Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 20
miðað við þennan árstíma, en ég taldi mig útsofinn svo nokkuð hlaut að vera liðið morguns. Ég stökk fram úr rúmi og dró tjald frá glugga, og varð all undrandi, er ég sá, að nálega var skeflt fyrir gluggann! Ég dumpaði á miðpóst gluggans, og við hristinginn hrundi svolítið frá efstu rúðunum, svo út varð séð. Gafst þá á að líta þreifandi stórhríð, svo ekkert glórði, og þar með ofsa veður af norð-austri. Það mun fleirum en mér hafa brugðið við að líta út þennan morgun, enda margir átt þar meira í húfi en ég. Ég hafði þarna gott húsaskjól og annað atlæti, og engin hætta á, að mér yrði ýtt út í stórhríðina. í fulla fjóra sólarhringa var mikið stór- viðri, stundum allt að því fárviðri, og mjög mikil snjó- koma. Snjóskaflarnir, sem hlóðust upp, voru háir sem hús, og súmstaðar á Norð-Austurlandi fóru peningshús alveg í kaf, og ekki dæmalaust um sveitabæi. Þar sem áveðurs var, reif snjóinn af ofan í mold, og í stórar dyngjur, sem var svo fast saman þjappað, að manngeng- ar voru, en annarsstaðar, þar sem meira var í hléi fyrir veðurofsanum, voru óbotnandi dyngjur, sem ekki varð yfir komist nema á fjórum, þ. e. skríða yfir á höndum og hnjám. Þrátt fyrir þessa veðurvonsku toldi ég ekki hjá gömlu hjónunum nema fyrsta daginn, þótti þar dauflegt, þótt þau vildu allt fyrir mig gera. Ég þráði að ná saman við unglinga á mínu reki, og blanda geði við þá. En þetta var ekki svo auðgert, þar sem ég var þarna öllum ókunnugur. Úr þessu rættist þó bráðlega, svo sem nú verður greint. Þarna í húsinu var miðaldra kona norðan af Strönd, sem beið eftir Hólum, eins og ég, til heimferðar. Þessi kona hét Signý Jónatansdótt- ir, og hafði ég hana aldrei áður séð, þótt hún væri sveitungi minn, en hún þekkti eitthvað til foreldra minna. Hún varð þes vör, að mér leiddist inniveran og athafnaleysið, og fór að spila við mig, til að eyða tím- anum. En hvorugt okkar var mikillar kunnáttu í þeirri mennt, síst ég, og varð því að notast við það einfaldasta, svo sem Marías og Langhund. Kona þessi var kunnug þarna í þorpinu og fann upp á því, á sunnudaginn eða mánudaginn, að reyna að fara í heimsókn til vinkonu sinnar, þrátt fyrir stórhríðina og fannfergju þá, sem komin var. Bauð hún mér með sér, og átti ég að heita fylgdarmaður, þótt það væri raunar hún, sem kunnug var þarna í þorpinu en ekki ég. Hún þekkti húsin, sem við sáum grilla í, þegar við fórum framhjá þeim, og vissi þá áttir og afstöðu. Það var því hún, sem í reynd var leiðsögumaðurinn. Við komumst klakklaust yfir skafl- ana, þótt sumstaðar yrði að fara á fjórum yfir þá, og náðum áfangastað von bráðar, því leiðin var ekki löng. þó líklega um 1 kílómetri. Þarna var okkur tekið með opnum örmum íslenskrar gestrisni, þótt auðséð væri, að efnahagur mundi af skornum skammti. Þetta hús og heimili, sem við vorum að heimsækja, hét Setberg, og voru húsakynni eftirlíking af litlum sveitabæ, en slík hús voru víða reist í kauptúnum lands vors, beggja vegna síðustu aldamóta. Annars var það sérkennilegt við þennan bæ, að hann var bygður upp við lóðréttan klett í hálsbrúninni vestanverðri, sem liggur austur Kol- beinstangann