Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 30
Rúnar gat ekki varist hlátri, svo íjarstæðukennt lét
þessi röksemdafærsla í eyrum hans.
„Svo þú heldur það? Ágætt ef þú trúir því.“
Skúli andvarpaði.
„Það skiptir nú kannski minnstu máli, hverju ég trúi.
Aðalatriðið er, hverju þú trúir.“
„Ég,“ endurtók Rúnar með langdreginni áherzlu. Síðan
leið skuggi yfir andlit hans, hann reis á fætur og horfði
íhugandi á bróður sinn.
„Ég ætla ekki að svara þessu,“ sagði hann hægt, „heldur
benda þér á þín eigin ummæli, sem eru svohljóðandi:
Ást konu er nokkuð, sem þú getur aldrei verið viss um, að
þú eigir, jafnvel þótt hún fullyrði það sjálf. Sama gildir
um traust hennar og trúmennsku þér í vil. Er þetta ekki
rétt með farið?“
„Bíddu hægur,“ sagði Skúli. „Ég hef ekki sagt þetta
nema þá fullur og.... “
„Það gildir einu,“ tók Rúnar fram í af hita, „því að það
er satt.“
Að svo mæltu bauð hann góða nótt og gekk til herbergis
síns. Eftir sat Skúli hljóður og íhugull um stund og velti
fyrir sér svari bróður síns. Hann hafði vitnað í beizkju-
full ummæli hans sjálfs, og Skúli hafði lítið getað sagt við
því, enda þótt hann gerði sér grein fyrir, að þau voru
ómakleg, hvað þá báða snerti. Þá skorti báða rétt til þess
að segja slíkt, en sögðu það þó vegna þess, að þeim fannst
báðum þeir hafa verið sviknir, sviknir um það, sem þeir
höfðu metið mest af öllu: ástinni sjálfri. Eftir stóðu þeir
gremjufullir ungir menn og höfðu sterklega á tilfinning-
unni, að þeir hefðu leikið aðalhlutverkið sitt í hvorum
harmleiknum.
Skúli sló eldinn úr pípunni og reis á fætur. Við glugg-
ann nam hann staðar og mændi upp í stjömubjartan him-
ininn án þess að skynja fegurð hans nema að takmörkuðu
leyti. Nei, öll vitund hans höfðaði til minninga hans, og
Skúli gaf eftir fyrir ofurmagni þeirra og lifði sig inn í
bjartari veröld með draumblíð sumarkvöld, þar sem ung
stúlka var þungamiðja alls.
„Ást konu. ... “ Skúli brosti ofurlítið. Það var víst eng-
um ofsögum sagt af því, hve föstu taki hún gat nælt sig
um hjörtu mannanna. Fólk gat árum saman gengið um
án þess að losna úr þeim greipum. Sumir gerðu það
aldrei. Aðrir gleymdu, þegar dagur reis og urðu ást-
fangnir aftur að kvöldi. Enn aðrir hrærðust mitt á milli,
og ennþá aðrir sögðu „Skál í botn“ og gengu í hjónaband
um hádegisbil. Svo margþætt er lífið. Og sumir lifa ekki,
en hfa þó, án þess að kynnast ástinni af eigin reynd.
En Skúli Hjálmtýsson var ekki einn þeirra. Hann átti
sínar minningar, sinn helgidóm, og enginn kastar slíku frá
sér, jafnvel þótt það hafi þyma. Stúlkan, sem hugsanir
hans snerust um, hafði verið farþegi hans einn bjartan
vordag heim að Lágeyri, þar sem hún var ráðin til að
starfa á gistihúsi staðarins yfir sumartímann. Með sitt
stuttkhppta hár, gráu alvarlegu augu og sjaldgæfa bros,
hafði hún ekki kallað eftir neinni sérstakri eftirtekt, þótt
hún væri, áður en varði, orðin hugstæðasta mannveran,
sem hann þekkti.
Og kunningjar hans höfðu strítt honum óspart á hinum
tíðu ferðum hans til gistihússins. Hvort hann fengi ekki
orðið almennilega í svanginn heima hjá sér? Eða: Við
megum láta okkur hafa það að éta hvaða snarl sem er.
Höfum hreint ekki ráð á að setjast að í gistihúsinu, enda
þótt sumir víli það ekki fyrir sér. Hann hafði látið sér á
sama standa um aðrar og þvílíkar glósur, en eftir á urðu
sárindin og beizkjan ef til vill ennþá meiri þeirra vegna.
Hún hét BLma, þessi stúlka, sem vakið hafði ást hans
heita og angurblíða, svo heita, að honum hafði fundizt
útilokað annað en hún bæri sömu kenndir í brjósti til
hans, enda þótt í rauninni gæti hann ekki hengt hatt sinn
á neinar sérstakar líkur, sem bentu til þess. Að vísu hafði
verið mjög örðugt að lesa úr svip hennar, og hún hafði
kappkostað að halda kunningsskap þeirra innan mjög
takmarkaðs sviðs. En hann hafði talið, að framkoma henn-
ar einkenndist af feimni, látið það gott heita og elskað
hana ennþá meir vegna sakleysis hennar og reynsluleysis.
En auðvitað hlaut að koma að því, að slíkt vináttusam-
band leystist upp fyrir öðru meira, eða tæki enda.
Þau höfðu staðið úti fyrir samkomuhúsinu að loknum
dansleik. Hann með handlegginn yfir herðar henni, vit-
andi, að honum var nær því ómögulegt að skilja við hana
þá þegar. Þess vegna hafði hann sagt:
„Hvað segirðu um ofurlitla gönguferð?“
Hún hafði hikað og hann beðið eftirvæntingafullur eftir
svari hennar, en orðið fyrir vonbrigðmn, er hún hristi
höfuðið neitandi.
„Ég held ekki.“
„Hvers vegna?“ hafði hann spurt ákafur. „Er ég ef til
vill ekki rétti maðurinn?“
Þá hafði hann í fyrsta sinni séð óljósan bjarma tendrast
í torskildum augum hennar. Hún hafði fullyrt skjótlega:
„Ég hef ekkert út á þig að setja, en ég þarf að vakna í
bíti í fyrramáli."
Hann hafði hlegið léttilega, feginn yfir því, að hún gaf
honum ekki hreint afsvar, og ítrekað glettnislega:
„Eigum við ekki að hætta á það, elskan?“
Hún hafði sent honum eitt af sínum sjaldgæfu, sérstæðu
brosum og gengizt inn á það. Þau höfðu leiðzt tvö ein út
í húmbjarta sumarnóttina, gengið hægt og rætt um dvöl
hennar á Lágeyri, um hinn nýlokna dansleik og þar fram
eftir götunum. YfirhöfuS hafSi skipt litlu máli, hvaS þau
ræddu, hafði honum fundizt. Aðalatriðið og um leið hið
eina, sem skipti hann nokkru máli, var að hafa hana þarna
við hlið sér. En skyndilega hafði Birna numið staðar og
spurt:
„Hvert ertu eiginlega að teyma mig?“
Hann hafði hlegið léttilega og svarað:
„Ekki neitt sérstakt. Ég er aðeins feginn, meðan þú
nefnir ekki að fara heim.“
Hún hafði brosað, en sagt dálítið ávítandi:
„Þú ert nú meiri kæruleysinginn. Léti ég þig ráða, héld-
um við áreiðanlega áfram að ganga hér fram og aftur í
alla nótt.“
„Nei, nei,“ hafði hann mótmælt. „Ég ætlaði einmitt að
fara stinga upp á, að við fengjum okkur sæti.“
294 Heima er bezt