Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 4
EIRIKUR EIRIKSSON:
Verkié Iofar meistarann
Spjall um Olaf Agústsson húsgagnasmíéameistara
og konu hans, Rannveigu Pórarinsclóttur
Tíminn er fljótur að líða, og ég á bágt með að
sætta mig við þá staðreynd, að hjónin Rann-
veig Þórarinsdóttir og Ólafur Ágústsson séu
nú meðal elstu borgara Akureyrarbæjar. Þó
finnst mér þau ekkert hafa breyst, hvorki í útliti eða
viðmóti frá því fyrst ég tel mig muna eftir þeim frá
æskudögum. Þá var ég tíður gestur á heimili þeirra, því
við Ágúst, yngri sonur þeirra, vorum æskuvinir og
mjög samrýmdir. Þessi kynni leiddu til mikillar tryggð-
ar við mig, og á þungbærri stundu lífs míns sýndu þau
mér slíka vinsemd og drengskap, að ég fæ aldrei gleymt.
Ólafur Ágústsson fæddist hér á Oddeyrinni 8. sept.
1891, og frá þeim stað hefur hann ekki vikið síðan.
Hann var einbirni foreldra sinna, Salvarar Níelsdóttur
(f. 8. júlí 1855, d. 20. sept. 1932) og Ágústs Jónssonar
(f. 23. ágúst 1865, d. 26. des. 1958). Bæði voru þessi
hjón ættuð héðan úr Eyjafirði.
Ólafur hefur því vaxið upp með höfuðstað Norður-
lands, allt frá einstöku flöktandi olíuljósi á húshorni til
flúrljósa malbikaðra breiðgatna. Hann hefur sjálfur
átt mikinn þátt í þessari breytingu. Akureyri nútímans
þenst út um allar grundir og um hana er talað sem eina
heild, einn bæ, en á æskuárum Ólafs var alltaf talað um
Akureyri og Oddeyri, og tvö hús skildu á milli þessara
bæjarhluta.
Vöxtur bæjarins er mikill. Þó er hún Glerá gamla enn
til, en ólíkt blíðlátari en þegar hún ruddist fram úfin
og ljót úr klakaböndum og kom íbúum Oddeyrar í
opna skjöldu og flæddi um alla Eyrina og fyllti kjallara
húsa. En þó hún léti svona í illu skapi, gat grjót það,
sem hún bar með sér og skildi eftir við bakka og árós,
komið íbúunum að gagni. Þeir notuðu það í rásirnar
undir kjöllurum margra húsanna og var nauðsynlegt í
undirstöðu, því alltaf kom upp sjór, þegar húsgrunnar
voru grafnir, sökum þess hvað Eyrin stóð lágt miðað
við sjávarmál.
Einn hinn fyrsti starfi, sem Ólafur Ágústsson fékkst
við, var að tína saman þetta grjót við Glerárbakka.
Þann starfa hafði hann með köflum tvö sumur. Ekki
urðu það síðustu handtök hans við húsbyggingár í þess-
um bæ.
En hinn ungi sveinn kynntist fleiru en grjóttínslu.
Örlítill vísir að iðnaði var byrjaður að sjá dagsins ljós.
Um tíma var hann við snúninga í fyrstu og einu vindla-
verksmiðju á Akureyri, sem Tulinius kaupmaður átti og
rak um skeið og var fyrir ofan hið veglega íbúðarhús
hans á hinni eiginlegu Akureyri þess tíma. Þessi verk-
smiðja varð svo eldsvoða að bráð, og var rekstrinum þá
hætt bæði af þeirri ástæðu og annarri, sem ekki verður
talað um hér. Ungi Oddeyringurinn virti líka fyrir sér
kjötniðursuðuna, tólgarsteypinguna og dósaverksmiðj-
una, sem um skeið var rekið á gamla Lundi, þótt ekki
leggði hann hönd að þeirri vinnu. Gamla prentsmiðju-
húsið við Norðurgötu vakti ekki minni athygli hans, en
það var hlaðið úr höggnu grjóti, sem sprengt var úr
hömrunum uppi í Glerárgili, og límt saman með blöndu
af sementi og kalki. Oddeyringar hafa án efa horft at-
hugulum augum á steinbyggingar á þessum árum tíðra
húsbruna, sem stundum stefndu byggðinni í voða.
Ólafur Ágústsson naut barnafræðslu í gamla barna-
skólanum undir Brekkunni við Hafnarstræti. Það hús
stendur enn, er næst sunnan við Samkomuhúsið. Amts-
bókasafnið fékk seinna þar inni, þegar barnaskólinn
uppi á Brekkunni tók til starfa 18. október 1930.
Ekki var um margt að velja sem ævistarf á uppvaxtar-
árum Ólafs. Hann ákveður að gerast sjómaður. Frændi
hans, Finnur Bjarnason skipstjóri, ætlaði að taka hann
sumartúr til reynslu á eina af þessum seglskútum, sem
þá þóttu svo eftirsóknarverð atvinnutæki. En örlagadís-
irnar slá sinn vef. Þetta skip ferst og með því öll áhöfn-
in. Eðlilega slær óhug á fólk við þessi sviplegu tíðindi.
Við getum vel ímyndað okkur þær tilfinningar, sem
bærst hafa í brjósti Salvarar, móður Ólafs, þegar henni
verður hugsað til þessa einkabarns, sem vel hefði getað
268 Heima er bezt