Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 14
Sighvatur til Jóns: „Höfða í Dýrafirði 13/6 1873. Háttvirti elskulegi vin: Drottinn gefi yður langa og góða lífdaga. Af því eg er orðinn hreint hlessa á því, að eg hef ekki séð frá yður línu núna nærri árlangt, til svars upp á bréf sem eg hripaði yður, og sendi með Jóni Magnús- syni verzlunarmanni frá Clausen í fyrra sumar og bað hann fyrir að afhenda yður, þá verð eg nú aðeins að gjöra fyrirspurn til yðar, hvort þér hafið ekki fengið það bréf. Þar fór eg fram á hvort eg mundi ekki fá með yðar mestverða tilstyrk, að skrifa af mér félags- gjaldið, og bauð einnig félaginu handrit mín til eignar eftir minn dag, fyrir ársbækurnar smám saman ef það heldur vildi, eða fá að afskrifta tiltekin arkafjölda á ári. Eg er nýbyrjaður á að semja skýringar yfir forn ör- nefni í Gísla sögu Súrssonar, en sá stóri galli er á, að eg er sögulaus. Eins verð eg að hætta um stund við örnefn- in í sögu Þorgeirs og Þormóðs, því eg hef ekki nema skrifaða skræðu og defekt. Enis og þér sjáið, þá flutti eg mig hingað í Dýrafjörð nú í vor og megið þér því skrifa mig á Höfða. Mikið væri gott að fá frá yður línu, frá Alþingi, ef Guð lofar yður að lifa, og ofurlítið ágrip um leið af því sem þá yrði mest í nýmælum, og eins hvernig þér vilduð að menn höguðu sér. Eg skal reyna hvað eg get að innprenta mönnum hér ófalskan anda, þó það máske muni litlu, en áhugi manna er þó sannarlega að vakna, þó ekki muni meir áfram en komið er. Við verðum, eins og þér hafið svo iðulega brýnt fyrir mönnum, að vera þolinmóðir og staðfastir sem allt ríður á. Eg hef verið hér á tveim fundasamkomum og reynt að leið- beina mönnum í aðalmálum vorum og hefur verið gjörður að því góður rómur. En úr öllum óþarfa æsingi vil eg draga. Einasta að hafa staðfasta einurð og óbil- andi þrek og lofa þeim aðeins að neyta ofurvalds en játa ekkert sem skerðir þjóðréttindi vor. Forlátið flughastið og verið ætíð falinn algóðum Guði, sem leiði yður og styrki í öllum þrautum. Með vinsemd og kærri kveðju. S. Gr. Borgfirðingur, áður á Klúku í Bjarnarfirði“. Síðasta bréfið í safni Jóns til Sighvats er svohljóðandi: „Reykjavík, 27. júlí 1873. Háttvirti kæri vin: Það var mér mjög kært að fá bréf yðar seinasta og vita hvar þér eruð niðurkominn. Það (er) líka hægt að ná til yðar núna annað hvort gegnum Gram# eða gegn- * Gram var kaupmaður á Þingeyri. um Ásgeir á Isafirði. Ég sendi yður nú til Ásgeirs sög- urnar, sem þér nefnið, en þegar þér farið í örnefnin, þá verðið þér líka að taka það sem kemur fyrir í Landnámu, Sturlungu og víðar, og eins verðið þér að gá að þeim örnefnum, sem eru einkennilega forn, þó þau komi ekki fyrir í sögunum. Getið þér ekki fundið það út hvaða lækur það er, sem nefndur er í Landnámu á Ingjalds- sandi og kallaður Ósómi? Er hann með því nafni enn? Ég skal sjá um það, að þér fáið tillag yðar fyrir hand- rit, og eins hef ég ekkert á móti, að þér getið fengið borgun fyrir afskriftir eða handrit sem félagið fær frá yður, reiknuð t. d. í arkatali. En það hefir sín takmörk að því leyti, að við getum ekki borgað mikið á árt hverju, og um það yrðum við að semja, hvað mikið þér tækið fyrir örk af afskrift yðar og þess háttar. Ég gjöri ráð fyrir að 20—30 rd. á ári mundi mega takast að út- vega yður. Það sem þér segið um stefnu yðar í okkar málum líst mér vel á. Nú er það helst Bókmenntafélagið og Þjóð- vinafélagið sem mest kemur fram. Ég skal bráðum senda yður skýrslu Þjóðvinafélagsins og reikning. Með kærum kveðjum, yðar einlægur skuldbundinn vin, Jón Sigurðsson“. Keflavík, í júlí og ágúst 1974. Eftir hátíðar Framhald af bls. 261 ----------------------------- vera ljóst, að meinsemd verður ekki læknuð án sársauka, og vandinn ekki leystur án fórna. En þar strandar. Enginn einstaklingur eða stétt vill taka byrðarnar á sig, heldur vísa á náungann. Og þegar til framkvæmdanna kemur hefst upp metingurinn, um að þessi sleppi léttar en hinn. Tortryggni og öfund eiga alltof ríkan þátt í hugum manna. Þetta er meinsemd nútímans, sem því miður er alltof mikið dekrað við. I stað þess að leitast við að uppræta hana, er henni hjúkrað og hún alin á baráttu milli starfs- hópa og stétta, þar sem fæstir beina sýn út yfir hin þrengstu mörk. Þetta er að vísu ekki sérkenni vort ís- lendinga. En vér höfum sérstöðu umfram aðrar þjóðir og það er fámenni vort. Raunar erum vér allir ein fjölskylda, sem þegar öllu er á botninn hvolft hefir öll sömu hagsmuna að gæta, ef vel á að fara. I einhuga fjöl- skyldu vinna allir saman. Ef sá einhugur, sem drottn- aði meðal vor hátíðadagana gæti kennt oss þenna sann- leika, og fengið oss til að lifa eftir honum mundi það skapa stærri tímamót í sögu vorri en bæði hringvegur og landgræðsla. St. Std. 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.