frá hærri hálsi, sem skilur dalina Hofsár- dal og Vesturárdal inn til landsins, og nefnist Hraun. Þessi klettur var norðurstafn baðstofuhússins, og mun þar ekki hafa nætt í gegn. Baðstofan var að öllu leyti torfhús, alþiljuð og með skarsúð, sem tíðkaðist, með þilstafni að sunnan og þar á sex rúðu gluggi, en fjögra rúðu gluggi á vesturhlið. Baðstofan var, að mig minnir fjögur stafgólf, með eldavél í norðurendanum við klett- inn, sem gaf góðan hita í þetta íveruhús. Rúmstæði voru við báðar hliðar í baðstofunni. Sambyggt við austurhlið baðstofunnar voru litlar bæjardyr til inngöngu, og kofi fyrir nokrar geitur og kindur, ásamt einhverri hey- geymslu. Allt var þetta byggt upp að sama klettinum. sem veitti öruggt skjól fyrir blæstri Norðra gamla. En snjóskaflar gátu orðið verulegir þarna í skjólinu. Hús- bændur á þessu litla en snotra kauptúns-býli hétu Ólaf- ur Finnbogason og Björg, en föðurnafni hennar hefi ég gleymt, því miður. Þau bjuggu þarna með 5 eða 6 börn sín, sem voru þarna beggja vegna við fermingaraldur, en elsta dótirin var gift og farin að heiman. Þau munu hafa verið mjög fátæk, enda heimilisfaðirinn bilaður á heilsu. En þarna var allt mjög hreinlegt og snvrtilega um gengið, þótt fátæklegt væri innanhúss, og mun báð- um hjónunum hafa verið slíkt í blóð borið. Þarna komst ég í félagskap, sem var við mitt hæfi og varð þarna fljót og góð kynning við heimilisfólkið. Signý mun hafa getið um það við Björgu, að mér hálfleiddist þarna hjá gömlu hjónunum, sem ég dvaldi hjá, þótt þau væru mér annars góð og umhyggjusöm, og þegar við kvöddum sagði Björg við mig, að ég gæti komið til þeirra þegar ég vildi, og leikið mér með krökkunum, meðan ég dveldi þarna. Þetta notaði ég mér óspart og fór þangað daglega, þótt veður væru vond var það ekki til fyrir- stöðu. Ég fór alla þessa dvalardaga mína á Vopnafirði, að þessu sinni, út í Setberg eftir hádegið, og dvaldi fram um miðaftan, og vantaði ekki viðfangsefni til dægra- dvalar. Við spiluðum á spil, fórum í ýmsa leiki, sem við kunnum. Varð stundum ærið hávaðasamt þarna í bað- stofunni, svo fyrir kom, að húsbóndanum þótti nóg um og hastaði þá á krakka sína. Síðari daga vikunnar fór að rofa til og veðurofsann nokkuð að lægja. Fluttum við þá leikvanginn út í snjóskaflana, byggðum snjóhús og snjókerlingar og fórum í útileiki. En allur þessi gleð- skapur átti sín endalok, eins og annað allt í heimi hér, því skömmu eftir fótaferð, annan laugardag dvalar minnar þarna, sáust Hólar sigla inn á Vopnafjörð, réttri viku á eftir áætlaðan tíma. Ég flýtti mér með pjönkur mínar niður á bryggju og komst um borð með fyrsta bát, því ég ætlaði hreint ekki að missa af skipsferðinni. En svo kom og annað til. Ég hafði hugmynd um, að með skipinu væru tvær móðursystur mínar á heimleið frá Seyðisfirði, þar sem þær höfðu dvalið vetrarlangt við nám í saumum karlmannafatnaðar og sniði eftir máli, hjá Eyjólfi Jónssyni klæðskera, sem síðar varð bankastjóri Islandsbanka á Seyðisfirði. Ég fann systurn- ar á öðru farrými, og voru þær í kojum sínum við slaka heilsu. Með þeim í klefanum var frændkona okkar, 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.