvats. Þau eru varðveitt í bréfasafni Jóns í Þjóðskjalasafni. Verða þau birt samkvæmt þeirri röð sem þau eru skrifuð. Jón forseti Sigurðsson til Sighvats: „Khöfn 2. októbr. 1866. Háttvirti vin: Svo þér sjáið, að allt hafi komist til skila, þá viður- kenni ég með þakklæti bréf yðar 5. aug. þ. á. og með- fylgjandi bréfabók Eggerts á Skarði. Það datt reyndar töluvert ofan yfir mig, þegar ég sá að það var ekki bréfabók Eggerts Hannessonar, sem ég vænti eftir, en samt þakka ég yður félagsins vegna* yðar góðvild, og vil feginn stuðla til að þér fengið einhverja þókn- un í bókum í staðinn, ef þér látið mig vita hvers þér óskið. Kannske þér hafið ýmislegt meira, eða getið útvegað okkur, sem vert væri að frelsa frá fúa og eyðileggingu. Mér dettur í hug kvæðasafn síra Gunnars Pálssonar, sem víst má vera til vestra, og margt fleira, sem ég get ekki talið, en sem þér munduð sjá hversu vert er. Yfirhöfuð að tala vildi ég óska að sú væri reglan, að senda Bókmenntafélaginu allt íslenzkt, sem menn ann- ars ekki vissi nema kynni eyðileggjast. Það sem félagið fær er landsins eign, þó það sé sent hingað fyrst um sinn, þá er því eins óhætt og ef kringumstæður breytast þá getur félagið (látið) flytja til íslands safn sitt þegar það vill. Það þykir mér mjög vænt um, að eiga von á registri yfir handrit Gísla Konráðssonar. Þegar maður ekki þekkir þau, þá er vandi að segja hvers maður skyldi helzt óska, einkanlega þegar afskriftirnar eru svo dýr- ar, því félagið hefir áður gefið 12 skild. fyrir örkina í ættartölubókum Espólíns, sem þó er vandameira að skrifa en það sem er rétt áfram. Eigi að síður vil ég ekki * Bókmenntafélagið hóf að safna handritum í tíð Jóns og var svo alla 19. öld unz safn þess var selt Landsbókasafni. Heima er bezt 275

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.